Dagur gáttaður á Viðskiptaráði: „Leigufélögin eru ekki andskotinn sjálfur“ Agnar Már Másson skrifar 11. júní 2025 12:46 Dagur B. Eggertsson (t.v.) er hneykslaður á Viðskiptaráði, sem hefur kært íslensk stjórnvöld til ESA. Björn Brynjúlfur Björnsson (t.h.), er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Viðskiptaráð hefur kvartað til ESA þar sem það telur niðurgreiðslur til óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga grafa undan samkeppni og jafnræði á húsnæðismarkaði. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, segir ólíklegt að hagsmunir fyrirtækja séu fólgnir í verri húsnæðismarkaði. Viðskiptaráð Íslands hefur sent Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) kvörtun vegna þess sem ráðið telur ólögmæta ríkisaðstoð í tengslum við niðurgreiðslur til húsnæðisfélaga á vegum þriðja aðila. Ráðið bendir þar á að íbúðunum væri aðeins úthlutað til umsækjenda í aðild að félögunum sem reka húsnæðisfélögin, í flestum tilfellum verkalýðsfélög „og þannig ekki aðgengilegar öllum almenningi“. Viðskiptaráð beinir til ESA að hefja rannsókn á málinu og beita þeim úrræðum sem stofnuninni eru fær gagnvart íslenskum stjórnvöldum. Í kvörtuninni er rakið hvernig stjórnvöld veiti húsnæðisfélögum „þríþætta fjárhagslega meðgjöf“ en þar er átt við úthlutunum lóða á undirverði, bein fjárframlög gegnum stofnframlög, og niðurgreidd fasteignalán frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS). Samanlagt jafngildi meðgjöfin 46% niðurgreiðslu á stofnkostnaði nýrra íbúða, að sögn Viðskiptaráðs. Nú þegar hafi 1.600 íbúðir verið byggðar af húsnæðisfélögum á vegum þriðja aðila. Af 9.250 áformuðum íbúðum sem í Reykjavík á næstu árum eigi 3.070 íbúðir að vera byggðar af húsnæðisfélögum. Áformaðar niðurgreiðslur ríkis og sveitarfélaga nema 64 mö. kr., sem jafngildir 21 m.kr. á hverja nýja íbúð, að sögn Viðskiptaráðs. Að mati Viðskiptaráðs grefur þetta fyrirkomulag undan samkeppni og jafnræði á húsnæðismarkaði. Ráðið telur það uppfylla öll skilyrði EES-samningsins um ólögmæta ríkisaðstoð; að hún sé veitt með opinberum fjármunum, veiti tilteknum aðilum fjárhagslegt forskot, sé sértæk og valdi röskun á samkeppni og geti haft áhrif á viðskipti innan EES svæðisins. Önnur sveitarfélög mættu gyrða sig í brók Dagur segir það ótrúlegt að Viðskiptaráð vegi að óhagnaðardrifnum húsnæðisfélögum og tekur fram að óhagnaðardrifin húsnæisfélög hafi valdið byltingu í húsnæðisöyrggi. Bendir borgarstjórinn fyrrverandi jafnframt á að leigan hjá þeim félögum sé allt að 40% ódýrari en á almenna markaðnum á höfuðborgarsvæðinu. Og þar sem þróun leiguverðs sé nú tekin í ríkari mæli inn í verðbólgumælingar ætti allt samfélagið að hafa hag af því að óhagnaðardrifin félög fái þrifist. „Raunar ættu Viðskiptaráð og allir aðrir að kalla eftir því að önnur sveitarfélög en Reykjavík ættu að girða sig [svo] í brók og úthluta miklu fleiri lóðum til þessara félaga,“ skrifar Dagur og nefnir að uppbygging félaganna byggi á löggjölf að danskri fyrirmynd þar sem slík félög séu kjölfesta á heilbrigðum húsnæðismarkaði. Umræðan á „algjörum villigötum“ „Gleymum því svo ekki að þessi félög eru ekki andskotinn sjálfur heldur eru þetta Bjarg og Bríet, leigufélög verkalýðshreyfingarinnar, Félagsbústaðir og leigufélög sveitarfélaganna, félög stúdenta sem reist hafa stúdentaíbúðir og svo eru þetta íbúðir sem reistar hafa verið fyrir fatlað fólk,“ bætir þingmaðurinn við. Þá beinir þingmaðurinn orðum að Viðskiptaráði og sem hann segir að hafi ítrekað stigið fram og vegið að veigamiklum þáttum og undirstöðum kjarasasamninga og friðar á vinnumarkaði. Aðför að félagslegum lausnum séu af því sauðahúsinu, einsog tillögur um að falla frá hækkun barnabóta. „Ég hef ekki nokkra trú á að fyrirtækin í landinu telji hagsmuni sína fólgna í verri húsnæðismarkaði eða að kjarasamningar rofni í haust,“ skrifar Dagur. „Ég skil ekki þessa leiðangra og óska hér með eftir fundi með stjórn Viðskiptaráðs til að ræða þessi mál. Þessi umræða er á algjörum villigötum.“ Húsnæðismál Reykjavík EFTA Leigumarkaður Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Sjá meira
Viðskiptaráð Íslands hefur sent Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) kvörtun vegna þess sem ráðið telur ólögmæta ríkisaðstoð í tengslum við niðurgreiðslur til húsnæðisfélaga á vegum þriðja aðila. Ráðið bendir þar á að íbúðunum væri aðeins úthlutað til umsækjenda í aðild að félögunum sem reka húsnæðisfélögin, í flestum tilfellum verkalýðsfélög „og þannig ekki aðgengilegar öllum almenningi“. Viðskiptaráð beinir til ESA að hefja rannsókn á málinu og beita þeim úrræðum sem stofnuninni eru fær gagnvart íslenskum stjórnvöldum. Í kvörtuninni er rakið hvernig stjórnvöld veiti húsnæðisfélögum „þríþætta fjárhagslega meðgjöf“ en þar er átt við úthlutunum lóða á undirverði, bein fjárframlög gegnum stofnframlög, og niðurgreidd fasteignalán frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS). Samanlagt jafngildi meðgjöfin 46% niðurgreiðslu á stofnkostnaði nýrra íbúða, að sögn Viðskiptaráðs. Nú þegar hafi 1.600 íbúðir verið byggðar af húsnæðisfélögum á vegum þriðja aðila. Af 9.250 áformuðum íbúðum sem í Reykjavík á næstu árum eigi 3.070 íbúðir að vera byggðar af húsnæðisfélögum. Áformaðar niðurgreiðslur ríkis og sveitarfélaga nema 64 mö. kr., sem jafngildir 21 m.kr. á hverja nýja íbúð, að sögn Viðskiptaráðs. Að mati Viðskiptaráðs grefur þetta fyrirkomulag undan samkeppni og jafnræði á húsnæðismarkaði. Ráðið telur það uppfylla öll skilyrði EES-samningsins um ólögmæta ríkisaðstoð; að hún sé veitt með opinberum fjármunum, veiti tilteknum aðilum fjárhagslegt forskot, sé sértæk og valdi röskun á samkeppni og geti haft áhrif á viðskipti innan EES svæðisins. Önnur sveitarfélög mættu gyrða sig í brók Dagur segir það ótrúlegt að Viðskiptaráð vegi að óhagnaðardrifnum húsnæðisfélögum og tekur fram að óhagnaðardrifin húsnæisfélög hafi valdið byltingu í húsnæðisöyrggi. Bendir borgarstjórinn fyrrverandi jafnframt á að leigan hjá þeim félögum sé allt að 40% ódýrari en á almenna markaðnum á höfuðborgarsvæðinu. Og þar sem þróun leiguverðs sé nú tekin í ríkari mæli inn í verðbólgumælingar ætti allt samfélagið að hafa hag af því að óhagnaðardrifin félög fái þrifist. „Raunar ættu Viðskiptaráð og allir aðrir að kalla eftir því að önnur sveitarfélög en Reykjavík ættu að girða sig [svo] í brók og úthluta miklu fleiri lóðum til þessara félaga,“ skrifar Dagur og nefnir að uppbygging félaganna byggi á löggjölf að danskri fyrirmynd þar sem slík félög séu kjölfesta á heilbrigðum húsnæðismarkaði. Umræðan á „algjörum villigötum“ „Gleymum því svo ekki að þessi félög eru ekki andskotinn sjálfur heldur eru þetta Bjarg og Bríet, leigufélög verkalýðshreyfingarinnar, Félagsbústaðir og leigufélög sveitarfélaganna, félög stúdenta sem reist hafa stúdentaíbúðir og svo eru þetta íbúðir sem reistar hafa verið fyrir fatlað fólk,“ bætir þingmaðurinn við. Þá beinir þingmaðurinn orðum að Viðskiptaráði og sem hann segir að hafi ítrekað stigið fram og vegið að veigamiklum þáttum og undirstöðum kjarasasamninga og friðar á vinnumarkaði. Aðför að félagslegum lausnum séu af því sauðahúsinu, einsog tillögur um að falla frá hækkun barnabóta. „Ég hef ekki nokkra trú á að fyrirtækin í landinu telji hagsmuni sína fólgna í verri húsnæðismarkaði eða að kjarasamningar rofni í haust,“ skrifar Dagur. „Ég skil ekki þessa leiðangra og óska hér með eftir fundi með stjórn Viðskiptaráðs til að ræða þessi mál. Þessi umræða er á algjörum villigötum.“
Húsnæðismál Reykjavík EFTA Leigumarkaður Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Sjá meira