Talið við okkur áður en þið talið um okkur Ian McDonald skrifar 11. júní 2025 12:00 Ég skrifa þessa grein í svari við mótmælum gegn innflytjendum og einnig sem skilaboð til stjórnmálamanna sem, viljandi eða ekki, kynda undir þessari hættulegu orðræðu. Stöðvum þetta drama. Ísland er ekki að þróast vegna þess að einhver ráðherra flytur ómerkilega ræðu í RÚV eða vegna þess að hópur jakkafötna situr á Alþingi yfir kaffi og flatkökum. Ísland er að þróast vegna þess að innflytjendur vinna hörðum höndum, dag eftir dag, í störfum sem flestir Íslendingar myndu aldrei sækjast eftir. Störf sem eru fyrirlitin. Og við vinnum þau fyrir léleg laun, án öryggis og með varla snefil af viðurkenningu. Við erum þau sem þrífum herbergi, skrúbbum salerni, veiðum, eldum mat, keyrum fólk til og frá og annast aldraða á næturvöktum. Við vinnum langa daga, brosum í gegnum vinnuna okkar, á meðan stjórnmálamenn klippa borða og tala um „samfélagslega ábyrgð“. Við vitum innst inni að ef við myndum öll bara „fara aftur þangað sem við komum frá“ (eins og við höfum öll heyrt oft) þá myndi sjálft samfélagsgerð íslenska fólksins hrynja innan vikna. Sömu stjórnmálamennirnir búa í allt öðrum heimi. Þau fá há laun, fríðindi, ferðafé, skattalækkanir og mikla peninga á efri árum. Margir þeirra hafa aldrei átt erfiðan vinnudag á ævinni og hafa enga hugmynd um hvernig það er að vakna klukkan fimm, taka tvo strætisvagna í myrkri og frosti, vinna tvær vaktir í röð og reyna svo að vera til staðar fyrir/annast börnin sín á kvöldin, á meðan þau læra nýtt tungumál frá grunni. En þau standa samt upp og segja okkur hvernig við eigum að lifa. Svo eru það fjölmiðlar og þingmenn eins og Snorri Másson og Diljá Mist sem tala um okkur eins og við séum bara tóm tölfræði. Það er eins og við séum ósýnileg. Þetta er móðgandi. Líf okkar er rætt og greint í sjónvarpi og á netinu af fólki sem hvorki lítur út né hljómar eins og við og hefur aldrei upplifað þann veruleika sem við lifum í. Þau tala um okkur, en ekki við okkur. Þetta er ekki lýðræði, þetta er niðurlægjandi og niðrandi. Að ekki sé minnst á hræsni þessa fólks sem hrópar slagorð gegn innflytjendum og líf þeirra er auðgað (persónulega eða faglega) af sama fólki sem þau hefðu vísað úr landi. Ég velti því fyrir mér hvort þeir tali nokkurn tímann við erlenda vini sína og innflytjendafjölskyldur með sama eitri og þeir gera opinberlega? Og þetta er ekki bara vandamál á Íslandi. Orðræðan sem afneitar samkennd er að breiðast út um allan heim. Þú heyrir hana frá stjórnmálamönnum, frá fjölmiðlum, jafnvel frá auðkýfingjum eins og Elon Musk. Þeir halda því fram að samkennd sé veikleiki, að umhyggja fyrir öðru fólki geri þig óhæfan til að lifa í „veruleikanum“. Við höfum heyrt þetta áður. Nasistar litu á samkennd sem ógn við hreina þjóðarframtíð og reyndu að útrýma henni. Samkennd kemur í veg fyrir grimmd og gerir hana óæskilega. Og nú sjáum við svipað mynstur gerast. Þegar samkennd er kölluð veikleiki og innflytjendur eru málaðir sem ógn, opnast dyrnar að einhverju mjög hættulegu. Hatursorðræða þarf ekki lengur að fela sig. Hún stendur fyrir framan okkur, segir okkur að við eigum ekki heima hér og heldur síðan áfram að ryðja brautina. Þannig missir samfélag sál sína. Við höfum séð þetta áður. Þegar fólk er afmennskað verður auðveldara að særa það, útiloka það frá samfélagslegri umræðu og ráðast á það. Þegar samkennd deyr hætta menn að sjá aðra sem manneskjur. Þeir sjá bara vandamál. Ég hef séð af eigin raun hvernig orð geta orðið að ofbeldi. Þegar fólk eins og Nigel Farage talar um nauðsyn þess að „taka landið okkar til baka“ er það ekki bara pólitísk orðræða. Fyrir suma er það ákall til aðgerða. Slík orð skapa ótta, skipta fólki í „við og þau“ og stimpla þau sem skotmörk. Við vitum hvert það leiðir. Moskur eru skotmark, flóttamenn eru barðir, saklausir eru myrtir á götum úti af fólki sem heldur að það sé að verja heimaland sitt. Þetta eru ekki einangruð atvik, heldur afleiðing orðræðu sem kyndir undir hatri og ótta. Við verðum að stöðva þetta. Ekki bara fyrir okkur sjálf, heldur fyrir framtíð allra. Ef við leyfum þessu hugarfari að vaxa, munum við ekki aðeins missa réttlæti og mannúð, heldur mannúðina sjálfa. Svo hér er byltingarkennd hugmynd: Talaðu við okkur áður en þú talar um okkur. Höfundur er innflytjandi og verkamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Ian McDonald Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Ég skrifa þessa grein í svari við mótmælum gegn innflytjendum og einnig sem skilaboð til stjórnmálamanna sem, viljandi eða ekki, kynda undir þessari hættulegu orðræðu. Stöðvum þetta drama. Ísland er ekki að þróast vegna þess að einhver ráðherra flytur ómerkilega ræðu í RÚV eða vegna þess að hópur jakkafötna situr á Alþingi yfir kaffi og flatkökum. Ísland er að þróast vegna þess að innflytjendur vinna hörðum höndum, dag eftir dag, í störfum sem flestir Íslendingar myndu aldrei sækjast eftir. Störf sem eru fyrirlitin. Og við vinnum þau fyrir léleg laun, án öryggis og með varla snefil af viðurkenningu. Við erum þau sem þrífum herbergi, skrúbbum salerni, veiðum, eldum mat, keyrum fólk til og frá og annast aldraða á næturvöktum. Við vinnum langa daga, brosum í gegnum vinnuna okkar, á meðan stjórnmálamenn klippa borða og tala um „samfélagslega ábyrgð“. Við vitum innst inni að ef við myndum öll bara „fara aftur þangað sem við komum frá“ (eins og við höfum öll heyrt oft) þá myndi sjálft samfélagsgerð íslenska fólksins hrynja innan vikna. Sömu stjórnmálamennirnir búa í allt öðrum heimi. Þau fá há laun, fríðindi, ferðafé, skattalækkanir og mikla peninga á efri árum. Margir þeirra hafa aldrei átt erfiðan vinnudag á ævinni og hafa enga hugmynd um hvernig það er að vakna klukkan fimm, taka tvo strætisvagna í myrkri og frosti, vinna tvær vaktir í röð og reyna svo að vera til staðar fyrir/annast börnin sín á kvöldin, á meðan þau læra nýtt tungumál frá grunni. En þau standa samt upp og segja okkur hvernig við eigum að lifa. Svo eru það fjölmiðlar og þingmenn eins og Snorri Másson og Diljá Mist sem tala um okkur eins og við séum bara tóm tölfræði. Það er eins og við séum ósýnileg. Þetta er móðgandi. Líf okkar er rætt og greint í sjónvarpi og á netinu af fólki sem hvorki lítur út né hljómar eins og við og hefur aldrei upplifað þann veruleika sem við lifum í. Þau tala um okkur, en ekki við okkur. Þetta er ekki lýðræði, þetta er niðurlægjandi og niðrandi. Að ekki sé minnst á hræsni þessa fólks sem hrópar slagorð gegn innflytjendum og líf þeirra er auðgað (persónulega eða faglega) af sama fólki sem þau hefðu vísað úr landi. Ég velti því fyrir mér hvort þeir tali nokkurn tímann við erlenda vini sína og innflytjendafjölskyldur með sama eitri og þeir gera opinberlega? Og þetta er ekki bara vandamál á Íslandi. Orðræðan sem afneitar samkennd er að breiðast út um allan heim. Þú heyrir hana frá stjórnmálamönnum, frá fjölmiðlum, jafnvel frá auðkýfingjum eins og Elon Musk. Þeir halda því fram að samkennd sé veikleiki, að umhyggja fyrir öðru fólki geri þig óhæfan til að lifa í „veruleikanum“. Við höfum heyrt þetta áður. Nasistar litu á samkennd sem ógn við hreina þjóðarframtíð og reyndu að útrýma henni. Samkennd kemur í veg fyrir grimmd og gerir hana óæskilega. Og nú sjáum við svipað mynstur gerast. Þegar samkennd er kölluð veikleiki og innflytjendur eru málaðir sem ógn, opnast dyrnar að einhverju mjög hættulegu. Hatursorðræða þarf ekki lengur að fela sig. Hún stendur fyrir framan okkur, segir okkur að við eigum ekki heima hér og heldur síðan áfram að ryðja brautina. Þannig missir samfélag sál sína. Við höfum séð þetta áður. Þegar fólk er afmennskað verður auðveldara að særa það, útiloka það frá samfélagslegri umræðu og ráðast á það. Þegar samkennd deyr hætta menn að sjá aðra sem manneskjur. Þeir sjá bara vandamál. Ég hef séð af eigin raun hvernig orð geta orðið að ofbeldi. Þegar fólk eins og Nigel Farage talar um nauðsyn þess að „taka landið okkar til baka“ er það ekki bara pólitísk orðræða. Fyrir suma er það ákall til aðgerða. Slík orð skapa ótta, skipta fólki í „við og þau“ og stimpla þau sem skotmörk. Við vitum hvert það leiðir. Moskur eru skotmark, flóttamenn eru barðir, saklausir eru myrtir á götum úti af fólki sem heldur að það sé að verja heimaland sitt. Þetta eru ekki einangruð atvik, heldur afleiðing orðræðu sem kyndir undir hatri og ótta. Við verðum að stöðva þetta. Ekki bara fyrir okkur sjálf, heldur fyrir framtíð allra. Ef við leyfum þessu hugarfari að vaxa, munum við ekki aðeins missa réttlæti og mannúð, heldur mannúðina sjálfa. Svo hér er byltingarkennd hugmynd: Talaðu við okkur áður en þú talar um okkur. Höfundur er innflytjandi og verkamaður.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun