Tómstunda- og félagsfræðinemar harma ákvörðun Akureyrarbæjar Hópur nemenda í tómstunda- og félagsmálafræði við HÍ skrifar 11. júní 2025 10:30 Fyrsta orðið sem kemur upp í huga margra þegar þau hugsa um ungmenni er félagsmiðstöð. Félagsmiðstöðvar eru ætlaðar sem forvarnarstarf þær eiga að mæta þörf unglinga fyrir samkomustað og samveru með jafnöldrum í óformlegu umhverfi. Skipulagsbreytingar Akureyrarbæjar á æskulýðsmálum eru ekki í samræmi við fræðin hvað tómstundir og frítímann varða. Það er sorglegt að eins stórt sveitarfélag og Akureyri sé að taka þetta mikla skref aftur á bak þegar kemur að því að bjóða upp á viðunandi starf fyrir unglinga. Með þessari ákvörðun er Akureyrarbær að senda þau skilaboð að gildi og ávinningur tómstundastarfs sé ekki nógu mikill til þess að það sé rekið sjálfstætt. Þátttaka í tómstunda- og æskulýðsstarfi hefur menntandi áhrif og skiptir máli fyrir þroska þeirra sem taka þátt. Hver einstaklingur sem tekur þátt hefur frelsið og stuðninginn til að móta og búa til sína eigin merkingu innan hópsins. Einstaklingurinn fær verkfæri inn í lífið á allt annan hátt en inn í formlegu menntakerfi. Þessi verkfæri tengjast oftar en ekki þremur T-um Tilgang, Tengingu og að Tilheyra. Þetta er mikilvægur lærdómur þó hann tengist ekki endilega hinu skipulagða skólakerfi. Þessi ábending er ekki til að leggja dóm á skólakerfið og þá menntun sem fer fram innan þess, heldur einfaldlega til þess að benda á að mikilvæg menntun fer fram í tómstundastarfi og að ítreka að sú menntun sé ekki síðri. Lykilþáttur þessarar óformlegu menntunar er að hún er ekki tengd skólastarfinu. Vegna þess að þetta eru einfaldlega tveir aðskildir hlutir. Inni á félagsmiðstöðvum ríkir unglingamenning og er traust milli starfsmanna og þátttakenda áþreifanlegt. Þar er ekki einblínt á hefðbundinn lærdóm, heldur læra unglingar að vera hluti af hóp, mynda félagsleg tengsl, byggja upp sjálfstraust, efla félagsfærni og samskipti. Það er gríðarlega mikilvægt að ungt fólk upplifi að þau hafi rödd og að það sé hlustað þegar þau tala, því leyfa félagsmiðstöðvar oft þátttakendum að hafa áhrif á starfið og það sem er í boði. Eitthvað sem þau fengu ekki að gera við þessa ákvörðunartöku. Frístundaleiðbeinendur félagsmiðstöðva eru dýrmætar fyrirmyndir unglinga, þar sem þeir geta nálgast þátttakendur á talsvert meiri jafningjagrundvelli en starfsmenn og kennarar grunnskóla geta. Ákvörðun Akureyrarbæjar um að samþætta frístundar-, skóla- og félagsmiðstöðvastarf gerir tómstundastarf einfaldlega að framlengingu skólans og dregur því úr mikilvægi og meiningu starfsins. Tómstunda- og æskulýðsstarf á að reka samhliða skólastarfi þar sem bæði hafa jafnt vægi. Áherslurnar eru ekki þær sömu og því er óskiljanlegt að grunnskólar eigi að reka félagsmiðstöðvar, sem hér áður töldust vera staður sem unglingar gátu farið utan skóla. Við skorum á bæjaryfirvöld að endurskoða þessa ákvörðun og taka tómstunda- og félagsmálafræðinga með í umræðuna. Aníta Elvan Sæbjörnsdóttir, Anna Kolbrún Ólafsdóttir, Antonía Mist Gísladóttir, Arngrímur Bragi Steinarsson, Björk Davíðsdóttir, Dagný Kára Magnúsdóttir, Elva Katrín Elvudóttir, Haukur Hákon Loftsson, Hera Margrét Guðmundsdóttir, Hildur Sigrún Jóhannsdóttir, Hrafnhildur Una Magnúsdóttir, Hrafnkell Hugi Vernharðsson, Ólavía Jóhannsdóttir, Óliver Karl Sandberg Birgisson, Sigrún Ósk Hreiðarsdóttir, Snædís Barkardóttir, Vala Kristín Árnadóttir og Þórhildur Benediktsdóttir. Höfundar eru nemendur í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrsta orðið sem kemur upp í huga margra þegar þau hugsa um ungmenni er félagsmiðstöð. Félagsmiðstöðvar eru ætlaðar sem forvarnarstarf þær eiga að mæta þörf unglinga fyrir samkomustað og samveru með jafnöldrum í óformlegu umhverfi. Skipulagsbreytingar Akureyrarbæjar á æskulýðsmálum eru ekki í samræmi við fræðin hvað tómstundir og frítímann varða. Það er sorglegt að eins stórt sveitarfélag og Akureyri sé að taka þetta mikla skref aftur á bak þegar kemur að því að bjóða upp á viðunandi starf fyrir unglinga. Með þessari ákvörðun er Akureyrarbær að senda þau skilaboð að gildi og ávinningur tómstundastarfs sé ekki nógu mikill til þess að það sé rekið sjálfstætt. Þátttaka í tómstunda- og æskulýðsstarfi hefur menntandi áhrif og skiptir máli fyrir þroska þeirra sem taka þátt. Hver einstaklingur sem tekur þátt hefur frelsið og stuðninginn til að móta og búa til sína eigin merkingu innan hópsins. Einstaklingurinn fær verkfæri inn í lífið á allt annan hátt en inn í formlegu menntakerfi. Þessi verkfæri tengjast oftar en ekki þremur T-um Tilgang, Tengingu og að Tilheyra. Þetta er mikilvægur lærdómur þó hann tengist ekki endilega hinu skipulagða skólakerfi. Þessi ábending er ekki til að leggja dóm á skólakerfið og þá menntun sem fer fram innan þess, heldur einfaldlega til þess að benda á að mikilvæg menntun fer fram í tómstundastarfi og að ítreka að sú menntun sé ekki síðri. Lykilþáttur þessarar óformlegu menntunar er að hún er ekki tengd skólastarfinu. Vegna þess að þetta eru einfaldlega tveir aðskildir hlutir. Inni á félagsmiðstöðvum ríkir unglingamenning og er traust milli starfsmanna og þátttakenda áþreifanlegt. Þar er ekki einblínt á hefðbundinn lærdóm, heldur læra unglingar að vera hluti af hóp, mynda félagsleg tengsl, byggja upp sjálfstraust, efla félagsfærni og samskipti. Það er gríðarlega mikilvægt að ungt fólk upplifi að þau hafi rödd og að það sé hlustað þegar þau tala, því leyfa félagsmiðstöðvar oft þátttakendum að hafa áhrif á starfið og það sem er í boði. Eitthvað sem þau fengu ekki að gera við þessa ákvörðunartöku. Frístundaleiðbeinendur félagsmiðstöðva eru dýrmætar fyrirmyndir unglinga, þar sem þeir geta nálgast þátttakendur á talsvert meiri jafningjagrundvelli en starfsmenn og kennarar grunnskóla geta. Ákvörðun Akureyrarbæjar um að samþætta frístundar-, skóla- og félagsmiðstöðvastarf gerir tómstundastarf einfaldlega að framlengingu skólans og dregur því úr mikilvægi og meiningu starfsins. Tómstunda- og æskulýðsstarf á að reka samhliða skólastarfi þar sem bæði hafa jafnt vægi. Áherslurnar eru ekki þær sömu og því er óskiljanlegt að grunnskólar eigi að reka félagsmiðstöðvar, sem hér áður töldust vera staður sem unglingar gátu farið utan skóla. Við skorum á bæjaryfirvöld að endurskoða þessa ákvörðun og taka tómstunda- og félagsmálafræðinga með í umræðuna. Aníta Elvan Sæbjörnsdóttir, Anna Kolbrún Ólafsdóttir, Antonía Mist Gísladóttir, Arngrímur Bragi Steinarsson, Björk Davíðsdóttir, Dagný Kára Magnúsdóttir, Elva Katrín Elvudóttir, Haukur Hákon Loftsson, Hera Margrét Guðmundsdóttir, Hildur Sigrún Jóhannsdóttir, Hrafnhildur Una Magnúsdóttir, Hrafnkell Hugi Vernharðsson, Ólavía Jóhannsdóttir, Óliver Karl Sandberg Birgisson, Sigrún Ósk Hreiðarsdóttir, Snædís Barkardóttir, Vala Kristín Árnadóttir og Þórhildur Benediktsdóttir. Höfundar eru nemendur í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands.
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun