Arftaki hins titlaóða Carsons fundinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. júní 2025 23:30 Spennandi tímar framundan hjá Bettinelli á bekknum hjá City. Manchester City Scott Carson var nýverið látinn fara frá enska knattspyrnufélaginu Manchester City. Hann spilaði ekki mikið en það verður ekki annað sagt en liðið hafi verið sigursælt meðan hans naut við í búningsklefanum og á æfingasvæðinu. Arftaki hans er fundinn. Líkt og Vísir greindi frá lék Carson aðeins tvo leiki á þeim sex árum sem hann var titlaður sem leikmaður Manchester City. Sem þriðji markvörður, eða jafnvel fjórði, var hlutverk þessa fyrrverandi landsliðsmarkvarðar Englands að halda öðrum markvörðum á tánum ásamt því að halda uppi góðum móral í búningsklefanum. Það verður ekki annað sagt en Carson hafi gert gott betur en það. Verandi orðinn 39 ára ákvað Man City hins vegar að yngja upp og hefur hinn 33 ára gamli Marcus Bettinelli samið við félagið til eins árs. Hann kemur frá Chelsea. „Það er heiður að semja við City,“ sagði Bettinelli meðal annars í viðtali á vefsíðu félagsins. Markvörðurinn, sem lék á sínum tíma einn leik fyrir U-21 árs landslið Englands, hefur verið á mála hjá Chelsea frá 2021 án þess að spila leik fyrir aðallið félagsins. Bettinelli lék hátt í 150 leiki fyrir Fulham og Middlesbrough en hefur undanfarin ár verið í hlutverki þriðja eða fjórða markmanns hjá Chelsea. Mun hann vera í sama hlutverki hjá Man City en Ederson er aðalmarkvörður liðsins og Stefan Ortega honum til halds og trausts. Hann er þriðji maðurinn sem City fær til sín á skömmum tíma en Rayan Cherki er kominn frá Lyon og nafni hans Aït-Nouri frá Úlfunum. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Man City staðfestir kaupin á Cherki Manchester City hefur staðfest kaup félagsins á franska landsliðsmanninnum Rayan Cherki. Hann kemur frá Lyon, kostar 34 milljónir punda – 5,8 milljarða íslenskra króna og skrifar undir fimm ára samning í Manchester. 10. júní 2025 19:47 Aït-Nouri fyrstur inn um dyrnar hjá Man City Manchester City hefur fest kaup á fyrsta leikmanni sumarsins. Sá heitir Rayan Aït-Nouri og kemur frá Úlfunum. 9. júní 2025 19:00 Man City ræður annan úr teymi Klopp hjá Liverpool Á dögunum var greint frá því að Pepijn Lijnders yrði einn af aðstoðarþjálfurum Pep Guardiola hjá Manchester City á komandi leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Sá gerði garðinn frægan sem aðstoðarþjálfari Jürgen Klopp hjá Liverpool. Nú hefur verið tilkynnt að annar undirmaður Klopp hjá Liverpool sé að semja við City. 10. júní 2025 17:30 Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Sjá meira
Líkt og Vísir greindi frá lék Carson aðeins tvo leiki á þeim sex árum sem hann var titlaður sem leikmaður Manchester City. Sem þriðji markvörður, eða jafnvel fjórði, var hlutverk þessa fyrrverandi landsliðsmarkvarðar Englands að halda öðrum markvörðum á tánum ásamt því að halda uppi góðum móral í búningsklefanum. Það verður ekki annað sagt en Carson hafi gert gott betur en það. Verandi orðinn 39 ára ákvað Man City hins vegar að yngja upp og hefur hinn 33 ára gamli Marcus Bettinelli samið við félagið til eins árs. Hann kemur frá Chelsea. „Það er heiður að semja við City,“ sagði Bettinelli meðal annars í viðtali á vefsíðu félagsins. Markvörðurinn, sem lék á sínum tíma einn leik fyrir U-21 árs landslið Englands, hefur verið á mála hjá Chelsea frá 2021 án þess að spila leik fyrir aðallið félagsins. Bettinelli lék hátt í 150 leiki fyrir Fulham og Middlesbrough en hefur undanfarin ár verið í hlutverki þriðja eða fjórða markmanns hjá Chelsea. Mun hann vera í sama hlutverki hjá Man City en Ederson er aðalmarkvörður liðsins og Stefan Ortega honum til halds og trausts. Hann er þriðji maðurinn sem City fær til sín á skömmum tíma en Rayan Cherki er kominn frá Lyon og nafni hans Aït-Nouri frá Úlfunum.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Man City staðfestir kaupin á Cherki Manchester City hefur staðfest kaup félagsins á franska landsliðsmanninnum Rayan Cherki. Hann kemur frá Lyon, kostar 34 milljónir punda – 5,8 milljarða íslenskra króna og skrifar undir fimm ára samning í Manchester. 10. júní 2025 19:47 Aït-Nouri fyrstur inn um dyrnar hjá Man City Manchester City hefur fest kaup á fyrsta leikmanni sumarsins. Sá heitir Rayan Aït-Nouri og kemur frá Úlfunum. 9. júní 2025 19:00 Man City ræður annan úr teymi Klopp hjá Liverpool Á dögunum var greint frá því að Pepijn Lijnders yrði einn af aðstoðarþjálfurum Pep Guardiola hjá Manchester City á komandi leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Sá gerði garðinn frægan sem aðstoðarþjálfari Jürgen Klopp hjá Liverpool. Nú hefur verið tilkynnt að annar undirmaður Klopp hjá Liverpool sé að semja við City. 10. júní 2025 17:30 Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Sjá meira
Man City staðfestir kaupin á Cherki Manchester City hefur staðfest kaup félagsins á franska landsliðsmanninnum Rayan Cherki. Hann kemur frá Lyon, kostar 34 milljónir punda – 5,8 milljarða íslenskra króna og skrifar undir fimm ára samning í Manchester. 10. júní 2025 19:47
Aït-Nouri fyrstur inn um dyrnar hjá Man City Manchester City hefur fest kaup á fyrsta leikmanni sumarsins. Sá heitir Rayan Aït-Nouri og kemur frá Úlfunum. 9. júní 2025 19:00
Man City ræður annan úr teymi Klopp hjá Liverpool Á dögunum var greint frá því að Pepijn Lijnders yrði einn af aðstoðarþjálfurum Pep Guardiola hjá Manchester City á komandi leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Sá gerði garðinn frægan sem aðstoðarþjálfari Jürgen Klopp hjá Liverpool. Nú hefur verið tilkynnt að annar undirmaður Klopp hjá Liverpool sé að semja við City. 10. júní 2025 17:30