„Erum ekki að lýsa yfir stuðningi við Trump“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. júní 2025 10:33 Formaður félagsins segir að húmor hafi vakið fyrir Þorbirningum frekar en pólitísk hugmyndafræði. Vísir/Samsett Formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík segir félagið ekki lýsa yfir stuðningi við Donald Trump Bandaríkjaforseta með umdeildum derhúfum sem það setti í sölu í gær. Staðgengill upplýsingafulltrúa Landsbjargar segir að einingar innan félagsins séu sjálfstæðar en að málið verði skoðað. Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, segir að félagsmenn hafi tekið upp á því að láta gera derhúfurnar fyrir landsþing björgunarsveitarmanna. Það sé hefð fyrir því að samræma klæðaburð. Hann segir að húfurnar hafi vakið mikla eftirtekt þeirra sem þingið sóttu og Grindvíkinga sérstaklega. Ákveðið var að hefja sölu á derhúfunum. „Við skelltum okkur í það og þá fór allt í bál og brand,“ segir Bogi. Ekki pólitískur boðskapur Hann segir félagið standa við þetta. Það sé stefna allra innfæddra að „gera Grindavík frábæra aftur,“ hvort sem er á íslensku eða ensku. Það vakti ekki síst athygli þegar fréttir af málinu bárust í gær að slagorðið skyldi vera á ensku. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emerítus í íslenskum fræðum og álitsgjafi í málefnum hins ylhýra gerði það meðal annarra að umfjöllunarefni sínu í færslu á samfélagsmiðlum. Í færslu sinni segir hann að um óvirðingu við íslensku sé að ræða og að það sé ákaflega dapurt að björgunarsveitinni skuli þykja eðlilegt að framleiða húfur með slagorði á ensku. Bogi segir húmor og hópefli hafa vakið fyrir Þorbirningum frekar en hugmyndafræði. „Þetta var ekki ætlað til þess að skjóta á einhvern. Við erum ekki að lýsa yfir stuðningi við Trump,“ segir hann. „Mér finnst þetta ekki vera neitt til að biðjast afsökunar fyrir þetta er fyrst og fremst bara derhúfa,“ segir Bogi Adolfsson. Björgunarsveitir sjálfstæðar gagnvart Landsbjörg Hinrik Wöhler, staðgengill upplýsingafulltrúa slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að hver eining innan félagsins sé sjálfstæð en að það verði skoðað hvort lög félagsins hafi verið brotin með derhúfusölunni. „Það gefur auga leið hvað er verið að vísa í og auðvitað sem stórt félag með þúsundir félaga þá reynum við að gæta hlutleysis. Stjórn félagsins þarf bara að skoða það hvort þetta stingi í stúf við lög félagsins. Við reynum að hafa jákvæða ímynd. Hver félagseining er sjálfstæð gagnvart félaginu hvað varðar störf og fjármál. Það stendur í lögum,“ segir hann. „Þetta verður skoðað,“ segir Hinrik. Grindavík Björgunarsveitir Donald Trump Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira
Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, segir að félagsmenn hafi tekið upp á því að láta gera derhúfurnar fyrir landsþing björgunarsveitarmanna. Það sé hefð fyrir því að samræma klæðaburð. Hann segir að húfurnar hafi vakið mikla eftirtekt þeirra sem þingið sóttu og Grindvíkinga sérstaklega. Ákveðið var að hefja sölu á derhúfunum. „Við skelltum okkur í það og þá fór allt í bál og brand,“ segir Bogi. Ekki pólitískur boðskapur Hann segir félagið standa við þetta. Það sé stefna allra innfæddra að „gera Grindavík frábæra aftur,“ hvort sem er á íslensku eða ensku. Það vakti ekki síst athygli þegar fréttir af málinu bárust í gær að slagorðið skyldi vera á ensku. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emerítus í íslenskum fræðum og álitsgjafi í málefnum hins ylhýra gerði það meðal annarra að umfjöllunarefni sínu í færslu á samfélagsmiðlum. Í færslu sinni segir hann að um óvirðingu við íslensku sé að ræða og að það sé ákaflega dapurt að björgunarsveitinni skuli þykja eðlilegt að framleiða húfur með slagorði á ensku. Bogi segir húmor og hópefli hafa vakið fyrir Þorbirningum frekar en hugmyndafræði. „Þetta var ekki ætlað til þess að skjóta á einhvern. Við erum ekki að lýsa yfir stuðningi við Trump,“ segir hann. „Mér finnst þetta ekki vera neitt til að biðjast afsökunar fyrir þetta er fyrst og fremst bara derhúfa,“ segir Bogi Adolfsson. Björgunarsveitir sjálfstæðar gagnvart Landsbjörg Hinrik Wöhler, staðgengill upplýsingafulltrúa slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að hver eining innan félagsins sé sjálfstæð en að það verði skoðað hvort lög félagsins hafi verið brotin með derhúfusölunni. „Það gefur auga leið hvað er verið að vísa í og auðvitað sem stórt félag með þúsundir félaga þá reynum við að gæta hlutleysis. Stjórn félagsins þarf bara að skoða það hvort þetta stingi í stúf við lög félagsins. Við reynum að hafa jákvæða ímynd. Hver félagseining er sjálfstæð gagnvart félaginu hvað varðar störf og fjármál. Það stendur í lögum,“ segir hann. „Þetta verður skoðað,“ segir Hinrik.
Grindavík Björgunarsveitir Donald Trump Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira