Heimi fannst lítið mál að svara glerhúsagagnrýni gamla landsliðsþjálfarans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2025 14:02 Heimir Hallgrímsson var brosmildur á blaðmannafundi írska knattspyrnusambandsins. Getty/Stephen McCarthy Heimir Hallgrímsson þarf að verjast gagnrýni úr mörgum áttum eftir að hann tók við sem landsliðsþjálfari Íra. Auðvitað finna knattspyrnuspekingar að spilamennskunni og slökum úrslitum en sumir gagnrýna líka val á mótherjum. Brian Kerr er fyrrum landsliðsþjálfari Íra en hann gagnrýndi það að írska liðið sé að spila vináttulandsleik við afrískt landslið til að undirbúa sig fyrir leiki í undankeppni EM. Írar gerðu 1-1 jafntefli við Senegal í vináttulandsleik á föstudaginn en mæta svo Lúxemborg á þriðjudaginn. „Ég skil ekki af hverju liðið er að spila við Senegal vitandi að við erum að fara spila við Danmörku eða Portúgal,“ sagði Brian Kerr. „Næstu leikir okkar eru Ungverjaland, Danmörk, Portúgal og Armenía. Ég botna ekkert í þessu,“ sagði Kerr. Blaðamaður Irish Times rifjaði það líka upp að írska landsliðið hefði spilað við Ástralíu, Kanada, Brasilíu, Nígeríu, Jamaíka og Kína í vináttuleikjum í kringum leiki í undankeppni HM þegar Kerr var sjálfur landsliðsþjálfari. Ummæli Kerr voru borin undir Heimi. „Ég skal svara þessu enda lítið mál að gera það,“ sagði Heimir. „Í fyrsta lagi þá var það mjög erfitt að finna mótherja í þessum glugga af því að margar þjóðir eru að spila í undankeppni HM og aðrar voru búnir að skipuleggja vináttulandsleiki. Það var því ekki margt í boði,“ sagði Heimir. „Senegal var að spila við England og er heimsklassalið. Við viljum mæta sterku liði og þeir voru líklegast öflugasta landsliðið í boði fyrir okkur í þessum glugga,“ sagði Heimir. „Það hefði ekki verið gott fyrir okkur að mæta tveimur þjóðum sem eru fyrir neðan okkur á styrkleikalistanum. Það væri ekki sami undirbúningur,“ sagði Heimir en seinni leikurinn er á móti Lúxemborg. „Að mæta ólíkum mótherjum er líka heilbrigt og krefjandi fyrir okkar leikmenn enda öðruvísi ógnir inn á vellinum og við getum þróað okkar leik gegn þeim,“ sagði Heimir. „Ef við komust síðan á HM þá þurfum við að mæta þjóðum frá Afríku, Asíu þannig að þetta er góður undirbúningur,“ sagði Heimir. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Tengdar fréttir Vildi láta reka Heimi í fyrra en eys nú yfir hann lofi Eamon Dunphy, fyrrverandi landsliðsmaður Írlands, hefur dregið heldur úr ummælum sem hann lét falla um Heimi Hallgrímsson, þjálfara írska landsliðsins, á síðasta ári. 8. júní 2025 09:00 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Sjá meira
Brian Kerr er fyrrum landsliðsþjálfari Íra en hann gagnrýndi það að írska liðið sé að spila vináttulandsleik við afrískt landslið til að undirbúa sig fyrir leiki í undankeppni EM. Írar gerðu 1-1 jafntefli við Senegal í vináttulandsleik á föstudaginn en mæta svo Lúxemborg á þriðjudaginn. „Ég skil ekki af hverju liðið er að spila við Senegal vitandi að við erum að fara spila við Danmörku eða Portúgal,“ sagði Brian Kerr. „Næstu leikir okkar eru Ungverjaland, Danmörk, Portúgal og Armenía. Ég botna ekkert í þessu,“ sagði Kerr. Blaðamaður Irish Times rifjaði það líka upp að írska landsliðið hefði spilað við Ástralíu, Kanada, Brasilíu, Nígeríu, Jamaíka og Kína í vináttuleikjum í kringum leiki í undankeppni HM þegar Kerr var sjálfur landsliðsþjálfari. Ummæli Kerr voru borin undir Heimi. „Ég skal svara þessu enda lítið mál að gera það,“ sagði Heimir. „Í fyrsta lagi þá var það mjög erfitt að finna mótherja í þessum glugga af því að margar þjóðir eru að spila í undankeppni HM og aðrar voru búnir að skipuleggja vináttulandsleiki. Það var því ekki margt í boði,“ sagði Heimir. „Senegal var að spila við England og er heimsklassalið. Við viljum mæta sterku liði og þeir voru líklegast öflugasta landsliðið í boði fyrir okkur í þessum glugga,“ sagði Heimir. „Það hefði ekki verið gott fyrir okkur að mæta tveimur þjóðum sem eru fyrir neðan okkur á styrkleikalistanum. Það væri ekki sami undirbúningur,“ sagði Heimir en seinni leikurinn er á móti Lúxemborg. „Að mæta ólíkum mótherjum er líka heilbrigt og krefjandi fyrir okkar leikmenn enda öðruvísi ógnir inn á vellinum og við getum þróað okkar leik gegn þeim,“ sagði Heimir. „Ef við komust síðan á HM þá þurfum við að mæta þjóðum frá Afríku, Asíu þannig að þetta er góður undirbúningur,“ sagði Heimir.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Tengdar fréttir Vildi láta reka Heimi í fyrra en eys nú yfir hann lofi Eamon Dunphy, fyrrverandi landsliðsmaður Írlands, hefur dregið heldur úr ummælum sem hann lét falla um Heimi Hallgrímsson, þjálfara írska landsliðsins, á síðasta ári. 8. júní 2025 09:00 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Sjá meira
Vildi láta reka Heimi í fyrra en eys nú yfir hann lofi Eamon Dunphy, fyrrverandi landsliðsmaður Írlands, hefur dregið heldur úr ummælum sem hann lét falla um Heimi Hallgrímsson, þjálfara írska landsliðsins, á síðasta ári. 8. júní 2025 09:00