Vildi láta reka Heimi í fyrra en eys nú yfir hann lofi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. júní 2025 09:00 Heimir Hallgrímsson hefur fengið sinn skammt af gagnrýni frá írskum knattspyrnuspekingum en er nú farinn að vinna þá á sitt band. Getty/Stephen McCarthy Eamon Dunphy, fyrrverandi landsliðsmaður Írlands, hefur dregið heldur úr ummælum sem hann lét falla um Heimi Hallgrímsson, þjálfara írska landsliðsins, á síðasta ári. Dunphy, sem nú er þekktur fjölmiðlamaður á Írlandi, fór ekki í felur með það að hann væri ekki hrifinn af ráðningu Heimis síðasta sumar. Í pistli sem birtist í september á síðasta ári spyr Dunphy hvort írska knattspyrnusambandið hafi virkilega beðið í sjö mánuði eftir náunga eins og Heimi og segist vera forviða, sár og svekktur og að honum hafi boðið við ráðningunni. Í umræddum pistli segist hann, á sinni 79 ára löngu ævi, aldrei hafa séð hlutina jafn slæma og þá. Þá bætti hann einnig við: „Treystið mér þegar ég segi þetta, kálið endist lengur en tannlæknirinn,“ og vitnaði þar með í spurningu úr The Star, þar sem spurt var hvort myndi endast lengur, kál eða Liz Truss sem forsætisráðherra Bretlands. „Það besta sem ég hef séð í mjög langan tíma“ Nú er hljóðið hins vegar annað í Dunphy. Í stuttum pistli sem birtist á Irish Mirror á föstudaginn eys þessi fyrrum landsliðsmaður Írlands lofi yfir Heimi. „Írar voru frábærir í kvöld,“ ritaði Dunphy eftir jafntefli Íra gegn Senegal í vináttuleik á föstudaginn. „Nú þegar ég horfi á undankeppnisleikina fyrir HM skelf ég ekki af ótta. Ungverjar voru einu sinni frábær knattspyrnuþjóð, en það var árið 1954. Þeir eru ömurlegir núna, en við erum að verða betri,“ bætti Dunphy við, en Írar mæta Ungverjum í undankeppni HM í september. „Þetta var frábær frammistaða hjá Írum - sú besta sem ég hef séð í mjög langan tíma.“ „Ástríðufullir, orkumiklir og öflugir. Þetta var frammistaða sem lét mig horfa á Heimi Hallgrímssom í nýju ljósi, mann sem ég hef áður verið óhræddur við að gagnrýna.“ Írar eru taplausir í síðustu þremur leikjum undir stjórn Heimis.David Fitzgerald/Sportsfile via Getty Images „Þegar hann mætti til starfa á síðasta ári talaði hann um að gera Írland að liði sem er erfitt að vinna. Í þessum leik mátti sjá sönnun þess að hugmyndir þjálfarans voru farnar að skila sér inn á völlinn.“ „Við skulum hrósa mönnum þegar þeir eiga það skilið. Það var erfitt að spila á móti Írlandi í kvöld. Það var líka auðvelt að horfa á liðið og auðvelt að líka við þá. Liðið sýndi frammistöðu sem minnti okkur á allt það sem við erum stolt af sem knattspyrnuþjóð,“ sagði Dunphy að lokum. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Dunphy, sem nú er þekktur fjölmiðlamaður á Írlandi, fór ekki í felur með það að hann væri ekki hrifinn af ráðningu Heimis síðasta sumar. Í pistli sem birtist í september á síðasta ári spyr Dunphy hvort írska knattspyrnusambandið hafi virkilega beðið í sjö mánuði eftir náunga eins og Heimi og segist vera forviða, sár og svekktur og að honum hafi boðið við ráðningunni. Í umræddum pistli segist hann, á sinni 79 ára löngu ævi, aldrei hafa séð hlutina jafn slæma og þá. Þá bætti hann einnig við: „Treystið mér þegar ég segi þetta, kálið endist lengur en tannlæknirinn,“ og vitnaði þar með í spurningu úr The Star, þar sem spurt var hvort myndi endast lengur, kál eða Liz Truss sem forsætisráðherra Bretlands. „Það besta sem ég hef séð í mjög langan tíma“ Nú er hljóðið hins vegar annað í Dunphy. Í stuttum pistli sem birtist á Irish Mirror á föstudaginn eys þessi fyrrum landsliðsmaður Írlands lofi yfir Heimi. „Írar voru frábærir í kvöld,“ ritaði Dunphy eftir jafntefli Íra gegn Senegal í vináttuleik á föstudaginn. „Nú þegar ég horfi á undankeppnisleikina fyrir HM skelf ég ekki af ótta. Ungverjar voru einu sinni frábær knattspyrnuþjóð, en það var árið 1954. Þeir eru ömurlegir núna, en við erum að verða betri,“ bætti Dunphy við, en Írar mæta Ungverjum í undankeppni HM í september. „Þetta var frábær frammistaða hjá Írum - sú besta sem ég hef séð í mjög langan tíma.“ „Ástríðufullir, orkumiklir og öflugir. Þetta var frammistaða sem lét mig horfa á Heimi Hallgrímssom í nýju ljósi, mann sem ég hef áður verið óhræddur við að gagnrýna.“ Írar eru taplausir í síðustu þremur leikjum undir stjórn Heimis.David Fitzgerald/Sportsfile via Getty Images „Þegar hann mætti til starfa á síðasta ári talaði hann um að gera Írland að liði sem er erfitt að vinna. Í þessum leik mátti sjá sönnun þess að hugmyndir þjálfarans voru farnar að skila sér inn á völlinn.“ „Við skulum hrósa mönnum þegar þeir eiga það skilið. Það var erfitt að spila á móti Írlandi í kvöld. Það var líka auðvelt að horfa á liðið og auðvelt að líka við þá. Liðið sýndi frammistöðu sem minnti okkur á allt það sem við erum stolt af sem knattspyrnuþjóð,“ sagði Dunphy að lokum.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira