Beðasléttur í borginni: Óttast óafturkræfan skaða á Laugarnesi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. júní 2025 19:21 Þuríður Sigurðardóttir er fædd og uppalin á Laugarnesbænum og segir framkvæmdirnar hafa valdið miklum skaða. Vísir/Lýður Valberg Laugarnesvinir óttast að óafturkræfar skemmdir hafi verið unnar á fornminjum á Laugarnesi í framkvæmdum Veitna. Til stendur að leggja þar lagnastokk en að sögn Veitna er grafið á grunnu dýpi og minjar því ekki í hættu. Laugarnesvinir, óformleg samtök fólks sem vill vernda Laugarnestangann í Reykjavík, segjast harma framkvæmdir á vegum Veitna á nesinu sem þeir segja að hafi valdið óbætanlegu tjóni á beðasléttum sem að mestu séu inni á friðlýstu svæði við gamla bæjarhólinn og kirkjugarðinn. Beðasléttur er heiti á túni sem gert var með sléttunaraðferð Guðmundar Ólafssonar búfræðings og alþingismanns á nítjándu öld. Í svörum frá Veitum til fréttastofu segir að samráð hafi verið haft við Minjastofnun vegna málsins og fornleifafræðingur til ráðgjafar, þannig að einungis verði grafið á um sextíu sentímetra dýpt til þess að fornminjar raskist ekki. Þuríður Sigurðardóttir sem er fædd og uppalin á Laugarnesbænum segir hinsvegar að beðaslétturnar séu ómetanlegar. „Að það sé ekki verið að raska fornminjum af því að þetta sé svo grunnur skurður, að þá liggja beðaslétturnar ofan jarðar, þannig það er búið að stinga gröfunni lóðrétt ofan í beðaslétturnar. Og það stóð til að grafa skurðinn lengra hér yfir bæjarhólinn og að kirkjugarðinum sem hvort tveggja er friðlýst. Þuríður segir að sér þætti eðlilegt að Veitur myndu alfarið stöðva framkvæmdirnar en Laugarnesvinir munu hitta umhverfisráðherra á miðvikudag og afhenda honum á fjórða þúsund undirskrifta þar sem skorað er á stjórnvöld að friðlýsa allt Laugarnesið. „Þetta er ekkert nýtt, það er búið að stöðva framkvæmdir, það átti að leggja hér veg yfir túnið svona trukkaveg. Hér er saga á hverju strái. Það er svo ofboðslega mikilvægt að börnin okkar, barnabörnin, afkomendur fái að kynnast þessu dásamlega svæði og því að fá að leika sér og niðrí fjöru, þetta er eina óspjallaða fjaran á allri norðurströnd Reykjavíkur þannig það er eftir miklu að slægjast að fá verndun á svæðinu.“ Reykjavík Fornminjar Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Laugarnesvinir, óformleg samtök fólks sem vill vernda Laugarnestangann í Reykjavík, segjast harma framkvæmdir á vegum Veitna á nesinu sem þeir segja að hafi valdið óbætanlegu tjóni á beðasléttum sem að mestu séu inni á friðlýstu svæði við gamla bæjarhólinn og kirkjugarðinn. Beðasléttur er heiti á túni sem gert var með sléttunaraðferð Guðmundar Ólafssonar búfræðings og alþingismanns á nítjándu öld. Í svörum frá Veitum til fréttastofu segir að samráð hafi verið haft við Minjastofnun vegna málsins og fornleifafræðingur til ráðgjafar, þannig að einungis verði grafið á um sextíu sentímetra dýpt til þess að fornminjar raskist ekki. Þuríður Sigurðardóttir sem er fædd og uppalin á Laugarnesbænum segir hinsvegar að beðaslétturnar séu ómetanlegar. „Að það sé ekki verið að raska fornminjum af því að þetta sé svo grunnur skurður, að þá liggja beðaslétturnar ofan jarðar, þannig það er búið að stinga gröfunni lóðrétt ofan í beðaslétturnar. Og það stóð til að grafa skurðinn lengra hér yfir bæjarhólinn og að kirkjugarðinum sem hvort tveggja er friðlýst. Þuríður segir að sér þætti eðlilegt að Veitur myndu alfarið stöðva framkvæmdirnar en Laugarnesvinir munu hitta umhverfisráðherra á miðvikudag og afhenda honum á fjórða þúsund undirskrifta þar sem skorað er á stjórnvöld að friðlýsa allt Laugarnesið. „Þetta er ekkert nýtt, það er búið að stöðva framkvæmdir, það átti að leggja hér veg yfir túnið svona trukkaveg. Hér er saga á hverju strái. Það er svo ofboðslega mikilvægt að börnin okkar, barnabörnin, afkomendur fái að kynnast þessu dásamlega svæði og því að fá að leika sér og niðrí fjöru, þetta er eina óspjallaða fjaran á allri norðurströnd Reykjavíkur þannig það er eftir miklu að slægjast að fá verndun á svæðinu.“
Reykjavík Fornminjar Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira