Við hefjum leik strax klukkan 10:30 þegar bein útsending frá KLM Open á DP World Tour hefst á Stöð 2 Sport 4. Klukkan 18:00 tekur svo ShopRite LPGA Classic við keflinu á sömu rás.
Þá verða stórleikir í Þjóðadeild UEFA á dagskrá á Vodafone Sport í dag. Klukkan 12:50 hefst bein útsending frá viðureign Þýskalands og Frakklands og klukkan 18:50 mætast nágrannaþjóðirnar Portúgal og Spánn.
Að lokum heldur úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta áfram á Stöð 2 Sport 2 í kvöld þar sem Oklahoma City Thunder og Indiana Pacers eigast við. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 23:30, en útsending frá leiknum sjálfum hefst á slaginu miðnætti. Indiana-menn leiða einvígið 1-0.