Þjóðhátíð um raunveruleikaþátt Brynjars: „Það er ekkert í boði“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. júní 2025 13:14 Ljóst er að sigurvegari Leitinnar að Club troði ekki upp í Herjólfsdal. Vísir/Viktor Raftónlistartvíeykið ClubDub kemur ekki fram á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum eins og til stóð. Eftir brotthvarf annars meðlimsins hafði hinn uppi háleitar hugmyndir um að finna arftaka hans í raunveruleikaþætti sem fengi að koma með undir nafni sveitarinnar á þjóðhátíð en nú er ljóst að ekkert verði af því. Formaður þjóðhátíðarnefndar segir forsendur samningsins við sveitina brostnar. Brynjar Barkarson, annar helmingur ClubDub, ræddi við fréttastofu á fimmtudaginn um áætlanir sínar um að fara af stað með raunveruleikaþátt þar sem sigurvegarinn yrði arftaki Arons Kristins Jónassonar í sveitinni. Líkt og fjallað hefur verið um undanfarið sagði Aron Kristinn skilið við sveitina eftir að Brynjar hóf að láta til sín taka á nýju sviði. Múslimar blóðsugur sem beri ábyrgð á vistarbandinu Nefnilega á sviði umræðu um hælisleitendamál en hann hefur farið mikinn á ýmsum vettvangi og látið hafa eftir sér að múslimar séu blóðsugur sem bæru meðal annars ábyrgð á vistarbandinu og daðraði við hinar ýmsu samsæriskenningar. Brynjar greindi frá því í samtali við fréttastofu að hann ætlaði ekki að leyfa brotthvarfi Arons Kristins að marka endalok sveitarinnar. Hann segist ætla að framleiða raunveruleikaþátt þar sem umsækjendur keppa um að fylla í skarðið í sveitinni. Takist einum heppnum að heilla hann upp úr skónum fær hann að taka lagið á stærsta sviði landsins. Þegar blaðamaður lagði fyrir hann hvort hann hefði borið þetta allt saman undir Aron Kristinn svaraði Brynjar á þann veg að Aron væri „bara að vinna í sínu.“ Fréttastofa hefur reynt að ná í Aron Kristinn en án árangurs. Ekki í boði að skipta Aroni út Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður þjóðhátíðarnefndar ÍBV, segir forsendur þess að ClubDub komi fram í Herjólfsdal algjörlega brostnar. „Annar aðilinn hætti í hljómsveitinni í byrjun vikunnar. Við settum okkur í samband við þá báða. Forsendurnar fyrir samningnum eru brostnar,“ segir hann. Blaðamaður bar undir hann fyrirætlanir Brynjars um að fylla í skarð Arons Kristins í raunveruleikaþáttum. „Nei, það er ekkert í boði. Forsendurnar eru alveg brostnar þegar Aron segir sig úr þessu. Við ætlum bara að finna einhvern annan í staðinn.“ Þjóðhátíð í Eyjum Tónlist Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Fleiri fréttir Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Sjá meira
Brynjar Barkarson, annar helmingur ClubDub, ræddi við fréttastofu á fimmtudaginn um áætlanir sínar um að fara af stað með raunveruleikaþátt þar sem sigurvegarinn yrði arftaki Arons Kristins Jónassonar í sveitinni. Líkt og fjallað hefur verið um undanfarið sagði Aron Kristinn skilið við sveitina eftir að Brynjar hóf að láta til sín taka á nýju sviði. Múslimar blóðsugur sem beri ábyrgð á vistarbandinu Nefnilega á sviði umræðu um hælisleitendamál en hann hefur farið mikinn á ýmsum vettvangi og látið hafa eftir sér að múslimar séu blóðsugur sem bæru meðal annars ábyrgð á vistarbandinu og daðraði við hinar ýmsu samsæriskenningar. Brynjar greindi frá því í samtali við fréttastofu að hann ætlaði ekki að leyfa brotthvarfi Arons Kristins að marka endalok sveitarinnar. Hann segist ætla að framleiða raunveruleikaþátt þar sem umsækjendur keppa um að fylla í skarðið í sveitinni. Takist einum heppnum að heilla hann upp úr skónum fær hann að taka lagið á stærsta sviði landsins. Þegar blaðamaður lagði fyrir hann hvort hann hefði borið þetta allt saman undir Aron Kristinn svaraði Brynjar á þann veg að Aron væri „bara að vinna í sínu.“ Fréttastofa hefur reynt að ná í Aron Kristinn en án árangurs. Ekki í boði að skipta Aroni út Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður þjóðhátíðarnefndar ÍBV, segir forsendur þess að ClubDub komi fram í Herjólfsdal algjörlega brostnar. „Annar aðilinn hætti í hljómsveitinni í byrjun vikunnar. Við settum okkur í samband við þá báða. Forsendurnar fyrir samningnum eru brostnar,“ segir hann. Blaðamaður bar undir hann fyrirætlanir Brynjars um að fylla í skarð Arons Kristins í raunveruleikaþáttum. „Nei, það er ekkert í boði. Forsendurnar eru alveg brostnar þegar Aron segir sig úr þessu. Við ætlum bara að finna einhvern annan í staðinn.“
Þjóðhátíð í Eyjum Tónlist Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Fleiri fréttir Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Sjá meira