Glittir í endurkomu sumarsins Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. júní 2025 11:05 Bráðum verður hægt að sleikja sólina í hádegismatnum á ný. Vísir/Vilhelm Það glittir í endann á því hreti sem hrellt hefur landann undanfarna daga. Eftir hlýjasta maí í manna minnum kyngdi niður snjó og trampólín tókust á loft um leið og júní bar að garði. Nú sér loks í ljósið að sögn veðurfræðings. Einar Sveinbjörnsson segir að svalt verði um hvítasunnuhelgina en að þó muni víða sjást til sólar, einkum sunnan- og vestanlands. Á miðvikudaginn næsta séu hins vegar breytingar í kortunum. Í stað norðvestanáttar í háloftunum verður hann sunnanstæður og bleyti loks í sunnan- og suðvestantil. Það kyngdi niður snjó víða um land í vikunni.Veðurstofa Íslands Einar bendir á tvö kort sem sýna annars vegar veðuraðstæður í gær og hins vegar eftir viku, föstudaginn þrettánda. Það fyrra sýnir kalda tungu úr norðri með -4 gráðum í 850 hPa. Þykktin gælir við hita um frostmark jafnvel á láglendi. Eftir viku verði allt annað uppi á teningnum. Það hlýnar í veðri á miðvikudaginn.Veðurstofa Íslands „Þykktin gefur til kynna 15-20 stiga hita ef sólin nær að skína,“ segir hann. „En það sem mestu skiptir er snúningurinn og veðurbreytingin sem í vændum er fljótlega eftir hvítasunnuhelgina. Hlýnandi veður og nýja snjóinn til fjalla tekur vonandi fljótt upp,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Veður Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Sjá meira
Einar Sveinbjörnsson segir að svalt verði um hvítasunnuhelgina en að þó muni víða sjást til sólar, einkum sunnan- og vestanlands. Á miðvikudaginn næsta séu hins vegar breytingar í kortunum. Í stað norðvestanáttar í háloftunum verður hann sunnanstæður og bleyti loks í sunnan- og suðvestantil. Það kyngdi niður snjó víða um land í vikunni.Veðurstofa Íslands Einar bendir á tvö kort sem sýna annars vegar veðuraðstæður í gær og hins vegar eftir viku, föstudaginn þrettánda. Það fyrra sýnir kalda tungu úr norðri með -4 gráðum í 850 hPa. Þykktin gælir við hita um frostmark jafnvel á láglendi. Eftir viku verði allt annað uppi á teningnum. Það hlýnar í veðri á miðvikudaginn.Veðurstofa Íslands „Þykktin gefur til kynna 15-20 stiga hita ef sólin nær að skína,“ segir hann. „En það sem mestu skiptir er snúningurinn og veðurbreytingin sem í vændum er fljótlega eftir hvítasunnuhelgina. Hlýnandi veður og nýja snjóinn til fjalla tekur vonandi fljótt upp,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.
Veður Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Sjá meira