Norðmenn skoruðu öll mörkin sín í fyrri hálfleiknum.
Alexander Sörloth skoraði fyrsta markið á 14. mínútu eftir stoðsendingu Antonio Nusa og Nusa skoraði síðan annað markið á 34. mínútu.
Erling Braut Haaland kom norska liðinu síðan í 3-0 á 42. mínútu eftir stoðsendingu frá fyrirliðanum Martin Ödegaard.
Ísrael vann 3-1 útisigur á Eistlandi í sama riðli þar sem Dan Biton skoraði tvö mörk og Mohammad Abu Fani eitt. Eistar komust í 1-0 með marki Mattias Käit.
Wales vann 3-0 sigur á Liechtenstein en mörkin skoruðu þeir Joe Rodon, Harry Wilson og Kieffer Moore. Norður Makedóníumenn náðu 1-1 jafntefli við Belgíu í sama riðli. Maxim De Cuyper kom Belgum yfir í fyrri en Ezgjan Alioski jafnaði metin á 87. mínútu
Króatar unnu 7-0 stórsigur á Gíbraltar. Franjo Ivanovic og Andrej Kramaric skoruðu tvö mörk hvor en hin mörkin skoruðu þeir Marco Pasalic, Ante Budimir og Ivan Perisic.
Tékkar unnu 2-0 sigur á Svartfellingum en mörkin skoruðu þeir Adam Hlozek og Patrik Schick.