Arnar sá Souness slást við leikmenn sína: „Voru allir skíthræddir við hann“ Sindri Sverrisson skrifar 6. júní 2025 12:03 Graeme Souness var eitilharður á velli og spilandi þjálfari Rangers þegar 17 ára Arnar Grétarsson kom til skoska stórveldisins. Samsett/Getty/Timarit.is(DV) Arnar Grétarsson var aðeins 17 ára gamall þegar skoska stórveldið Rangers, með „hrottann“ Graeme Souness sem spilandi þjálfara, keypti hann til sín árið 1989. Óhætt er að segja að Arnar hafi fengið að kynnast, tja, einstökum manni í Souness. „Mér fannst hann ekki mikið vera að kenna,“ segir Arnar um Souness, í hlaðvarpsþættinum Návígi. Souness, sem gerði Rangers þrívegis að skoskum meistara áður en hann tók við Liverpool árið 1991, hafi hins vegar unnið mikið með ógnarstjórnun. „Hann lenti 1-2 sinnum í slagsmálum við eigin leikmenn,“ segir Arnar. Hægt er að hlusta á þátt tvö af Návígi hér að neðan en umræðan um Arnar, Rangers og Souness hefst eftir 1:08:25 klukkustund. Það vakti mikla athygli á sínum tíma að Rangers skyldu sækja svo ungan leikmann til Íslands, á tíma þar sem hvert knattspyrnufélag mátti bara vera með tvo erlenda atvinnumenn. Arnar, sem síðar lék sem atvinnumaður með AEK Aþenu í Grikklandi og Lokeren í Belgíu, og alls 71 A-landsleik, gleymir aldrei þessum fyrstu misserum sínum í atvinnumennsku, í Glasgow. Til að mynda vegna Souness. Souness er ekki síst þekktur hér á landi fyrir viðbjóðslega tæklingu sína í 19 ára Sigurð Jónsson á Laugardalsvelli vorið 1985. Sú tækling er ekki til á myndbandi en klippurnar hér að neðan gefa ágæta vísbendingu um hvílíkur hrotti Souness var á velli (og hér má sjá fleiri). Í Návígi segir Arnar frá því að Ian Durrant, liðsfélagi þeirra Souness hjá Rangers, hafi í spjalli sakað Souness um að fótbrjóta Sigurð viljandi. Souness hafi svarið það af sér en skýringar hans hljómað lítt trúverðugar. „Ég held að hann hafi fótbrotið einhverja þrjá leikmenn á ferlinum,“ segir Arnar. „Ef þú myndir bara horfa á skrokkinn. Hann var með tvo símastaura undir sér. T-bak og 12-pack á maganum. Honum fannst ekki leiðinlegt að koma ber að ofan og sýna hvers lags svaka skrokkur hann var,“ segir Arnar. Enginn átti séns í Souness Souness hafi þannig átt það til að skora á leikmenn Rangers í einvígi á róðrartæki á æfingasvæðinu, til að sjá hvort einhver ætti roð í hann: „Hann elskaði það að koma ber að ofan, bara í stuttbuxum, fara á róðratækið og mana menn upp. Hvað þeir myndu ná á tveimur mínútum. Það átti enginn séns. Skrokkurinn á honum var rosalegur. Það voru allir skíthræddir við hann. Það þorði eiginlega enginn að spjalla við hann. En það var svolítið fyndið, hann kom rosalega oft til mín. Að ræða við mig. Það var alltaf sagt: „You are his favourite boy“ og eitthvað bla, bla, bla,“ segir Arnar en hægt er að hlusta á þáttinn í heild hér að neðan. Návígi Fótbolti Tengdar fréttir Reiddist Guðjóni og hætti í landsliðinu: „Þér er ekki fyrirgefið fyrir svona“ „Ég tók heimskulega ákvörðun og þurfti bara að díla við afleiðingarnar,“ segir Bjarki Gunnlaugsson um það þegar hann reiddist Guðjóni Þórðarsyni, þáverandi landsliðsþjálfara, og hætti í landsliðinu í fótbolta. 5. júní 2025 14:17 Mest lesið Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Sport Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Handbolti Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Donni dregur sig úr landsliðshópnum Handbolti Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Grét og gat ekki kastað pílum fyrir aðeins fjórum árum Sport Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Fótbolti Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn „Miklu fagmannlegra heldur en hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Aston Villa - Nott. Forest | Hefja heimamenn nýja sigurgöngu? „Miklu fagmannlegra heldur en hérna“ Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Sjá meira
„Mér fannst hann ekki mikið vera að kenna,“ segir Arnar um Souness, í hlaðvarpsþættinum Návígi. Souness, sem gerði Rangers þrívegis að skoskum meistara áður en hann tók við Liverpool árið 1991, hafi hins vegar unnið mikið með ógnarstjórnun. „Hann lenti 1-2 sinnum í slagsmálum við eigin leikmenn,“ segir Arnar. Hægt er að hlusta á þátt tvö af Návígi hér að neðan en umræðan um Arnar, Rangers og Souness hefst eftir 1:08:25 klukkustund. Það vakti mikla athygli á sínum tíma að Rangers skyldu sækja svo ungan leikmann til Íslands, á tíma þar sem hvert knattspyrnufélag mátti bara vera með tvo erlenda atvinnumenn. Arnar, sem síðar lék sem atvinnumaður með AEK Aþenu í Grikklandi og Lokeren í Belgíu, og alls 71 A-landsleik, gleymir aldrei þessum fyrstu misserum sínum í atvinnumennsku, í Glasgow. Til að mynda vegna Souness. Souness er ekki síst þekktur hér á landi fyrir viðbjóðslega tæklingu sína í 19 ára Sigurð Jónsson á Laugardalsvelli vorið 1985. Sú tækling er ekki til á myndbandi en klippurnar hér að neðan gefa ágæta vísbendingu um hvílíkur hrotti Souness var á velli (og hér má sjá fleiri). Í Návígi segir Arnar frá því að Ian Durrant, liðsfélagi þeirra Souness hjá Rangers, hafi í spjalli sakað Souness um að fótbrjóta Sigurð viljandi. Souness hafi svarið það af sér en skýringar hans hljómað lítt trúverðugar. „Ég held að hann hafi fótbrotið einhverja þrjá leikmenn á ferlinum,“ segir Arnar. „Ef þú myndir bara horfa á skrokkinn. Hann var með tvo símastaura undir sér. T-bak og 12-pack á maganum. Honum fannst ekki leiðinlegt að koma ber að ofan og sýna hvers lags svaka skrokkur hann var,“ segir Arnar. Enginn átti séns í Souness Souness hafi þannig átt það til að skora á leikmenn Rangers í einvígi á róðrartæki á æfingasvæðinu, til að sjá hvort einhver ætti roð í hann: „Hann elskaði það að koma ber að ofan, bara í stuttbuxum, fara á róðratækið og mana menn upp. Hvað þeir myndu ná á tveimur mínútum. Það átti enginn séns. Skrokkurinn á honum var rosalegur. Það voru allir skíthræddir við hann. Það þorði eiginlega enginn að spjalla við hann. En það var svolítið fyndið, hann kom rosalega oft til mín. Að ræða við mig. Það var alltaf sagt: „You are his favourite boy“ og eitthvað bla, bla, bla,“ segir Arnar en hægt er að hlusta á þáttinn í heild hér að neðan.
Návígi Fótbolti Tengdar fréttir Reiddist Guðjóni og hætti í landsliðinu: „Þér er ekki fyrirgefið fyrir svona“ „Ég tók heimskulega ákvörðun og þurfti bara að díla við afleiðingarnar,“ segir Bjarki Gunnlaugsson um það þegar hann reiddist Guðjóni Þórðarsyni, þáverandi landsliðsþjálfara, og hætti í landsliðinu í fótbolta. 5. júní 2025 14:17 Mest lesið Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Sport Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Handbolti Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Donni dregur sig úr landsliðshópnum Handbolti Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Grét og gat ekki kastað pílum fyrir aðeins fjórum árum Sport Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Fótbolti Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn „Miklu fagmannlegra heldur en hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Aston Villa - Nott. Forest | Hefja heimamenn nýja sigurgöngu? „Miklu fagmannlegra heldur en hérna“ Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Sjá meira
Reiddist Guðjóni og hætti í landsliðinu: „Þér er ekki fyrirgefið fyrir svona“ „Ég tók heimskulega ákvörðun og þurfti bara að díla við afleiðingarnar,“ segir Bjarki Gunnlaugsson um það þegar hann reiddist Guðjóni Þórðarsyni, þáverandi landsliðsþjálfara, og hætti í landsliðinu í fótbolta. 5. júní 2025 14:17