Í bann fyrir að hylja skilaboð gegn hommafælni Sindri Sverrisson skrifar 6. júní 2025 09:46 Nemanja Matic hefur spilað í Frakklandi frá 2023 en var áður hjá Roma, Manchester United og Chelsea. Getty Serbinn Nemanja Matic, fyrrverandi leikmaður Manchester United og Chelsea, og Egyptinn Ahmed Hassan hafa verið dæmdir í leikbann í Frakklandi, fyrir að hylja skilaboð gegn hommafælni. Síðustu fimm ár hefur franska 1. deildin í fótbolta lagt baráttunni gegn hommafælni lið með því að leikmenn spili eina umferð með regnbogamerki á búningum sínum. Þetta hefur mætt andstöðu hjá einstaka leikmönnum í deildinni og huldi Matic merkið í leik með Lyon gegn Angers í lokaumferðinni 17. maí, líkt og Hassan gerði í leik með Le Havre gegn Strasbourg. Þeir hafa nú hvor um sig hlotið tveggja leikja bann, auk tveggja leikja skilorðsbundins banns. Samningur Matic rennur út í lok þessa mánaðar og því óvíst að hann spili áfram í Frakklandi. Egypski framherjinn Mostafa Mohamed kaus að spila ekki með liði sínu Nantes í lokaumferðinni, vegna herferðarinnar gegn hommafælni. „Ég trúi á gagnkvæma virðingu. Virðinguna sem við þurfum að sýna öðrum en einnig virðinguna sem við verðum að sýna okkur sjálfum og okkar trú. Hvað mig varðar þá gera ákveðin gildi, sem eiga sér djúpar rætur í mínum bakgrunni og trúarbrögðum, mér erfitt fyrir að taka þátt í þessu framtaki,“ sagði Mohamed á Instagram-síðu sinni fyrir leik. Á síðustu leiktíð var Mohamed Camara, þá miðjumaður Monaco, dæmdur í fjögurra leikja bann fyrir að líma yfir regnbogamerki á treyju sinni. Nokkrir leikmenn Toulouse slepptu leik árið 2023 og sagði félagið það vera vegna óánægju þeirra með að þeir væru nýttir til að styðja við LGBT-fólk. Franski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Síðustu fimm ár hefur franska 1. deildin í fótbolta lagt baráttunni gegn hommafælni lið með því að leikmenn spili eina umferð með regnbogamerki á búningum sínum. Þetta hefur mætt andstöðu hjá einstaka leikmönnum í deildinni og huldi Matic merkið í leik með Lyon gegn Angers í lokaumferðinni 17. maí, líkt og Hassan gerði í leik með Le Havre gegn Strasbourg. Þeir hafa nú hvor um sig hlotið tveggja leikja bann, auk tveggja leikja skilorðsbundins banns. Samningur Matic rennur út í lok þessa mánaðar og því óvíst að hann spili áfram í Frakklandi. Egypski framherjinn Mostafa Mohamed kaus að spila ekki með liði sínu Nantes í lokaumferðinni, vegna herferðarinnar gegn hommafælni. „Ég trúi á gagnkvæma virðingu. Virðinguna sem við þurfum að sýna öðrum en einnig virðinguna sem við verðum að sýna okkur sjálfum og okkar trú. Hvað mig varðar þá gera ákveðin gildi, sem eiga sér djúpar rætur í mínum bakgrunni og trúarbrögðum, mér erfitt fyrir að taka þátt í þessu framtaki,“ sagði Mohamed á Instagram-síðu sinni fyrir leik. Á síðustu leiktíð var Mohamed Camara, þá miðjumaður Monaco, dæmdur í fjögurra leikja bann fyrir að líma yfir regnbogamerki á treyju sinni. Nokkrir leikmenn Toulouse slepptu leik árið 2023 og sagði félagið það vera vegna óánægju þeirra með að þeir væru nýttir til að styðja við LGBT-fólk.
Franski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira