Allt snýst um McTominay í Skotlandi: „Reif Serie A í sig“ Valur Páll Eiríksson skrifar 5. júní 2025 15:02 McTominay á æfingu dagsins. Skosku miðlarnir eru með æði fyrir kappanum. Craig Williamson/SNS Group via Getty Images Framganga Skotans Scott McTominay er nánast það eina sem kemst að í Skotlandi þessa dagana í aðdraganda landsleiks Íslands við heimamenn á Hampden Park annað kvöld. Andrew Robertson hrósar honum í hástert. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Glasgow Andrew Robertson er fyrirliði skoska liðsins en hann og Steve Clarke, landsliðsþjálfari, sátu fyrir svörum á sitthvorum blaðamannafundinum á Hampden Park í dag. Skoska liðið hafði fyrr um daginn æft á heimavelli hins sögufræga liðs Queen's Park, en sá völlur er við hlið þjóðarleikvangsins. Robertson var varla spurður út í annað en McTominay á fundinum og Clarke sömuleiðis spurður spjörunum úr. Það sama má segja um Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfara Íslands. Arnar var spurður af skoskum blaðamönnum um McTominay og sagði hann vera skell fyrir sig sem stuðningsmann Manchester United að horfa á eftir Skotanum til Ítalíu. McTominay með ítalska deildarbikarinn. Hann var valinn bestur í deildinni á fyrsta tímabili hans með liðinu.Elianton/Mondadori Portfolio via Getty Images McTominay flutti sig um set frá uppeldisfélaginu United til Napoli síðasta sumar. Hann hafði verið hálfgerð varaskeifa í Manchester-borg en óhætt er að segja að hann hafi fundið fjölina á Suður-Ítalíu. McTominay skoraði tólf mörk fyrir Napoli sem varð Ítalíumeistari á dögunum, var valinn bestu leikmaður tímabilsins og er gífurlega vinsæll í borginni fyrir vikið. Klippa: Andy Robertson um leikinn við Ísland Myndir af honum með vindil í kjaftinum í fagnaðarlátum í Napoli hafa vakið lukku, sem og myndir með nýkjörnum páfa sem bauð Ítalíumeisturunum til Vatíkansins. Robertson: Hann reif Serie A í sig Líkt og skoska pressan spurði Stöð 2 Sport Robertson út í framgang McTominay í viðtali á Hampden Park í dag. Robertson hafði hitað vel upp eftir að allar spurningar skosku blaðamannana á fundinum skömmu fyrir og stóð ekki á svörum. „Hann var ótrúlegur. Hann augljóslega reif Serie A í sig. Frammistaða hans var á hæsta stigi og hann á hrós skilið fyrir. Að vinna deildina er augljóslega mikilvægast en að hann sé valinn besti leikmaður deildarinnar hlýtur að vera sérstakt fyrir hann, sérlega í svona stórri deild,“ segir Robertson í samtali við Stöð 2 Sport. Robertson var hress á æfingu dagsins.Andrew Milligan/PA Images via Getty Images „Allt kredit á hann. Hann hefur verið frábær, verið geggjaður fyrir Skotland, fyrir Napoli og megi þetta halda áfram,“ bætir hann við um McTominay. Búast má við McTominay í toppstandi þegar Ísland mætir skoska liðinu á Hampden Park á morgun. Leikur Skotlands og Íslands er klukkan 18:45 annað kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 18:20. Landslið karla í fótbolta Skotland Skoski boltinn Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Glasgow Andrew Robertson er fyrirliði skoska liðsins en hann og Steve Clarke, landsliðsþjálfari, sátu fyrir svörum á sitthvorum blaðamannafundinum á Hampden Park í dag. Skoska liðið hafði fyrr um daginn æft á heimavelli hins sögufræga liðs Queen's Park, en sá völlur er við hlið þjóðarleikvangsins. Robertson var varla spurður út í annað en McTominay á fundinum og Clarke sömuleiðis spurður spjörunum úr. Það sama má segja um Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfara Íslands. Arnar var spurður af skoskum blaðamönnum um McTominay og sagði hann vera skell fyrir sig sem stuðningsmann Manchester United að horfa á eftir Skotanum til Ítalíu. McTominay með ítalska deildarbikarinn. Hann var valinn bestur í deildinni á fyrsta tímabili hans með liðinu.Elianton/Mondadori Portfolio via Getty Images McTominay flutti sig um set frá uppeldisfélaginu United til Napoli síðasta sumar. Hann hafði verið hálfgerð varaskeifa í Manchester-borg en óhætt er að segja að hann hafi fundið fjölina á Suður-Ítalíu. McTominay skoraði tólf mörk fyrir Napoli sem varð Ítalíumeistari á dögunum, var valinn bestu leikmaður tímabilsins og er gífurlega vinsæll í borginni fyrir vikið. Klippa: Andy Robertson um leikinn við Ísland Myndir af honum með vindil í kjaftinum í fagnaðarlátum í Napoli hafa vakið lukku, sem og myndir með nýkjörnum páfa sem bauð Ítalíumeisturunum til Vatíkansins. Robertson: Hann reif Serie A í sig Líkt og skoska pressan spurði Stöð 2 Sport Robertson út í framgang McTominay í viðtali á Hampden Park í dag. Robertson hafði hitað vel upp eftir að allar spurningar skosku blaðamannana á fundinum skömmu fyrir og stóð ekki á svörum. „Hann var ótrúlegur. Hann augljóslega reif Serie A í sig. Frammistaða hans var á hæsta stigi og hann á hrós skilið fyrir. Að vinna deildina er augljóslega mikilvægast en að hann sé valinn besti leikmaður deildarinnar hlýtur að vera sérstakt fyrir hann, sérlega í svona stórri deild,“ segir Robertson í samtali við Stöð 2 Sport. Robertson var hress á æfingu dagsins.Andrew Milligan/PA Images via Getty Images „Allt kredit á hann. Hann hefur verið frábær, verið geggjaður fyrir Skotland, fyrir Napoli og megi þetta halda áfram,“ bætir hann við um McTominay. Búast má við McTominay í toppstandi þegar Ísland mætir skoska liðinu á Hampden Park á morgun. Leikur Skotlands og Íslands er klukkan 18:45 annað kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 18:20.
Landslið karla í fótbolta Skotland Skoski boltinn Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik Sjá meira