Ronaldo er staddur með portúgalska landsliðinu þar sem liðið spilaði í kvöld í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar.
Hann gaf sér þó tíma til að hitta fatlaðan aðdáanda sinn í aðdraganda leiksins. Fundur þeirra fór fyrir framan hótel portúgalska landsliðsins í München.
Þetta var stór stund fyrir aðdáandann sem var í hjólastól. Svo mikill var æsingurinn hjá honum að hann klessti óvart á Ronaldo.
Ronaldo fann vel fyrir þessu en Portúgalinn tók þessu slysi vel eins og sjá má í myndbandinu með því að fletta hér fyrir neðan.
Einhverjir hefðu auðvitað snöggreiðst enda gat Ronaldo auðveldlega meitt sig illa. Hann slapp þó við meiðsli og það fór síðan vel á með honum og aðdáandanum.