Tvöfalt fleiri Parkinson-sjúklingar eftir fimmtán ár Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júní 2025 15:31 Framlag Sjúkratrygginga Íslands til endurhæfingarstöðvar Parkinson-samtakanna nam 27 milljónum króna í fyrra en rekstrarkostnaður starfseminnar var 122 milljónir. Í nýrri skýrslu kemur fram að Íslendingar með Parkinson verði tvöfalt fleiri eftir fimmtán ár. Þá muni árlegur beinn kostnaður ríkisins vegna sjúkdómsins fara úr fimm milljörðum króna í tíu milljarða. Í skýrslunni „Heilbrigðisþjónusta sem borgar sig“, sem Parkinson-samtökin fengu Ágúst Ólaf Ágústsson hagfræðing og lögfræðing til að vinna, er mælt með auknum framlögum til endurhæfingar þeirra sem greinast með Parkinson hér á landi. „Sífellt stærra hlutfall fólks fær Parkinson, þar á meðal yngra fólk, en orsakir aukningarinnar eru ekki þekktar. Lengri lífaldur þjóðarinnar veldur því að fleiri geta búist við því að fá sjúkdóminn einhvern tímann á ævinni,“ segir í tilkynningu frá Parkinson-samtökunum. Í dag var skýrt frá því að Morten Harket, söngvari hljómsveitarinnar A-ha, hafi greinst með sjúkdóminn. Hann er 65 ára gamall. Framlag Sjúkratrygginga Íslands til endurhæfingarstöðvar Parkinson-samtakanna nam 27 milljónum króna í fyrra en rekstrarkostnaður starfseminnar var 122 milljónir. Þá hefur höfundur skýrslunnar reiknað út að beinn ábati ríkisins af starfi samtakanna sé um 400 milljónir króna á ári. Með auknum stuðningi megi spara stærri fjárhæðir og auka lífsgæði fjölda fólks. „Sannað er að endurhæfing heldur mjög aftur af einkennum Parkinson og dregur þannig úr þörf fólks fyrir dýra heilbrigðisþjónustu. Læknar, sem vitnað er til í skýrslunni, segja að heilbrigðiskerfið reiði sig mjög á Parkinsonsamtökin um þjónustu við þennan sístækkandi hóp. Ekki er boðið upp á endurhæfingu annars staðar, sambærilega þeirri sem veitt er í stöð samtakanna á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði,“ segir í tilkynningu samtakanna. Forsvarsmenn Parkinsonsamtakanna gagnrýna hversu lágt framlag ríkisins er í ljósi þessa mikla ábata. Þá segja þau að áhyggjuefni sé ef fyrirhuguð heildarstefnumótun um endurhæfingu hér á landi tekur ekki mið af hagkvæmni þjónustu sjúkdómasamtaka. Parkinsonsamtökin eru ein nokkurra íslenskra sjúkdómasamtökum sem halda úti víðtækri þjónustu við félagsmenn sína og aðstandendur þeirra. „Það segir sig sjálft að fræðslu-, ráðgjafar- og endurhæfingarþjónusta sem veitt er af sjúkdómasamtökum er afar hagkvæm fyrir ríkið og tekur álagið af heilbrigðiskerfinu þar sem kostnaður við að þjónusta þessa sjúklinga er mun meiri. Endurhæfingarstöð Parkinsonsamtakanna er viðurkennd heilbrigðisstofnun sem starfar samkvæmt leyfi frá Landlæknisembættinu. Nú þegar sífellt fleiri greinast þá skiptir endurhæfing sem hægir á þróun sjúkdómsins og dregur úr einkennum æ meira máli. Okkar fólk er dýrir sjúklingar, hvort sem litið er til heilbrigðis- eða öldrunarþjónustu. Parkinson er ólæknandi sjúkdómur en með réttri meðferð aukast líkurnar á að fólk geti búið heima og verið virkt þrátt fyrir greininguna,“ segir Erna Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Parkinson-samtakanna.“ Skýrsluna má sjá að neðan (PDF). Tengd skjöl Parkinsonsamtokin_-_Heilbrigdisthjonusta_sem_borgar_sigPDF630KBSækja skjal Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Sjá meira
Í skýrslunni „Heilbrigðisþjónusta sem borgar sig“, sem Parkinson-samtökin fengu Ágúst Ólaf Ágústsson hagfræðing og lögfræðing til að vinna, er mælt með auknum framlögum til endurhæfingar þeirra sem greinast með Parkinson hér á landi. „Sífellt stærra hlutfall fólks fær Parkinson, þar á meðal yngra fólk, en orsakir aukningarinnar eru ekki þekktar. Lengri lífaldur þjóðarinnar veldur því að fleiri geta búist við því að fá sjúkdóminn einhvern tímann á ævinni,“ segir í tilkynningu frá Parkinson-samtökunum. Í dag var skýrt frá því að Morten Harket, söngvari hljómsveitarinnar A-ha, hafi greinst með sjúkdóminn. Hann er 65 ára gamall. Framlag Sjúkratrygginga Íslands til endurhæfingarstöðvar Parkinson-samtakanna nam 27 milljónum króna í fyrra en rekstrarkostnaður starfseminnar var 122 milljónir. Þá hefur höfundur skýrslunnar reiknað út að beinn ábati ríkisins af starfi samtakanna sé um 400 milljónir króna á ári. Með auknum stuðningi megi spara stærri fjárhæðir og auka lífsgæði fjölda fólks. „Sannað er að endurhæfing heldur mjög aftur af einkennum Parkinson og dregur þannig úr þörf fólks fyrir dýra heilbrigðisþjónustu. Læknar, sem vitnað er til í skýrslunni, segja að heilbrigðiskerfið reiði sig mjög á Parkinsonsamtökin um þjónustu við þennan sístækkandi hóp. Ekki er boðið upp á endurhæfingu annars staðar, sambærilega þeirri sem veitt er í stöð samtakanna á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði,“ segir í tilkynningu samtakanna. Forsvarsmenn Parkinsonsamtakanna gagnrýna hversu lágt framlag ríkisins er í ljósi þessa mikla ábata. Þá segja þau að áhyggjuefni sé ef fyrirhuguð heildarstefnumótun um endurhæfingu hér á landi tekur ekki mið af hagkvæmni þjónustu sjúkdómasamtaka. Parkinsonsamtökin eru ein nokkurra íslenskra sjúkdómasamtökum sem halda úti víðtækri þjónustu við félagsmenn sína og aðstandendur þeirra. „Það segir sig sjálft að fræðslu-, ráðgjafar- og endurhæfingarþjónusta sem veitt er af sjúkdómasamtökum er afar hagkvæm fyrir ríkið og tekur álagið af heilbrigðiskerfinu þar sem kostnaður við að þjónusta þessa sjúklinga er mun meiri. Endurhæfingarstöð Parkinsonsamtakanna er viðurkennd heilbrigðisstofnun sem starfar samkvæmt leyfi frá Landlæknisembættinu. Nú þegar sífellt fleiri greinast þá skiptir endurhæfing sem hægir á þróun sjúkdómsins og dregur úr einkennum æ meira máli. Okkar fólk er dýrir sjúklingar, hvort sem litið er til heilbrigðis- eða öldrunarþjónustu. Parkinson er ólæknandi sjúkdómur en með réttri meðferð aukast líkurnar á að fólk geti búið heima og verið virkt þrátt fyrir greininguna,“ segir Erna Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Parkinson-samtakanna.“ Skýrsluna má sjá að neðan (PDF). Tengd skjöl Parkinsonsamtokin_-_Heilbrigdisthjonusta_sem_borgar_sigPDF630KBSækja skjal
Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent