Í tilkynningu segir að Ragnar hafi meðal annars starfað sem fjármálastjóri hjá Klak - Icelandic Startups, í viðskiptaþróun hjá Bókun sem var keypt af TripAdvisor og nú síðast sem markaðsstjóri EVE Frontier hjá CCP.
„Ragnar tekur við keflinu af Báru Ólafsdóttur, sem gegnt hefur starfinu síðastliðin ár. Bára mun áfram gegna lykilhlutverki í starfseminni sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs (COO), þar sem hún mun einbeita sér að daglegum rekstri og uppbyggingu þjónustunnar með sama eldmóði og áður.
Janus heilsuefling byggir á áratuga rannsóknum Janusar Guðlaugssonar, stofnanda fyrirtækisins og frumkvöðuls í heilsutengdum forvörnum. Aðferðir hans og þjónusta Janusar hafa markað ákveðin straumhvörf í lýðheilsu eldri samfélagsþegna,“ segir í tilkynningunni.