Ágúst tekur við starfi Ólafs Hrannars Kristjánssonar sem var látinn fara eftir fjórða deildartapið í röð.
Leiknir situr í botnsæti deildarinnar með eitt stig úr fimm leikjum og fjórtán mörk i mínus í markatölu.
Fyrsti leikur Leiknis undir stjórn Ágústs verður á útivelli á móti Fylki annað kvöld.
„Ágúst er mjög reynslumikill þjálfari sem hefur komið víða við og náð góðum árangri með lið sín og bindur stjórn Leiknis miklar vonir við störf hans og telur hann rétta manninn fyrir liðið á þessum tímapunkti,“ segir í frétt á miðlum Leiknismanna.
Ágúst sagðist þar líka vera virkilega ánægður með að taka þessa áskorun með Leikni og sérstaklega í ljósi þess að hann er sjálfur gamall Leiknismaður.
Ágúst þjálfaði síðast Stjörnuna sumarið 2023 en var þá látinn fara eftir sex umferðir. Hann hefur einnig þjálfað lið Gróttu, Breiðabliks og Fjölnis í estu deild.