Um 160 fatlaðir starfsmenn hjá Ás styrktarfélagi í Kópavogi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. júní 2025 21:05 Eitt af fallegu verkunum, hjá starfsmönnunum í Ögurhvarfi 6 í Kópavogi Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil starfsemi fer fram hjá Ás styrktarfélagi í Kópavogi en þar vinna um 160 fatlaðir starfsmenn við fjölbreytt störf. Endurnýting á hlutum er stór hluti af starfseminni þar sem hlutum, sem er hent er breytt í nytsamlega hluti, Ás styrktarfélag er með starfsemi sína í Ögurhvarfi 6 í Kópavogi þar sem eru þrír vinnusalir og verslun með munum, sem búnir eru til að staðnum. Verkefnin eru fjölbreytt, sem unnin eru á þessum flotta og skemmtilega vinnustað. „Þetta er vinnustaður, Vinna og virkni köllum við þetta og hér erum við að framleiða ýmsar flottar vörur. Við erum með textíl og smiðju, keramik, smíðastofu og ótrúlega mikið af flottu og skemmtilegu starfsfólki,“ segir Halldóra Kolka B. Ísberg, deildarstjóri Ás vinnustofu. Halldóra segir að allir starfsmenn eiga sitt heimasvæði þar sem verkin eru unnin og svo fer fólkið líka á milli svæða þannig að allir fái að prófa reglulega að vinna á starfsstöðvunum. „Afrakstur vinnunnar erum við svo að selja á vormarkaðnum núna á fimmtudaginn og eins á jólamarkaðnum, og ég hvet fólk til að koma á fimmtudaginn því að það er mjög margt fallegt hérna og mikil vinna lögð í vörurnar hérna hjá okkur,“ segir Dísa Ragnheiður Tómasdóttir, rekstrarstjóri Ás styrktarfélags. Dísa Ragnheiður Tómasdóttir, rekstrarstjóri Ás styrktarfélags (t.h.) og Halldóra Kolka B. Ísberg, deildarstjóri vinnustaðarins, sem eru alltaf svo hressar og kátar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Endurvinnsla er stór hluti af starfsemi vinnustaðarins. „Heyrðu, við erum að sauma úr endurunnu efni. Við fengum hérna gallabuxur og erum með útsaum frá fólkinu okkar. Við eigum að sjálfsögðu að gera miklu meira að því að endurvinna hluti,“ segir Rakel Mjöll Guðmundsdóttir, stuðningsráðgjafi. Og á textílsvæðinu er verið að vinna ótrúlega fallega hluti eins og sést á veggnum. „Mig langar að sýna þér eins og bara þetta hérna. Það er einhver sem getur gert grunninn og svo er einhver, sem teiknar myndina, einhver, sem setur hana á, einhver sem þæfir hana og einhver, sem klárar hana. Þannig að það eru margar hendur, sem koma að einu verki. Þetta er ekki gert á einum degi,“ segir Þórey Gylfadóttir, hópstjóri yfir textíl vinnusvæðinu. Þórey Gylfadóttir, hópstjóri yfir textíl vinnusvæðinu en þar er verið að gera frábæra hluti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Á staðnum eru um 160 starfsmenn að vinna og það eru allir svo kátir og hressir. Það er alltaf meira en nóg að gera í kertagerðinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er mest gaman er að setjast niður og vinna og bara spjalla við fólkið hérna, það er alltaf svo mikið fjör hérna,” segir Sigrún Jónsdóttir, starfsmaður hjá Ás styrktarfélagi. „Ég er að þæfa og það gengur bara vel”, segir Anna Líf Bjarnadóttir, starfsmaður hjá Ás styrktarfélagi. Í lokin má geta þess að sumarmarkaður Ás styrktarfélags verður haldinn fimmtudaginn 5. júní í Ögurhvarfinu frá klukkan 13:00 til 15:30. Sumarmarkaður verður haldinn fimmtudaginn 5. júní þar sem allir eru velkomnir að mæta á staðinn og gera góð kaup. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kópavogur Ferðaþjónusta fatlaðra Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Ás styrktarfélag er með starfsemi sína í Ögurhvarfi 6 í Kópavogi þar sem eru þrír vinnusalir og verslun með munum, sem búnir eru til að staðnum. Verkefnin eru fjölbreytt, sem unnin eru á þessum flotta og skemmtilega vinnustað. „Þetta er vinnustaður, Vinna og virkni köllum við þetta og hér erum við að framleiða ýmsar flottar vörur. Við erum með textíl og smiðju, keramik, smíðastofu og ótrúlega mikið af flottu og skemmtilegu starfsfólki,“ segir Halldóra Kolka B. Ísberg, deildarstjóri Ás vinnustofu. Halldóra segir að allir starfsmenn eiga sitt heimasvæði þar sem verkin eru unnin og svo fer fólkið líka á milli svæða þannig að allir fái að prófa reglulega að vinna á starfsstöðvunum. „Afrakstur vinnunnar erum við svo að selja á vormarkaðnum núna á fimmtudaginn og eins á jólamarkaðnum, og ég hvet fólk til að koma á fimmtudaginn því að það er mjög margt fallegt hérna og mikil vinna lögð í vörurnar hérna hjá okkur,“ segir Dísa Ragnheiður Tómasdóttir, rekstrarstjóri Ás styrktarfélags. Dísa Ragnheiður Tómasdóttir, rekstrarstjóri Ás styrktarfélags (t.h.) og Halldóra Kolka B. Ísberg, deildarstjóri vinnustaðarins, sem eru alltaf svo hressar og kátar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Endurvinnsla er stór hluti af starfsemi vinnustaðarins. „Heyrðu, við erum að sauma úr endurunnu efni. Við fengum hérna gallabuxur og erum með útsaum frá fólkinu okkar. Við eigum að sjálfsögðu að gera miklu meira að því að endurvinna hluti,“ segir Rakel Mjöll Guðmundsdóttir, stuðningsráðgjafi. Og á textílsvæðinu er verið að vinna ótrúlega fallega hluti eins og sést á veggnum. „Mig langar að sýna þér eins og bara þetta hérna. Það er einhver sem getur gert grunninn og svo er einhver, sem teiknar myndina, einhver, sem setur hana á, einhver sem þæfir hana og einhver, sem klárar hana. Þannig að það eru margar hendur, sem koma að einu verki. Þetta er ekki gert á einum degi,“ segir Þórey Gylfadóttir, hópstjóri yfir textíl vinnusvæðinu. Þórey Gylfadóttir, hópstjóri yfir textíl vinnusvæðinu en þar er verið að gera frábæra hluti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Á staðnum eru um 160 starfsmenn að vinna og það eru allir svo kátir og hressir. Það er alltaf meira en nóg að gera í kertagerðinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er mest gaman er að setjast niður og vinna og bara spjalla við fólkið hérna, það er alltaf svo mikið fjör hérna,” segir Sigrún Jónsdóttir, starfsmaður hjá Ás styrktarfélagi. „Ég er að þæfa og það gengur bara vel”, segir Anna Líf Bjarnadóttir, starfsmaður hjá Ás styrktarfélagi. Í lokin má geta þess að sumarmarkaður Ás styrktarfélags verður haldinn fimmtudaginn 5. júní í Ögurhvarfinu frá klukkan 13:00 til 15:30. Sumarmarkaður verður haldinn fimmtudaginn 5. júní þar sem allir eru velkomnir að mæta á staðinn og gera góð kaup. Magnús Hlynur Hreiðarsson
Kópavogur Ferðaþjónusta fatlaðra Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira