Um 160 fatlaðir starfsmenn hjá Ás styrktarfélagi í Kópavogi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. júní 2025 21:05 Eitt af fallegu verkunum, hjá starfsmönnunum í Ögurhvarfi 6 í Kópavogi Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil starfsemi fer fram hjá Ás styrktarfélagi í Kópavogi en þar vinna um 160 fatlaðir starfsmenn við fjölbreytt störf. Endurnýting á hlutum er stór hluti af starfseminni þar sem hlutum, sem er hent er breytt í nytsamlega hluti, Ás styrktarfélag er með starfsemi sína í Ögurhvarfi 6 í Kópavogi þar sem eru þrír vinnusalir og verslun með munum, sem búnir eru til að staðnum. Verkefnin eru fjölbreytt, sem unnin eru á þessum flotta og skemmtilega vinnustað. „Þetta er vinnustaður, Vinna og virkni köllum við þetta og hér erum við að framleiða ýmsar flottar vörur. Við erum með textíl og smiðju, keramik, smíðastofu og ótrúlega mikið af flottu og skemmtilegu starfsfólki,“ segir Halldóra Kolka B. Ísberg, deildarstjóri Ás vinnustofu. Halldóra segir að allir starfsmenn eiga sitt heimasvæði þar sem verkin eru unnin og svo fer fólkið líka á milli svæða þannig að allir fái að prófa reglulega að vinna á starfsstöðvunum. „Afrakstur vinnunnar erum við svo að selja á vormarkaðnum núna á fimmtudaginn og eins á jólamarkaðnum, og ég hvet fólk til að koma á fimmtudaginn því að það er mjög margt fallegt hérna og mikil vinna lögð í vörurnar hérna hjá okkur,“ segir Dísa Ragnheiður Tómasdóttir, rekstrarstjóri Ás styrktarfélags. Dísa Ragnheiður Tómasdóttir, rekstrarstjóri Ás styrktarfélags (t.h.) og Halldóra Kolka B. Ísberg, deildarstjóri vinnustaðarins, sem eru alltaf svo hressar og kátar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Endurvinnsla er stór hluti af starfsemi vinnustaðarins. „Heyrðu, við erum að sauma úr endurunnu efni. Við fengum hérna gallabuxur og erum með útsaum frá fólkinu okkar. Við eigum að sjálfsögðu að gera miklu meira að því að endurvinna hluti,“ segir Rakel Mjöll Guðmundsdóttir, stuðningsráðgjafi. Og á textílsvæðinu er verið að vinna ótrúlega fallega hluti eins og sést á veggnum. „Mig langar að sýna þér eins og bara þetta hérna. Það er einhver sem getur gert grunninn og svo er einhver, sem teiknar myndina, einhver, sem setur hana á, einhver sem þæfir hana og einhver, sem klárar hana. Þannig að það eru margar hendur, sem koma að einu verki. Þetta er ekki gert á einum degi,“ segir Þórey Gylfadóttir, hópstjóri yfir textíl vinnusvæðinu. Þórey Gylfadóttir, hópstjóri yfir textíl vinnusvæðinu en þar er verið að gera frábæra hluti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Á staðnum eru um 160 starfsmenn að vinna og það eru allir svo kátir og hressir. Það er alltaf meira en nóg að gera í kertagerðinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er mest gaman er að setjast niður og vinna og bara spjalla við fólkið hérna, það er alltaf svo mikið fjör hérna,” segir Sigrún Jónsdóttir, starfsmaður hjá Ás styrktarfélagi. „Ég er að þæfa og það gengur bara vel”, segir Anna Líf Bjarnadóttir, starfsmaður hjá Ás styrktarfélagi. Í lokin má geta þess að sumarmarkaður Ás styrktarfélags verður haldinn fimmtudaginn 5. júní í Ögurhvarfinu frá klukkan 13:00 til 15:30. Sumarmarkaður verður haldinn fimmtudaginn 5. júní þar sem allir eru velkomnir að mæta á staðinn og gera góð kaup. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kópavogur Ferðaþjónusta fatlaðra Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira
Ás styrktarfélag er með starfsemi sína í Ögurhvarfi 6 í Kópavogi þar sem eru þrír vinnusalir og verslun með munum, sem búnir eru til að staðnum. Verkefnin eru fjölbreytt, sem unnin eru á þessum flotta og skemmtilega vinnustað. „Þetta er vinnustaður, Vinna og virkni köllum við þetta og hér erum við að framleiða ýmsar flottar vörur. Við erum með textíl og smiðju, keramik, smíðastofu og ótrúlega mikið af flottu og skemmtilegu starfsfólki,“ segir Halldóra Kolka B. Ísberg, deildarstjóri Ás vinnustofu. Halldóra segir að allir starfsmenn eiga sitt heimasvæði þar sem verkin eru unnin og svo fer fólkið líka á milli svæða þannig að allir fái að prófa reglulega að vinna á starfsstöðvunum. „Afrakstur vinnunnar erum við svo að selja á vormarkaðnum núna á fimmtudaginn og eins á jólamarkaðnum, og ég hvet fólk til að koma á fimmtudaginn því að það er mjög margt fallegt hérna og mikil vinna lögð í vörurnar hérna hjá okkur,“ segir Dísa Ragnheiður Tómasdóttir, rekstrarstjóri Ás styrktarfélags. Dísa Ragnheiður Tómasdóttir, rekstrarstjóri Ás styrktarfélags (t.h.) og Halldóra Kolka B. Ísberg, deildarstjóri vinnustaðarins, sem eru alltaf svo hressar og kátar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Endurvinnsla er stór hluti af starfsemi vinnustaðarins. „Heyrðu, við erum að sauma úr endurunnu efni. Við fengum hérna gallabuxur og erum með útsaum frá fólkinu okkar. Við eigum að sjálfsögðu að gera miklu meira að því að endurvinna hluti,“ segir Rakel Mjöll Guðmundsdóttir, stuðningsráðgjafi. Og á textílsvæðinu er verið að vinna ótrúlega fallega hluti eins og sést á veggnum. „Mig langar að sýna þér eins og bara þetta hérna. Það er einhver sem getur gert grunninn og svo er einhver, sem teiknar myndina, einhver, sem setur hana á, einhver sem þæfir hana og einhver, sem klárar hana. Þannig að það eru margar hendur, sem koma að einu verki. Þetta er ekki gert á einum degi,“ segir Þórey Gylfadóttir, hópstjóri yfir textíl vinnusvæðinu. Þórey Gylfadóttir, hópstjóri yfir textíl vinnusvæðinu en þar er verið að gera frábæra hluti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Á staðnum eru um 160 starfsmenn að vinna og það eru allir svo kátir og hressir. Það er alltaf meira en nóg að gera í kertagerðinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er mest gaman er að setjast niður og vinna og bara spjalla við fólkið hérna, það er alltaf svo mikið fjör hérna,” segir Sigrún Jónsdóttir, starfsmaður hjá Ás styrktarfélagi. „Ég er að þæfa og það gengur bara vel”, segir Anna Líf Bjarnadóttir, starfsmaður hjá Ás styrktarfélagi. Í lokin má geta þess að sumarmarkaður Ás styrktarfélags verður haldinn fimmtudaginn 5. júní í Ögurhvarfinu frá klukkan 13:00 til 15:30. Sumarmarkaður verður haldinn fimmtudaginn 5. júní þar sem allir eru velkomnir að mæta á staðinn og gera góð kaup. Magnús Hlynur Hreiðarsson
Kópavogur Ferðaþjónusta fatlaðra Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira