„Auddi, Steindi og Egill voru í markaðsmálum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júní 2025 11:36 Björgvin segir þá FM95Blö-menn aðeins hafa komið að markaðsmálum og undirbúningi tónleikanna. Allt skipulag og framkvæmd hafi verið í höndum Nordic Live Events. Vísir/Viktor Freyr Forsvarsmaður félagsins sem stóð að skipulagi umtalaðra tónleika FM95Blö á laugardag, þar sem mikill troðningur skapaðist á tímabili og einhverjir slösuðust, segir engan hafa getað séð fyrir það sem gerðist á tónleikunum. Hann leggur áherslu á að þríeykið í FM95Blö hafi ekki komið að framkvæmd og skipulagi heldur markaðsmálum og undirbúningi. Í stuttri yfirlýsingu sem birtist á Facebook-síðu Nordic Live Events og er undirrituð af Björgvin Þór Rúnarssyni, eiganda fyrirtækisins, segir að farið verði vel yfir þær aðstæður sem sköpuðust á tónleikanum, svo koma megi í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. „Í aðdraganda tónleikanna voru fundir með lögreglu og slökkviliði en þrátt fyrir þá fundi sá þetta enginn fyrir. Vonandi verður þetta til þess að þetta gerist ekki aftur,“ segir í yfirlýsingunni. NLE hafi séð um framkvæmd Á morgun muni hann, ásamt fleirum, funda með rýnihóp lögreglu og slökkviliðs þar sem farið verði yfir hvað megi bæta, og hvað fór úrskeiðis. „Nordic Live Event sá alfarið um skipulagningu á þessum viðburði og framkvæmd, meðan Auddi, Steindi og Egill voru í markaðsmálum og í undirbúining á tónleikunum,“ skrifar Björgvin. „Ég sem eigandi NLE harma og vona innilega að þetta atvik sem varð muni hjálpa okkur í Nordic Live Events í að gera næstu stóru viðburði sem haldin verða í frjálsíþróttahöllinni enn betri fyrr alla.“ Leyfi veitt fyrir átta þúsund Atvikið varð eftir að FM95Blö-þríeykið Auðunn Blöndal, Egill Einarsson og Steinþór Hróar Steinþórsson höfðu spilað fyrir gesti tónleikanna. Fjöldi fólks streymdi þá fram á gang þegar tilkynnt var um 15 mínútna hlé þar til næsta atriði myndi hefjast. Fimmtán manns leituðu á bráðamótttöku eftir tónleikana og einn var lagður inn á sjúkrahús. Þríeykið eru aðstandendur tónleikanna en Nordic Live Events sá um skipulag þeirra, líkt og áður sagði. Í gær upplýsti Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, um að óskað hafi verið eftir leyfi fyrir átta þúsund manns á tónleikunum. Hins vegar hefur komið fram í máli framkvæmdastjóra Laugardalshallar að 8.600 manns hafi verið á staðnum. Sagðir „amatörar“ Nokkuð hefur borið á gagnrýni á skipulag og framkvæmd viðburðarins. Ísleifur Þórhallsson, formaður Bandalags íslenskra tónleikahaldara og framkvæmdastjóri Senu live, var harðorður í garð tónleikahaldara í viðtali á Bylgjunni í gær. Hann sagði þá heppna að enginn hefði látið lífið og að skoða þyrfti regluverkið í kringum tónleikahald. Hrannar Hafsteinsson, eigandi Live Production, sem hefur komið að stórum tónleikum og hátíðum sagði einnig að margt hefði betur mátt fara. Fjöldi öryggisvarða, sem voru 75, hafi verið ófullnægjandi. Þá hafi ekki verið komið upp sérstöku rými fyrir aðgerðarstjórn, þannig að hægt yrði að bregðast við skakkaföllum. „Af myndum og frásögnum að dæma þá er þetta skólabókardæmi um algjöra amatöra í öllu skipulagi,“ sagði Hrannar í gær. Hvorki hann né Ísleifur komu að tónleikunum. Böðvar Tómasson, framkvæmdastjóri hjá Örugg verkfræðistofu, segir mikilvægt að áhættumat fari fram fyrir fjölmenna viðburði. „Greina þarf áhættur sem tengjast flæði fólks fyrir, á og eftir viðburðinn, hvaða óvæntu atburðir geta komið upp og hvaða ytri hættur eru til staðar. Ef 15 manns þurfa að leita á bráðamóttöku (og væntanlega mun fleiri sem hafa orðið fyrir líkamstjóni eða andlegu áfalli) er ekki hægt að segja að viðburðurinn hafi verið vel heppnaður! Það er ljóst af myndskeiðum að hættan var gríðarleg, en það er ekki skipulagi öryggis á FM95Blö að þakka að fólk lét ekki lífið, heldur virðist vera um einskæra heppni að ræða,“ segir Böðvar. Rýnt í málið á öllum vígstöðvum Birgir Bárðarson, framkvæmdastjóri Íþrótta- og sýningarhallarinnar hf., sem hefur með höndum rekstur Laugardalshallar og sá um þann þátt tónleikana sem sneri að húsnæðinu, sagði í samtali við fréttastofu í gær að nú færi í hönd vinna við að rýna hvað nákvæmlega hefði farið úrskeiðis. Þar væri allt undir, frá kröfum sem gerðar eru til tónleikahaldara til salernisaðstöðu og fjölda gæslumanna á hverjum stað í húsinu. Hann sagði í samtali við fréttastofu að 8.600 manns hafi verið á tónleikunum. Í leyfisbréfi Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, sem fréttastofu hefur undir höndum, kemur fram að sótt hafi verið um leyfi til áfengissölu vegna tónleika FM95Blö frá klukkan 18 á laugardegi til 01 aðfaranótt sunnudags. Samkvæmt dagskrá var húsið opnað klukkan 16 og var fyrsta atriði á svið klukkan 17. Björgvin Þór Rúnarsson, einn eigenda Nordic Live Events, hefur ekki orðið við beiðnum fréttastofu um viðtal. Hann sagðist í dag geta rætt við fréttastofu eftir fyrirhugaðan fund með lögreglu og slökkviliði á morgun. Þríeykið að baki FM95Blö, þeir Auðunn Blöndal, Egill Einarsson og Steinþór Hróar Steinþórsson hefur ekki heldur gefið kost á viðtali. Tónleikar á Íslandi FM95BLÖ Tónlist Slökkvilið Lögreglumál Tengdar fréttir Fundað vegna örtraðarinnar í höllinni Viðbragsaðilar funduðu í morgun með rekstraraðilum Laugardalshallar vegna stórtónleika FM95BLÖ þar sem fjöldi manns var hætt kominn vegna skipulags. Slökkviliðsstjóri segir mikilvægt að lærdómur sé dreginn af málinu en tónleikagestur segist enn vera að jafna sig. 2. júní 2025 20:41 Verða boðaðir á fund lögreglu Skipuleggjendur stórtónleika FM95BLÖ í Laugardalshöll um helgina þar sem mikill troðningur átti sér stað verða boðaðir á fund lögreglu í vikunni. Skipuleggjendur hafa ekki gefið kost á viðtölum í dag en formaður Bandalags íslenskra tónleikahaldara gagnrýnir þá harðlega og segir heppni að enginn hafi dáið. 2. júní 2025 12:06 „Glatað að heyra af því að fólk hafi meitt sig“ Auðunn Blöndal, forsprakki þríeykis FM95BLÖ hefur tjáð sig um atburði gærdagsins á tónleikum þeirra. Fimmtán einstaklingar hafa leitað á bráðamóttökuna vegna troðnings. 1. júní 2025 18:04 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Fleiri fréttir Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Sjá meira
Í stuttri yfirlýsingu sem birtist á Facebook-síðu Nordic Live Events og er undirrituð af Björgvin Þór Rúnarssyni, eiganda fyrirtækisins, segir að farið verði vel yfir þær aðstæður sem sköpuðust á tónleikanum, svo koma megi í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. „Í aðdraganda tónleikanna voru fundir með lögreglu og slökkviliði en þrátt fyrir þá fundi sá þetta enginn fyrir. Vonandi verður þetta til þess að þetta gerist ekki aftur,“ segir í yfirlýsingunni. NLE hafi séð um framkvæmd Á morgun muni hann, ásamt fleirum, funda með rýnihóp lögreglu og slökkviliðs þar sem farið verði yfir hvað megi bæta, og hvað fór úrskeiðis. „Nordic Live Event sá alfarið um skipulagningu á þessum viðburði og framkvæmd, meðan Auddi, Steindi og Egill voru í markaðsmálum og í undirbúining á tónleikunum,“ skrifar Björgvin. „Ég sem eigandi NLE harma og vona innilega að þetta atvik sem varð muni hjálpa okkur í Nordic Live Events í að gera næstu stóru viðburði sem haldin verða í frjálsíþróttahöllinni enn betri fyrr alla.“ Leyfi veitt fyrir átta þúsund Atvikið varð eftir að FM95Blö-þríeykið Auðunn Blöndal, Egill Einarsson og Steinþór Hróar Steinþórsson höfðu spilað fyrir gesti tónleikanna. Fjöldi fólks streymdi þá fram á gang þegar tilkynnt var um 15 mínútna hlé þar til næsta atriði myndi hefjast. Fimmtán manns leituðu á bráðamótttöku eftir tónleikana og einn var lagður inn á sjúkrahús. Þríeykið eru aðstandendur tónleikanna en Nordic Live Events sá um skipulag þeirra, líkt og áður sagði. Í gær upplýsti Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, um að óskað hafi verið eftir leyfi fyrir átta þúsund manns á tónleikunum. Hins vegar hefur komið fram í máli framkvæmdastjóra Laugardalshallar að 8.600 manns hafi verið á staðnum. Sagðir „amatörar“ Nokkuð hefur borið á gagnrýni á skipulag og framkvæmd viðburðarins. Ísleifur Þórhallsson, formaður Bandalags íslenskra tónleikahaldara og framkvæmdastjóri Senu live, var harðorður í garð tónleikahaldara í viðtali á Bylgjunni í gær. Hann sagði þá heppna að enginn hefði látið lífið og að skoða þyrfti regluverkið í kringum tónleikahald. Hrannar Hafsteinsson, eigandi Live Production, sem hefur komið að stórum tónleikum og hátíðum sagði einnig að margt hefði betur mátt fara. Fjöldi öryggisvarða, sem voru 75, hafi verið ófullnægjandi. Þá hafi ekki verið komið upp sérstöku rými fyrir aðgerðarstjórn, þannig að hægt yrði að bregðast við skakkaföllum. „Af myndum og frásögnum að dæma þá er þetta skólabókardæmi um algjöra amatöra í öllu skipulagi,“ sagði Hrannar í gær. Hvorki hann né Ísleifur komu að tónleikunum. Böðvar Tómasson, framkvæmdastjóri hjá Örugg verkfræðistofu, segir mikilvægt að áhættumat fari fram fyrir fjölmenna viðburði. „Greina þarf áhættur sem tengjast flæði fólks fyrir, á og eftir viðburðinn, hvaða óvæntu atburðir geta komið upp og hvaða ytri hættur eru til staðar. Ef 15 manns þurfa að leita á bráðamóttöku (og væntanlega mun fleiri sem hafa orðið fyrir líkamstjóni eða andlegu áfalli) er ekki hægt að segja að viðburðurinn hafi verið vel heppnaður! Það er ljóst af myndskeiðum að hættan var gríðarleg, en það er ekki skipulagi öryggis á FM95Blö að þakka að fólk lét ekki lífið, heldur virðist vera um einskæra heppni að ræða,“ segir Böðvar. Rýnt í málið á öllum vígstöðvum Birgir Bárðarson, framkvæmdastjóri Íþrótta- og sýningarhallarinnar hf., sem hefur með höndum rekstur Laugardalshallar og sá um þann þátt tónleikana sem sneri að húsnæðinu, sagði í samtali við fréttastofu í gær að nú færi í hönd vinna við að rýna hvað nákvæmlega hefði farið úrskeiðis. Þar væri allt undir, frá kröfum sem gerðar eru til tónleikahaldara til salernisaðstöðu og fjölda gæslumanna á hverjum stað í húsinu. Hann sagði í samtali við fréttastofu að 8.600 manns hafi verið á tónleikunum. Í leyfisbréfi Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, sem fréttastofu hefur undir höndum, kemur fram að sótt hafi verið um leyfi til áfengissölu vegna tónleika FM95Blö frá klukkan 18 á laugardegi til 01 aðfaranótt sunnudags. Samkvæmt dagskrá var húsið opnað klukkan 16 og var fyrsta atriði á svið klukkan 17. Björgvin Þór Rúnarsson, einn eigenda Nordic Live Events, hefur ekki orðið við beiðnum fréttastofu um viðtal. Hann sagðist í dag geta rætt við fréttastofu eftir fyrirhugaðan fund með lögreglu og slökkviliði á morgun. Þríeykið að baki FM95Blö, þeir Auðunn Blöndal, Egill Einarsson og Steinþór Hróar Steinþórsson hefur ekki heldur gefið kost á viðtali.
Tónleikar á Íslandi FM95BLÖ Tónlist Slökkvilið Lögreglumál Tengdar fréttir Fundað vegna örtraðarinnar í höllinni Viðbragsaðilar funduðu í morgun með rekstraraðilum Laugardalshallar vegna stórtónleika FM95BLÖ þar sem fjöldi manns var hætt kominn vegna skipulags. Slökkviliðsstjóri segir mikilvægt að lærdómur sé dreginn af málinu en tónleikagestur segist enn vera að jafna sig. 2. júní 2025 20:41 Verða boðaðir á fund lögreglu Skipuleggjendur stórtónleika FM95BLÖ í Laugardalshöll um helgina þar sem mikill troðningur átti sér stað verða boðaðir á fund lögreglu í vikunni. Skipuleggjendur hafa ekki gefið kost á viðtölum í dag en formaður Bandalags íslenskra tónleikahaldara gagnrýnir þá harðlega og segir heppni að enginn hafi dáið. 2. júní 2025 12:06 „Glatað að heyra af því að fólk hafi meitt sig“ Auðunn Blöndal, forsprakki þríeykis FM95BLÖ hefur tjáð sig um atburði gærdagsins á tónleikum þeirra. Fimmtán einstaklingar hafa leitað á bráðamóttökuna vegna troðnings. 1. júní 2025 18:04 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Fleiri fréttir Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Sjá meira
Fundað vegna örtraðarinnar í höllinni Viðbragsaðilar funduðu í morgun með rekstraraðilum Laugardalshallar vegna stórtónleika FM95BLÖ þar sem fjöldi manns var hætt kominn vegna skipulags. Slökkviliðsstjóri segir mikilvægt að lærdómur sé dreginn af málinu en tónleikagestur segist enn vera að jafna sig. 2. júní 2025 20:41
Verða boðaðir á fund lögreglu Skipuleggjendur stórtónleika FM95BLÖ í Laugardalshöll um helgina þar sem mikill troðningur átti sér stað verða boðaðir á fund lögreglu í vikunni. Skipuleggjendur hafa ekki gefið kost á viðtölum í dag en formaður Bandalags íslenskra tónleikahaldara gagnrýnir þá harðlega og segir heppni að enginn hafi dáið. 2. júní 2025 12:06
„Glatað að heyra af því að fólk hafi meitt sig“ Auðunn Blöndal, forsprakki þríeykis FM95BLÖ hefur tjáð sig um atburði gærdagsins á tónleikum þeirra. Fimmtán einstaklingar hafa leitað á bráðamóttökuna vegna troðnings. 1. júní 2025 18:04