Blessaði Ancelotti við styttuna af Jesú Kristi í Ríó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2025 23:32 Carlo Ancelotti og styttan heimsfræga af Jesús Kristi í Ríó. Getty/ Diego Souto/Fernando Souza Brasilíumenn hafa mikla trú á nýráðnum landsliðsþjálfara sínum Carlo Ancelotti og gera líka allt til þess að ítalski þjálfarinn hefji störf í sátt við Guð almáttugan. Ancelotti hætti með Real Madrid eftir tímabilið og stýrir því liðinu ekki í heimsmeistarakeppni félagsliða seinna í þessum mánuði. Þess í stað dreif hann sig yfir Atlantshafið til Brasilíu og skrifaði undir samning sem nýr þjálfari brasilíska landsliðsins. Brasilíska landsliðið hefur verið í miklu basli og er óvenju neðarlega í undankeppni HM þótt að mikið þurfi að gerast til að þeir missi af HM 2026. Ancelotti var kynntur um helgina og í framhaldinu var farið með hann upp að styttunni frægu af Jesú Kristi sem stendur á fjalli fyrir ofan borgina Ríó. Þar var mættur presturinn Ómar, sem er hefur yfirumsjón með þessum mikla helgistað í huga brasilísku þjóðarinnar. Ómar blessaði Ancelotti við fætur styttunnar sem var táknræn stund fyrir þann mikla vilja til þess að ítalski þjálfarinn komi brasilíska landsliðinu aftur á rétta braut. Brasilíumenn vilja fá brasilísku þjóðina með sér og þetta var skref í því að fá hina trúuðu Brasilíumenn með á Ancelotti vagninn. Ancelotti talaði sjálfur um að hann væri að taka við besta landsliði heims og að hann ætlaði að ná í sjötta heimsmeistaratitilinn á HM í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada á næsta ári. Ancelotti var ánægður með allt saman og lofaði líka að hann ætlaði sér að koma aftur upp að styttunni af Jesú Kristi og þá með alla fjölskyldu sína. View this post on Instagram A post shared by Santuário Cristo Redentor (@cristoredentoroficial) Brasilía HM 2026 í fótbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
Ancelotti hætti með Real Madrid eftir tímabilið og stýrir því liðinu ekki í heimsmeistarakeppni félagsliða seinna í þessum mánuði. Þess í stað dreif hann sig yfir Atlantshafið til Brasilíu og skrifaði undir samning sem nýr þjálfari brasilíska landsliðsins. Brasilíska landsliðið hefur verið í miklu basli og er óvenju neðarlega í undankeppni HM þótt að mikið þurfi að gerast til að þeir missi af HM 2026. Ancelotti var kynntur um helgina og í framhaldinu var farið með hann upp að styttunni frægu af Jesú Kristi sem stendur á fjalli fyrir ofan borgina Ríó. Þar var mættur presturinn Ómar, sem er hefur yfirumsjón með þessum mikla helgistað í huga brasilísku þjóðarinnar. Ómar blessaði Ancelotti við fætur styttunnar sem var táknræn stund fyrir þann mikla vilja til þess að ítalski þjálfarinn komi brasilíska landsliðinu aftur á rétta braut. Brasilíumenn vilja fá brasilísku þjóðina með sér og þetta var skref í því að fá hina trúuðu Brasilíumenn með á Ancelotti vagninn. Ancelotti talaði sjálfur um að hann væri að taka við besta landsliði heims og að hann ætlaði að ná í sjötta heimsmeistaratitilinn á HM í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada á næsta ári. Ancelotti var ánægður með allt saman og lofaði líka að hann ætlaði sér að koma aftur upp að styttunni af Jesú Kristi og þá með alla fjölskyldu sína. View this post on Instagram A post shared by Santuário Cristo Redentor (@cristoredentoroficial)
Brasilía HM 2026 í fótbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira