Kalla út snjóruðningstæki og bændur koma búfé í skjól Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 2. júní 2025 19:37 Bergþóra Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Vegagerðarinnar. Samsett/Vilhelm Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst vegna yfir vegna norðanáhlaups sem spáð er næsta sólarhringinn. Búist er við samgöngutruflunum og fólk er hvatt til að fylgjast vel með veðurspám. Bændur hafa unnið að því í allan dag að koma búfénu í skjól. Fyrstu veðurviðvaranirnar tóku gildi klukkan tíu í morgun á Norðausturlandi en óvissustig almannavarna tók gildi klukkan sex síðdegis. Fyrstu appelsínugulu viðvaranirnar taka gildi á miðnætti á Austurlandi en einnig fara í gildi appelsínugular viðvaranir á Norðurlandi eystra og Suðurlandi. Allar viðvaranir verða felldar úr gildi á miðnætti aðfaranótt miðvikudags. Með lægðinni á að koma töluverð úrkoma, mögulega í formi snjókomu. Ferðalangar fylgist vel með vegalokunum Veðrið gæti haft töluverð áhrif á samgöngur víðs vegar um landið og meðal annars er búið að kalla út snjóruðningstæki. „Vanalega erum við ekki að sinna snjómokstri á þessum tíma þó við höfum gert það í fyrra akkúrat á sama tíma. Við fórum strax í það um helgina þegar það var útséð að þetta veður væri að koma og höfum verið í allan dag að undirbúa verktaka og bíla til að geta sinnt snjómokstri og hálkuvörnum. Við erum komnir með 22 bíla sem verða tilbúnir í vakt í nótt, í fyrramálið og fram eftir degi,“ segir Bergþóra Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Vegagerðarinnar. Búist er við mestum snjó, krapi og slyddu á fjallvegum frá norðanverðum Vestfjörðum og alveg austur fyrir land að sögn Bergþóru. „Norðuausturhornið verður kannski verst úti en síðan verður jafnframt hvasst á Suðausturlandi og við höfum miklar áhyggjur af því líka að sunnan við Vatnajökul geti veðrið orðið mjög vont á morgun og þar gætu orðið lokanir á vegum. Líka þó ekki sé snjókoma,“ segir hún. Hún biður vegfarendur um að skipuleggja ferðir sínar vel og fylgjast með hvort vegir séu opnir. Þá þurfi að huga að því hvort farartæki séu nægilega vel búin til að leggja af stað í ferðalag. „Þó svo við verðum með bíla í fyrramálið er gott að hinkra og taka stöðuna áður en farið er af stað í fyrramálið hvort búið sé að hreinsa helstu leiðir,“ segir hún. Bændur koma kindunum inn Bændur á Norðurlandi hafa verið að undirbúa sig í allan dag, til að mynda að koma öllum kindum inn í hús. „Við eigum hér eitthvað rúmlega þúsund hausa og ég held að þeir séu nærri allir komnir inn,“ segir Sæþór Gunnsteinsson, bóndi í Presthvammi í Aðaldal. „Það er komið mjög mikið gras á túnin og styttist í slátt. Eftir frábæran maí ætluðum við að fara sleppa og njóta sumarsins en það verður einhver bið á því.“ Sæþór segir það jákvætt hve hratt veðrið eigi að fara yfir. „Við lentum í djöful í fyrra. Akkúrat á þessum dögum í júní fengum við bara stórhríð nánast í fimm daga. Það var slæmt og gríðarlegt tjón sem það olli. En ég held nú að þetta verði skárra,“ segir hann. „Þetta er nú einu sinni Íslands, það snjóar í öllum mánuðum, það getur farið í tuttugu stiga hita í öllum mánuðum. Við verðum bara að vera svolítið léttir á því og fylgja árstíðunum, eða ímynduðum árstíðum.“ Veður Samgöngur Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Fyrstu veðurviðvaranirnar tóku gildi klukkan tíu í morgun á Norðausturlandi en óvissustig almannavarna tók gildi klukkan sex síðdegis. Fyrstu appelsínugulu viðvaranirnar taka gildi á miðnætti á Austurlandi en einnig fara í gildi appelsínugular viðvaranir á Norðurlandi eystra og Suðurlandi. Allar viðvaranir verða felldar úr gildi á miðnætti aðfaranótt miðvikudags. Með lægðinni á að koma töluverð úrkoma, mögulega í formi snjókomu. Ferðalangar fylgist vel með vegalokunum Veðrið gæti haft töluverð áhrif á samgöngur víðs vegar um landið og meðal annars er búið að kalla út snjóruðningstæki. „Vanalega erum við ekki að sinna snjómokstri á þessum tíma þó við höfum gert það í fyrra akkúrat á sama tíma. Við fórum strax í það um helgina þegar það var útséð að þetta veður væri að koma og höfum verið í allan dag að undirbúa verktaka og bíla til að geta sinnt snjómokstri og hálkuvörnum. Við erum komnir með 22 bíla sem verða tilbúnir í vakt í nótt, í fyrramálið og fram eftir degi,“ segir Bergþóra Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Vegagerðarinnar. Búist er við mestum snjó, krapi og slyddu á fjallvegum frá norðanverðum Vestfjörðum og alveg austur fyrir land að sögn Bergþóru. „Norðuausturhornið verður kannski verst úti en síðan verður jafnframt hvasst á Suðausturlandi og við höfum miklar áhyggjur af því líka að sunnan við Vatnajökul geti veðrið orðið mjög vont á morgun og þar gætu orðið lokanir á vegum. Líka þó ekki sé snjókoma,“ segir hún. Hún biður vegfarendur um að skipuleggja ferðir sínar vel og fylgjast með hvort vegir séu opnir. Þá þurfi að huga að því hvort farartæki séu nægilega vel búin til að leggja af stað í ferðalag. „Þó svo við verðum með bíla í fyrramálið er gott að hinkra og taka stöðuna áður en farið er af stað í fyrramálið hvort búið sé að hreinsa helstu leiðir,“ segir hún. Bændur koma kindunum inn Bændur á Norðurlandi hafa verið að undirbúa sig í allan dag, til að mynda að koma öllum kindum inn í hús. „Við eigum hér eitthvað rúmlega þúsund hausa og ég held að þeir séu nærri allir komnir inn,“ segir Sæþór Gunnsteinsson, bóndi í Presthvammi í Aðaldal. „Það er komið mjög mikið gras á túnin og styttist í slátt. Eftir frábæran maí ætluðum við að fara sleppa og njóta sumarsins en það verður einhver bið á því.“ Sæþór segir það jákvætt hve hratt veðrið eigi að fara yfir. „Við lentum í djöful í fyrra. Akkúrat á þessum dögum í júní fengum við bara stórhríð nánast í fimm daga. Það var slæmt og gríðarlegt tjón sem það olli. En ég held nú að þetta verði skárra,“ segir hann. „Þetta er nú einu sinni Íslands, það snjóar í öllum mánuðum, það getur farið í tuttugu stiga hita í öllum mánuðum. Við verðum bara að vera svolítið léttir á því og fylgja árstíðunum, eða ímynduðum árstíðum.“
Veður Samgöngur Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira