Ungmenni réðust á varnarlaust fórnarlamb í skógræktinni á Akranesi Jón Þór Stefánsson skrifar 2. júní 2025 14:25 Atvikin sem málið varðar áttu sér stað við skógræktina við Klapparholt á Akranesi. Já.is Tveir ungir menn hafa verið sakfelldir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem beindist að einum manni við skógræktina við Klapparholt á Akranesi. Í ákæru segir að mennirnir hafi saman veist að þessum eina með ofbeldi. Annar þeirri hafi sparkað ítrekað í efri búk og höfuð fórnarlambsins og hinn slegið hann ítrekað í líkamann með óþekktu áhaldi. Eftir að fórnarlambið féll í jörðina vegna árásarinnar hafi tvímenningarnir haldið áfram að veitast að honum meðan hann lá varnarlaus. Fyrir vikið mun sá sem varð fyrir árásinni hafa hlotið tveggja sentímetra skurð á höfði sem þurfti að sauma, sár, bólgu og mar í andliti við augnlok og kjálka. Þá hafi hann hlotið kinnbeinsbrot, fimm brot á tönnum, rifbeinsbrot, og ýmsa aðra áverka um líkamann. Árásarmennirnir tveir játuðu sök. Og þótti játningin studd gögnum málsins. Þeir voru sakfelldir fyrir stórfellda líkamsárás, sem getur varðað allt að sextán ára fangelsi. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að þeir réðust tveir á einn sem gat sér litla björg veitt. Einnig var litið til þess að þeir hefðu verið ungir að árum þegar brotin voru framin, og þeir greiðlega gengist við háttseminni. Báðir voru dæmdir í níu mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Þá er þeim gert að greiða fórnarlambinu 700 þúsund krónur í miskabætur og rúmar 300 þúsund krónur í málskostnað. Þá þurfa þeir hvor um sig að greiða um 335 þúsund krónur í lögmannskostnað. Dómsmál Akranes Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Sjá meira
Í ákæru segir að mennirnir hafi saman veist að þessum eina með ofbeldi. Annar þeirri hafi sparkað ítrekað í efri búk og höfuð fórnarlambsins og hinn slegið hann ítrekað í líkamann með óþekktu áhaldi. Eftir að fórnarlambið féll í jörðina vegna árásarinnar hafi tvímenningarnir haldið áfram að veitast að honum meðan hann lá varnarlaus. Fyrir vikið mun sá sem varð fyrir árásinni hafa hlotið tveggja sentímetra skurð á höfði sem þurfti að sauma, sár, bólgu og mar í andliti við augnlok og kjálka. Þá hafi hann hlotið kinnbeinsbrot, fimm brot á tönnum, rifbeinsbrot, og ýmsa aðra áverka um líkamann. Árásarmennirnir tveir játuðu sök. Og þótti játningin studd gögnum málsins. Þeir voru sakfelldir fyrir stórfellda líkamsárás, sem getur varðað allt að sextán ára fangelsi. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að þeir réðust tveir á einn sem gat sér litla björg veitt. Einnig var litið til þess að þeir hefðu verið ungir að árum þegar brotin voru framin, og þeir greiðlega gengist við háttseminni. Báðir voru dæmdir í níu mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Þá er þeim gert að greiða fórnarlambinu 700 þúsund krónur í miskabætur og rúmar 300 þúsund krónur í málskostnað. Þá þurfa þeir hvor um sig að greiða um 335 þúsund krónur í lögmannskostnað.
Dómsmál Akranes Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Sjá meira