Brottvísun Oscars frestað Rafn Ágúst Ragnarsson og Agnar Már Másson skrifa 2. júní 2025 14:21 Oscar ásamt Sonju fósturmóður sinni. Aðsend Brottvísun Oscars Anders Florez Bocanegra, sautján ára kólumbísks drengs sem til hefur staðið að senda úr landi, verður frestað þar til búið er að fara yfir umsókn hans um íslenskan ríkisborgararétt. Helga Vala Helgadóttir lögmaður Oscars og fósturforeldra hans Svavars Jóhannssonar og Sonju Magnúsdóttur staðfestir frestunina í samtali við fréttastofu. Dómsmálaráðherra kom ekki að ákvörðuninni að sögn aðstoðarmanns hennar, Jakobs Birgissonar. Yfirgnæfandi líkur á að hann fái ríkisborgararétt Útlendingastofnun skrifar í svari við fyrirspurn fréttastofu að hún hafi frestaði flutningi drengsins á grundvelli framkominna upplýsinga frá Víði Reynissyni, formanni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, um að „yfirgnæfandi líkur“ séu á því að gerð verði tillaga í frumvarpi um að Oscar fái íslenskan ríkisborgararétt. Enn fremur segir stofnunin að þrátt fyrir að endanleg ákvörðun hafi ekki verið tekin á Alþingi hafi hún talið að vegna þessara sérstöku aðstæðna væri rétt að fresta framkvæmd ákvörðunar um að honum bæri að yfirgefa land. „Það fóru ný gögn á föstudaginn til [Útlendingastofnunar.] Ég veit ekki nákvæmlega hver það er sem tekur ákvörðunina um að aðstæður hans séu þannig að hann fái að njóta vafans umfram aðra umsækjendur, en hann er bara í mjög viðkvæmum aðstæðum og það er staðfest í þessum pósti,“ segir Helga Vala í samtali við fréttastofu. Óendanlega glöð Fósturforeldrar Oscars Anders Florez Bocanegra segjast óendanlega glöð yfir því að brottvísun Oscars hafi verið frestað en til stóð að hann yrði fluttur til Kólumbíu í fyrramálið. Fjölskyldan segir í færslu á samfélagsmiðlum að hún sé þakklát þeim sem hafi stutt sig í baráttunni. „Enn og aftur þakka ykkur öllum sem hafa stutt okkur og sent okkur hlýjar kveðjur undanfarnar vikur og mánuði. Það hefur verið ómetanlegt og án ykkar hefði þessi frestun sennilega ekki fengist. Við leyfum ykkur öllum að sjálfsögðu að fylgjast náið með framvindunni en við erum auðvitað meðvituð um að við erum ekki komin í höfn og staða Oscars er ekki örugg fyrr en hann fær leyfi til að vera hér hjá okkur fjölskyldunni til frambúðar,” segir fjölskyldan í færslu á samfélagsmiðlum. Hafði hafnað efnislegri meðferð Kærunefnd útlendingamála hafði hafnað því að taka umsókn Oscars um landvistarleyfi til efnislegrar meðferðar og til stóð að hann yrði sendur úr landi á morgun. Fósturforeldrar hans hafa sagt að verið sé að senda hann út í opinn dauðann á götum Bogotá, höfuðborgar Kólumbíu. Oscar hefur verið í fóstri hjá íslenskum hjónum frá því fljótlega eftir að hann kom hingað til lands með föður sínum árið 2022. Faðir hans er sagður hafa beitt hann ofbeldi og í kjölfarið tóku þau Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir Oscar að sér. Fréttin hefur verið uppfærð. Mál Oscars frá Kólumbíu Flóttafólk á Íslandi Kólumbía Börn og uppeldi Hælisleitendur Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir lögmaður Oscars og fósturforeldra hans Svavars Jóhannssonar og Sonju Magnúsdóttur staðfestir frestunina í samtali við fréttastofu. Dómsmálaráðherra kom ekki að ákvörðuninni að sögn aðstoðarmanns hennar, Jakobs Birgissonar. Yfirgnæfandi líkur á að hann fái ríkisborgararétt Útlendingastofnun skrifar í svari við fyrirspurn fréttastofu að hún hafi frestaði flutningi drengsins á grundvelli framkominna upplýsinga frá Víði Reynissyni, formanni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, um að „yfirgnæfandi líkur“ séu á því að gerð verði tillaga í frumvarpi um að Oscar fái íslenskan ríkisborgararétt. Enn fremur segir stofnunin að þrátt fyrir að endanleg ákvörðun hafi ekki verið tekin á Alþingi hafi hún talið að vegna þessara sérstöku aðstæðna væri rétt að fresta framkvæmd ákvörðunar um að honum bæri að yfirgefa land. „Það fóru ný gögn á föstudaginn til [Útlendingastofnunar.] Ég veit ekki nákvæmlega hver það er sem tekur ákvörðunina um að aðstæður hans séu þannig að hann fái að njóta vafans umfram aðra umsækjendur, en hann er bara í mjög viðkvæmum aðstæðum og það er staðfest í þessum pósti,“ segir Helga Vala í samtali við fréttastofu. Óendanlega glöð Fósturforeldrar Oscars Anders Florez Bocanegra segjast óendanlega glöð yfir því að brottvísun Oscars hafi verið frestað en til stóð að hann yrði fluttur til Kólumbíu í fyrramálið. Fjölskyldan segir í færslu á samfélagsmiðlum að hún sé þakklát þeim sem hafi stutt sig í baráttunni. „Enn og aftur þakka ykkur öllum sem hafa stutt okkur og sent okkur hlýjar kveðjur undanfarnar vikur og mánuði. Það hefur verið ómetanlegt og án ykkar hefði þessi frestun sennilega ekki fengist. Við leyfum ykkur öllum að sjálfsögðu að fylgjast náið með framvindunni en við erum auðvitað meðvituð um að við erum ekki komin í höfn og staða Oscars er ekki örugg fyrr en hann fær leyfi til að vera hér hjá okkur fjölskyldunni til frambúðar,” segir fjölskyldan í færslu á samfélagsmiðlum. Hafði hafnað efnislegri meðferð Kærunefnd útlendingamála hafði hafnað því að taka umsókn Oscars um landvistarleyfi til efnislegrar meðferðar og til stóð að hann yrði sendur úr landi á morgun. Fósturforeldrar hans hafa sagt að verið sé að senda hann út í opinn dauðann á götum Bogotá, höfuðborgar Kólumbíu. Oscar hefur verið í fóstri hjá íslenskum hjónum frá því fljótlega eftir að hann kom hingað til lands með föður sínum árið 2022. Faðir hans er sagður hafa beitt hann ofbeldi og í kjölfarið tóku þau Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir Oscar að sér. Fréttin hefur verið uppfærð.
Mál Oscars frá Kólumbíu Flóttafólk á Íslandi Kólumbía Börn og uppeldi Hælisleitendur Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira