Lagið sem um ræðir heitir Vopn. Strákarnir unnu myndbandið með leikstjóranum Erlendi Sveinssyni sem segir það einhvers konar óð til sjávarútvegsins. Hér má sjá tónlistarmyndbandið:
Myndbandið var gefið út í gær á Sjómannadaginn og var tekið upp á Snæfellsnesi. Í þessum töluðu orðum er lagið sjötta vinsælasta lag landsins samkvæmt streymisveitunni Spotify en platan inniheldur í heild sinni 21 lag og 19 þeirra sitja á lista Spotify yfir vinsælustu lögin.
Hér má hlusta á plötuna á streymisveitunni Spotify og hér má nálgast myndbandið af Youtube.
Birnir var viðmælandi í Einkalífinu á Vísi í mars þar sem hann ræddi meðal annars stór framtíðarplön í tónlistinni. Sömuleiðis fór hann yfir fortíðina og sagðist óhræddur við berskjöldun í gegnum tónlistina.
„Bestu lög sem ég hef nokkurn tíma gert eru lög þar sem ég er virkilega opna á eitthvað og leyfi mér að fara á stað þar sem ég get verið opinskár og einlægur,“ sagði Birnir.
Birnir hefur sannarlega ekki setið auðum höndum og gaf út plötu og tónlistarmynd með poppstjörnunni Bríeti í haust. Myndin ber heitið 1000 orð og er sömuleiðis unnin í samvinnu við Erlend Sveinsson. Hana má sjá hér í spilaranum fyrir neðan: