Slæmt að fá hret á varptíma Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 2. júní 2025 12:28 Spáð er vonskuveðri um allt land en kuldi sem fylgir því gæti reynst ungum sem nýskriðnir eru úr eggjum erfiður. Vísir/Anton Vegir gætu lokast og samgöngur raskast þegar vonskuveður gengur yfir landið í dag og á morgun. Fuglafræðingur segir hretið sem spáð er geta haft veruleg áhrif á fuglalífið þar sem ungar séu nú margir nýskriðnir úr hreiðrum. Veðrið er þegar byrjað að ganga yfir landið en gular veðurviðvaranir tóku gildi á Norðurlandi í hádeginu. Í nótt á veðrið að versna enn frekar en þá má búast við hvassviðri. Appelsínugular og gular veðurviðvaranir taka þá gildi um nær allt land. „Þetta verður eiginlega leiðinlegast í nótt svona úrkomulega séð upp á snjókomu og slyddu. Á morgun hins vegar er þetta meira rigning á láglendi og þá líka fer að taka upp þennan snjó þarna í fjallahæð. Þannig það verða þá miklir vatnavextir á norðan og austanverðu landinu en aftur á móti hérna sunnan og vestan til sleppum við miklu betur. Nema þá að það verður ansi hvasst á köflum og mjög hvass undir Vatnajökli,“ segir Óli Þór Árnason veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Vegagerðin beinir því til fólks sem ætlar að vera á ferðinni að fylgjast vel með spám þar sem líkur séu á samgöngutruflunum og að vegir lokist jafnvel um tíma. „Þetta er leiðindaveður. Náttúrulega víða búið að sleppa fé þannig að lömb þola nú ekki mikla vosbúð. Svo eru þetta almennt svona fjallvegirnir sem verða þá með krapa og snjó.“ Snjórinn erfiður ungunum Fuglalíf er nú víða í miklum blóma eftir gott vor. Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, segir unga sem ný skriðnir eru úr hreiðrum berskjaldaða fyrir kuldanum. „Það er náttúrulega búin vera einmunatíð síðan einhvern tímann í lok apríl byrjun maí og allir fuglar löngu orpnir og liggja annað hvort á eggjum eða eru komnir með unga. Svona hret hafa mjög slæm áhrif sérstaklega á mófuglana. Ef það snjóar eða rignir mjög mikið og hvasst og kalt með þá afrækja þeir unga eða egg eða ungarnir drepast og þeir sem liggja á afrækja hreiðrin. Ef hretið er mjög hart þá drepast líka fullorðnu fuglarnir.“ Víða eru ungar skriðnir úr eggjum. Vísir/Vilhelm Hret líkt og það sem spáð er hafi alltaf töluverð áhrif á fuglalífið. „Þetta var miklu verra í fyrra þá meira og minna snjóaði linnulítið hér norðaustanlands í fimm eða sex daga. Þá drápust fuglar þúsundum saman mófuglar og allt varp fór fyrir bý. Ég held að það sé ekki svoleiðis í uppsiglingu núna en það kemur í ljós þegar veðrið er afstaðið hversu hart það hefur verið.“ Veður Fuglar Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Veðrið er þegar byrjað að ganga yfir landið en gular veðurviðvaranir tóku gildi á Norðurlandi í hádeginu. Í nótt á veðrið að versna enn frekar en þá má búast við hvassviðri. Appelsínugular og gular veðurviðvaranir taka þá gildi um nær allt land. „Þetta verður eiginlega leiðinlegast í nótt svona úrkomulega séð upp á snjókomu og slyddu. Á morgun hins vegar er þetta meira rigning á láglendi og þá líka fer að taka upp þennan snjó þarna í fjallahæð. Þannig það verða þá miklir vatnavextir á norðan og austanverðu landinu en aftur á móti hérna sunnan og vestan til sleppum við miklu betur. Nema þá að það verður ansi hvasst á köflum og mjög hvass undir Vatnajökli,“ segir Óli Þór Árnason veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Vegagerðin beinir því til fólks sem ætlar að vera á ferðinni að fylgjast vel með spám þar sem líkur séu á samgöngutruflunum og að vegir lokist jafnvel um tíma. „Þetta er leiðindaveður. Náttúrulega víða búið að sleppa fé þannig að lömb þola nú ekki mikla vosbúð. Svo eru þetta almennt svona fjallvegirnir sem verða þá með krapa og snjó.“ Snjórinn erfiður ungunum Fuglalíf er nú víða í miklum blóma eftir gott vor. Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, segir unga sem ný skriðnir eru úr hreiðrum berskjaldaða fyrir kuldanum. „Það er náttúrulega búin vera einmunatíð síðan einhvern tímann í lok apríl byrjun maí og allir fuglar löngu orpnir og liggja annað hvort á eggjum eða eru komnir með unga. Svona hret hafa mjög slæm áhrif sérstaklega á mófuglana. Ef það snjóar eða rignir mjög mikið og hvasst og kalt með þá afrækja þeir unga eða egg eða ungarnir drepast og þeir sem liggja á afrækja hreiðrin. Ef hretið er mjög hart þá drepast líka fullorðnu fuglarnir.“ Víða eru ungar skriðnir úr eggjum. Vísir/Vilhelm Hret líkt og það sem spáð er hafi alltaf töluverð áhrif á fuglalífið. „Þetta var miklu verra í fyrra þá meira og minna snjóaði linnulítið hér norðaustanlands í fimm eða sex daga. Þá drápust fuglar þúsundum saman mófuglar og allt varp fór fyrir bý. Ég held að það sé ekki svoleiðis í uppsiglingu núna en það kemur í ljós þegar veðrið er afstaðið hversu hart það hefur verið.“
Veður Fuglar Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels