Stærsta brautskráning í sögu skólans Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 1. júní 2025 17:47 Aldrei hafa jafn margir brautskráðst frá skólanum. FG Aldrei hafa jafn margir útskrifast úr Fjölbrautarskólanum í Garðabæ í sögu skólans. 159 nemendur brautskráðust frá skólanum í gær. „Af þeim 159 sem brautskráðust voru 49 af listnámsbrautum, 30 af viðskiptabraut, 21 af hönnunar og markaðsbraut, 18 af náttúrufræðibraut, 17 af félagsvísindabraut, 17 af íþróttabraut, fjórir með lokapróf frá FG og þrír af alþjóðabrautum. Þá voru einnig með í hópnum 13 sem luku námi á miðönn skólans,“ stendur í tilkynningu frá skólanum. Hermann Guðmundsson hlaut titilinn dúx en hann brautskráðist með 9,6 í einkunn af félagsvísindabraut skólans. Semídúxinn kom af hönnunar- og markaðsbraut en það var Kalina Louisa Kamenova Mihaleva sem var með 9,4 í meðaleinkunn. Bæði Hermann og Kalina fengu að auki fjölda verðlauna fyrir góðan námsárangur. Hermann Guðmundsson var dúx skólans með 9,6 í meðaleinkunn.FG Kolfinna Björt Þórðardóttir, forseti nemendafélags FG, NFFG, tók til máls við athöfnina. Hún var sérstaklega þakklát fyrir góðan árangur í góðverðarviku skólans. Nemendafélagið safnaði um 1,2 milljón króna til styrktar Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans. Vert er að taka fram að sem hluti af góðgerðarvikunni fékk Kristinn Þorsteinsson, skólameistari FG, sér húðflúr af lunda. „Þá var ég stoltur af mínu fólki. Nú þarf ég bara að ákveða hvaða tattoo ég fæ mér næst,“ sagði Kristinn í ávarpi sínu við athöfnina. Fyrir hönd nemenda flutti Eiríkur Örn Beck ávarp nýstúdenta. Rakel Inga Ólafsdóttir, Eydís Ósk Sævarsdóttir, Hildur Kristín Hermannsdóttir og Mikael Steinn Guðmundsson flutti tónlistaratriði. Einstaklega góð stjórn Nýstúdentar skólans stóðu sig greinilega með prýði á liðnum árum þar sem fjöldi nemenda fengu margvísleg verðlaun, bæði fyrir góðan námsárangur og skólasókn. Líkt og áður kom fram fengu Hermann dúx og Kalina semídúx fjölda verðlauna. Hulda Líf Bjarkadóttir fékk sérstök verðlaun Soroptimistafélagsins í Hafnarfirði fyrir framfarir og þrautseigju í námi. Stjórn nemendafélagsins fékk einnig sérstök verðlaun „fyrir vel unnin störf í þágu nemenda, enda almennt talið að þessi stjórn hafi verið einstaklega góð,“ stendur í tilkynningu skólans. Kolfinna Björt, Daníel Orri, Erla Mjöll, Eva Júlía, Jónas Breki og Kristín Jóhanna sátu í stjórn nemendafélagsins. Fréttin hefur verið leiðrétt. Fyrst stóð að nemendurnir söfnuðu 120 þúsund krónum en í raun söfnuðu þau um 1,2 milljónum króna. Framhaldsskólar Garðabær Dúxar Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
„Af þeim 159 sem brautskráðust voru 49 af listnámsbrautum, 30 af viðskiptabraut, 21 af hönnunar og markaðsbraut, 18 af náttúrufræðibraut, 17 af félagsvísindabraut, 17 af íþróttabraut, fjórir með lokapróf frá FG og þrír af alþjóðabrautum. Þá voru einnig með í hópnum 13 sem luku námi á miðönn skólans,“ stendur í tilkynningu frá skólanum. Hermann Guðmundsson hlaut titilinn dúx en hann brautskráðist með 9,6 í einkunn af félagsvísindabraut skólans. Semídúxinn kom af hönnunar- og markaðsbraut en það var Kalina Louisa Kamenova Mihaleva sem var með 9,4 í meðaleinkunn. Bæði Hermann og Kalina fengu að auki fjölda verðlauna fyrir góðan námsárangur. Hermann Guðmundsson var dúx skólans með 9,6 í meðaleinkunn.FG Kolfinna Björt Þórðardóttir, forseti nemendafélags FG, NFFG, tók til máls við athöfnina. Hún var sérstaklega þakklát fyrir góðan árangur í góðverðarviku skólans. Nemendafélagið safnaði um 1,2 milljón króna til styrktar Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans. Vert er að taka fram að sem hluti af góðgerðarvikunni fékk Kristinn Þorsteinsson, skólameistari FG, sér húðflúr af lunda. „Þá var ég stoltur af mínu fólki. Nú þarf ég bara að ákveða hvaða tattoo ég fæ mér næst,“ sagði Kristinn í ávarpi sínu við athöfnina. Fyrir hönd nemenda flutti Eiríkur Örn Beck ávarp nýstúdenta. Rakel Inga Ólafsdóttir, Eydís Ósk Sævarsdóttir, Hildur Kristín Hermannsdóttir og Mikael Steinn Guðmundsson flutti tónlistaratriði. Einstaklega góð stjórn Nýstúdentar skólans stóðu sig greinilega með prýði á liðnum árum þar sem fjöldi nemenda fengu margvísleg verðlaun, bæði fyrir góðan námsárangur og skólasókn. Líkt og áður kom fram fengu Hermann dúx og Kalina semídúx fjölda verðlauna. Hulda Líf Bjarkadóttir fékk sérstök verðlaun Soroptimistafélagsins í Hafnarfirði fyrir framfarir og þrautseigju í námi. Stjórn nemendafélagsins fékk einnig sérstök verðlaun „fyrir vel unnin störf í þágu nemenda, enda almennt talið að þessi stjórn hafi verið einstaklega góð,“ stendur í tilkynningu skólans. Kolfinna Björt, Daníel Orri, Erla Mjöll, Eva Júlía, Jónas Breki og Kristín Jóhanna sátu í stjórn nemendafélagsins. Fréttin hefur verið leiðrétt. Fyrst stóð að nemendurnir söfnuðu 120 þúsund krónum en í raun söfnuðu þau um 1,2 milljónum króna.
Framhaldsskólar Garðabær Dúxar Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira