Ancelotti: Brasilíska landsliðið mitt mun spila eins og Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. maí 2025 22:16 Carlo Ancelotti sést hér ásamt forseta brasilíska knattspyrnusambandsins, Samir Xaud. Getty/Buda Mendes Carlo Ancelotti er tekinn við sem þjálfari brasilíska landsliðsins og hann vill að liðið spili eins og Real Madrid. Þó ekki eins og Real spilað í vetur heldur eins og Real spilaði á tímabilinu 2023-24. Ítalski þjálfarinn hætti sem þjálfari Real Madrid á dögunum og tók í framhaldinu við brasilíska landsliðinu. Real Madrid vann ekki titil í vetur og sá erkifjendurna í Barcelona vinna tvöfalt. Ancelotti horfir til tímabilsins 2023-24 þegar Real vann bæði Meistaradeildina og spænsku deildina. „Brasilíska landsliðið mitt mun spila eins og Real Madrid. Ekki eins og Real Madrid á þessu tímabili heldur eins og Real Madrid á síðasta tímabili,“ sagði Carlo Ancelotti í viðtali við Marca. ESPN segir frá. „Það er það sem ég vil sjá frá liðinu,“ sagði Ancelotti. Real Madrid datt út úr átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar á móti Arsenal, tapaði fyrir Barcelona í spænska bikarúrslitaleiknum og endaði í öðru sæti í spænsku deildinni. „Úrslitin urðu ekki eins og við bjuggumst við. Liðið var heldur ekki að spila vel. Það var samt von á einhverju slíku,“ sagði Ancelotti. Nú fær hann það krefjandi verkefni að koma brasilíska landsliðinu aftur á toppinn. Brassar urðu síðast heimsmeistarar árið 2002 og liðið hefur ekki verið sannfærandi síðustu mánuði. Markmið Ancelotti er að skila Brasilíu sjötta heimsmeistaratitlinum. „Þetta er besta fótboltalandslið í heimi. Það er ekki bara mín skoðun því þeir eru með fimm stjörnur á landsliðsbúningnum,“ sagði Ancelotti en hver stjarna stendur fyrir heimsmeistaratitil sem unnust 1958, 1962, 1970, 1994 og 2002. „Ekkert annað landslið hefur náð því. Nú fæ ég það krefjandi verkefni að ná þeim sjötta í hús. Ég tek við þeirri áskorun en við þurfum alla Brasilíu á bak við okkur. Brasilíumenn þurfa að standa að baki landsliði sínu. Leikmennirnir þurfa að finna fyrir þessum stuðningi, þeir þurfa líka að vera auðmjúkir og standa saman. Án slíkrar hógværðar þá er lítið hægt að gera,“ sagði Ancelotti. „Heimsmeistaratitill er allt annar titil en allir þeir sem þú getur unnið með félagsliði. Þetta snýst um að vera með alla þjóðina á bak við þig og það hefur alltaf höfðað mikið til mín. Ég er mættur til að gera Brasilíumenn aftur að meisturum. Ég tek þeirri áskorun og er sannfærður um að við náum því,“ sagði Ancelotti. Brasilía HM 2026 í fótbolta Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Sjá meira
Ítalski þjálfarinn hætti sem þjálfari Real Madrid á dögunum og tók í framhaldinu við brasilíska landsliðinu. Real Madrid vann ekki titil í vetur og sá erkifjendurna í Barcelona vinna tvöfalt. Ancelotti horfir til tímabilsins 2023-24 þegar Real vann bæði Meistaradeildina og spænsku deildina. „Brasilíska landsliðið mitt mun spila eins og Real Madrid. Ekki eins og Real Madrid á þessu tímabili heldur eins og Real Madrid á síðasta tímabili,“ sagði Carlo Ancelotti í viðtali við Marca. ESPN segir frá. „Það er það sem ég vil sjá frá liðinu,“ sagði Ancelotti. Real Madrid datt út úr átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar á móti Arsenal, tapaði fyrir Barcelona í spænska bikarúrslitaleiknum og endaði í öðru sæti í spænsku deildinni. „Úrslitin urðu ekki eins og við bjuggumst við. Liðið var heldur ekki að spila vel. Það var samt von á einhverju slíku,“ sagði Ancelotti. Nú fær hann það krefjandi verkefni að koma brasilíska landsliðinu aftur á toppinn. Brassar urðu síðast heimsmeistarar árið 2002 og liðið hefur ekki verið sannfærandi síðustu mánuði. Markmið Ancelotti er að skila Brasilíu sjötta heimsmeistaratitlinum. „Þetta er besta fótboltalandslið í heimi. Það er ekki bara mín skoðun því þeir eru með fimm stjörnur á landsliðsbúningnum,“ sagði Ancelotti en hver stjarna stendur fyrir heimsmeistaratitil sem unnust 1958, 1962, 1970, 1994 og 2002. „Ekkert annað landslið hefur náð því. Nú fæ ég það krefjandi verkefni að ná þeim sjötta í hús. Ég tek við þeirri áskorun en við þurfum alla Brasilíu á bak við okkur. Brasilíumenn þurfa að standa að baki landsliði sínu. Leikmennirnir þurfa að finna fyrir þessum stuðningi, þeir þurfa líka að vera auðmjúkir og standa saman. Án slíkrar hógværðar þá er lítið hægt að gera,“ sagði Ancelotti. „Heimsmeistaratitill er allt annar titil en allir þeir sem þú getur unnið með félagsliði. Þetta snýst um að vera með alla þjóðina á bak við þig og það hefur alltaf höfðað mikið til mín. Ég er mættur til að gera Brasilíumenn aftur að meisturum. Ég tek þeirri áskorun og er sannfærður um að við náum því,“ sagði Ancelotti.
Brasilía HM 2026 í fótbolta Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Sjá meira
Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn