Í tilkynningu segir að Dolores hafi áður verið verkefnastjóri hjá Ljósleiðaranum þar sem hún hafi leitt þróun og framkvæmd verkefna með áherslu á ferlaumbætur, samvinnu við hagaðila og framvindueftirlit.
„Þar áður starfaði hún sem Service & Operational Manager á Retreat Hotel hjá Bláa Lóninu þar sem hún hafði yfirumsjón með daglegum rekstri, þjónustugæðum og teymisstjórnun.
Dolores hefur lokið námi í APME verkefnastjórnun frá Opna háskólanum og hlotið C-vottun frá Verkefnastjórnunarfélagi Íslands.
Sem forstöðumaður fjar- og vettvangsþjónustu hjá OK ber Dolores ábyrgð á daglegum rekstri þessarar þjónustu. Hún leiðir teymi þjónustufulltrúa, sinnir verkefnastýringu, vaktaskipulagi og vinnustundum ásamt því að taka þátt í stefnumótun þjónustunnar og þróun á þjónustustefnu fyrirtækisins. Dolores er í stjórnendateymi Skýja- og rekstrarþjónustu OK,“ segir í tilkynningunni.