Í Love Island eftir lífshættulegt slys Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 30. maí 2025 11:02 Sophie Lee Instagram/Sophie Lee Breska fyrirsætan og áhrifavaldurinn Sophie Lee, 29 ára frá Manchester, hefur verið ráðin í næstu þáttaröð Love Island sem hefst á sjónvarpsstöðinni ITV2 í júní. Þátturinn fer fram á spænsku eyjunni Mallorca, og verður þetta tólfta sería hins vinsæla raunveruleikaþáttar. Sophie er þekkt í Bretlandi fyrir ótrúlega lífsreynslu. Aðeins 22 ára gömul lenti hún í lífshættulegu slysi þegar hún starfaði sem eldspúandi listamaður í Bandaríkjunum. Slysið átti sér stað á stórum viðburði í Chicago, þar sem loftkæling í sýningarsalnum blés eldinn sem hún spúði beint aftur í andlitið á henni. Hún hlaut alvarleg brunasár á andliti og bringu og þurfti að fara í langa endurhæfingu til að ná bata. Í kjölfarið lét Sophie ekki deigan síga. Hún lagði eldspúninguna á hilluna, hóf störf sem fyrirsæta og áhrifavaldur og gaf út bók þar sem hún segir frá þessari skelfilegu lífsreynslu. Þá starfar hún einnig með Katie Piper Foundation – góðgerðarsamtökum sem styðja fólk sem hefur lifað af bruna eða ber ör eftir slys. View this post on Instagram A post shared by Sophie Lee (@sophirelee) Samkvæmt heimildum The Sun er Sophie er þriðja konan sem hefur staðfest þátttöku í nýjustu þáttaröð Love Island, sem hefst í sumar. Hún mun ganga til liðs við Sakiru Khan, fyrirsætu frá Manchester, og Lucy Quinn, förðunarfræðing frá Liverpool. Heimildarmaður úr framleiðsluteyminu segir Love Island stolt af því að gefa konum eins og Sophie vettvang:„Sophie er stórglæsileg og mögnuð kona sem hefur yfirstigið ótrúlegar hindranir. Hún er með raunverulega sögu og mikinn innri styrk. Þetta minnir á þátttöku Tasha Ghouri, sem opnaði umræðuna um heyrnarskerðingu, nú fær Sophie tækifæri til að opna umræðuna um hvernig hún náði bata og öðlaðist vellíðan í eigin skinni.“ Hvort Sophie verði meðal upphaflegra þátttakenda eða komi síðar inn sem „bombshell“ verður ekki ljóst fyrr en serían hefst. Raunveruleikaþættir Bretland Samfélagsmiðlar Mest lesið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Fleiri fréttir Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Sjá meira
Sophie er þekkt í Bretlandi fyrir ótrúlega lífsreynslu. Aðeins 22 ára gömul lenti hún í lífshættulegu slysi þegar hún starfaði sem eldspúandi listamaður í Bandaríkjunum. Slysið átti sér stað á stórum viðburði í Chicago, þar sem loftkæling í sýningarsalnum blés eldinn sem hún spúði beint aftur í andlitið á henni. Hún hlaut alvarleg brunasár á andliti og bringu og þurfti að fara í langa endurhæfingu til að ná bata. Í kjölfarið lét Sophie ekki deigan síga. Hún lagði eldspúninguna á hilluna, hóf störf sem fyrirsæta og áhrifavaldur og gaf út bók þar sem hún segir frá þessari skelfilegu lífsreynslu. Þá starfar hún einnig með Katie Piper Foundation – góðgerðarsamtökum sem styðja fólk sem hefur lifað af bruna eða ber ör eftir slys. View this post on Instagram A post shared by Sophie Lee (@sophirelee) Samkvæmt heimildum The Sun er Sophie er þriðja konan sem hefur staðfest þátttöku í nýjustu þáttaröð Love Island, sem hefst í sumar. Hún mun ganga til liðs við Sakiru Khan, fyrirsætu frá Manchester, og Lucy Quinn, förðunarfræðing frá Liverpool. Heimildarmaður úr framleiðsluteyminu segir Love Island stolt af því að gefa konum eins og Sophie vettvang:„Sophie er stórglæsileg og mögnuð kona sem hefur yfirstigið ótrúlegar hindranir. Hún er með raunverulega sögu og mikinn innri styrk. Þetta minnir á þátttöku Tasha Ghouri, sem opnaði umræðuna um heyrnarskerðingu, nú fær Sophie tækifæri til að opna umræðuna um hvernig hún náði bata og öðlaðist vellíðan í eigin skinni.“ Hvort Sophie verði meðal upphaflegra þátttakenda eða komi síðar inn sem „bombshell“ verður ekki ljóst fyrr en serían hefst.
Raunveruleikaþættir Bretland Samfélagsmiðlar Mest lesið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Fleiri fréttir Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“