Gert að finna aðra staðsetningu fyrir hjólhýsabyggðina Atli Ísleifsson skrifar 30. maí 2025 07:47 Hjólhýsabyggðin var flutt á Sævarhöfða árið 2023. Vísir/Vilhelm Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur skipað starfshóp sem ætlað er að finna aðra og betri staðsetningu fyrir hjólhýsabyggðina sem nú er við Sævarhöfða. Frá þessu segir í erindisbréfi hópsins sem kynnt var á fundi umhverfis- og skipulagsráðs á miðvikudaginn. Hjólhýsi fólks sem höfðu hafst við á tjaldsvæðinu í Laugardal um árabil voru flutt á iðnaðarlóð borgarinnar við Sævarhöfða árið 2023. Íbúar hafa lengi kvartað yfir nýju staðsetningunni og kallað eftir því að byggðinni verði fundinn annar og betri samastaður. Starfshópurinn er skipaður til sex mánaða og tekur til starfa nú um mánaðamótin og skulu tillögur liggja fyrir 1. nóvember næstkomandi. Í erindisbréfinu kemur fram að hlutverk starfshópsins sé að raungera tillögu um að fundinn verði betri staðsetningu fyrir „hús á hjólum í stað núverandi staðsetningar á Sævarhöfða“ og skuli tillagan unnin í samráði við Samtök hjólabúa. Vísir/Vilhelm Starfshópurinn á jafnframt að tryggja samstarf skrifstofna og sérfræðinga og viðunandi málsmeðferð og stilla upp að minnsta kosti tveimur áætlunum sem unnt sé að velja úr. „Hópurinn mun tryggja samtal við Samtök hjólabúa, við samtök sveitarfélaga og annað tilfallandi. Hópurinn kannar lagaumgjörð, og þá hvort og hvaða möguleikar eru fyrir hendi til að leysa þörf á langtímastæðum hjólabúa, hvernig aðgangur og öryggi verði tryggt og hvernig rekstrarfyrirkomulagi væri háttað. Hópurinn mun setja sér verkefni og forgangsraða verkefnum eftir því sem við á í samráði við yfirmenn,“ segir í erindisbréfinu. Starfshópinn skipa þau Þórólfur Jónsson, Þorkell Heiðarsson, Hrönn Valdimarsdóttir og Ómar Einarsson. Borgarstjórn Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir „Ég væri dauð ef ég væri ekki jákvæð“ Hópur fólks hefst nú við í hjólhýsum í niðurníddu iðnaðarhverfi á Sævarhöfða eftir að þeim var gert að yfirgefa tjaldsvæðið í Laugardal í sumar. Þau gagnrýna skort á svörum frá borginni harðlega og kalla enn og aftur eftir varanlegri staðsetningu. 15. september 2023 21:01 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira
Frá þessu segir í erindisbréfi hópsins sem kynnt var á fundi umhverfis- og skipulagsráðs á miðvikudaginn. Hjólhýsi fólks sem höfðu hafst við á tjaldsvæðinu í Laugardal um árabil voru flutt á iðnaðarlóð borgarinnar við Sævarhöfða árið 2023. Íbúar hafa lengi kvartað yfir nýju staðsetningunni og kallað eftir því að byggðinni verði fundinn annar og betri samastaður. Starfshópurinn er skipaður til sex mánaða og tekur til starfa nú um mánaðamótin og skulu tillögur liggja fyrir 1. nóvember næstkomandi. Í erindisbréfinu kemur fram að hlutverk starfshópsins sé að raungera tillögu um að fundinn verði betri staðsetningu fyrir „hús á hjólum í stað núverandi staðsetningar á Sævarhöfða“ og skuli tillagan unnin í samráði við Samtök hjólabúa. Vísir/Vilhelm Starfshópurinn á jafnframt að tryggja samstarf skrifstofna og sérfræðinga og viðunandi málsmeðferð og stilla upp að minnsta kosti tveimur áætlunum sem unnt sé að velja úr. „Hópurinn mun tryggja samtal við Samtök hjólabúa, við samtök sveitarfélaga og annað tilfallandi. Hópurinn kannar lagaumgjörð, og þá hvort og hvaða möguleikar eru fyrir hendi til að leysa þörf á langtímastæðum hjólabúa, hvernig aðgangur og öryggi verði tryggt og hvernig rekstrarfyrirkomulagi væri háttað. Hópurinn mun setja sér verkefni og forgangsraða verkefnum eftir því sem við á í samráði við yfirmenn,“ segir í erindisbréfinu. Starfshópinn skipa þau Þórólfur Jónsson, Þorkell Heiðarsson, Hrönn Valdimarsdóttir og Ómar Einarsson.
Borgarstjórn Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir „Ég væri dauð ef ég væri ekki jákvæð“ Hópur fólks hefst nú við í hjólhýsum í niðurníddu iðnaðarhverfi á Sævarhöfða eftir að þeim var gert að yfirgefa tjaldsvæðið í Laugardal í sumar. Þau gagnrýna skort á svörum frá borginni harðlega og kalla enn og aftur eftir varanlegri staðsetningu. 15. september 2023 21:01 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira
„Ég væri dauð ef ég væri ekki jákvæð“ Hópur fólks hefst nú við í hjólhýsum í niðurníddu iðnaðarhverfi á Sævarhöfða eftir að þeim var gert að yfirgefa tjaldsvæðið í Laugardal í sumar. Þau gagnrýna skort á svörum frá borginni harðlega og kalla enn og aftur eftir varanlegri staðsetningu. 15. september 2023 21:01