Gert að finna aðra staðsetningu fyrir hjólhýsabyggðina Atli Ísleifsson skrifar 30. maí 2025 07:47 Hjólhýsabyggðin var flutt á Sævarhöfða árið 2023. Vísir/Vilhelm Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur skipað starfshóp sem ætlað er að finna aðra og betri staðsetningu fyrir hjólhýsabyggðina sem nú er við Sævarhöfða. Frá þessu segir í erindisbréfi hópsins sem kynnt var á fundi umhverfis- og skipulagsráðs á miðvikudaginn. Hjólhýsi fólks sem höfðu hafst við á tjaldsvæðinu í Laugardal um árabil voru flutt á iðnaðarlóð borgarinnar við Sævarhöfða árið 2023. Íbúar hafa lengi kvartað yfir nýju staðsetningunni og kallað eftir því að byggðinni verði fundinn annar og betri samastaður. Starfshópurinn er skipaður til sex mánaða og tekur til starfa nú um mánaðamótin og skulu tillögur liggja fyrir 1. nóvember næstkomandi. Í erindisbréfinu kemur fram að hlutverk starfshópsins sé að raungera tillögu um að fundinn verði betri staðsetningu fyrir „hús á hjólum í stað núverandi staðsetningar á Sævarhöfða“ og skuli tillagan unnin í samráði við Samtök hjólabúa. Vísir/Vilhelm Starfshópurinn á jafnframt að tryggja samstarf skrifstofna og sérfræðinga og viðunandi málsmeðferð og stilla upp að minnsta kosti tveimur áætlunum sem unnt sé að velja úr. „Hópurinn mun tryggja samtal við Samtök hjólabúa, við samtök sveitarfélaga og annað tilfallandi. Hópurinn kannar lagaumgjörð, og þá hvort og hvaða möguleikar eru fyrir hendi til að leysa þörf á langtímastæðum hjólabúa, hvernig aðgangur og öryggi verði tryggt og hvernig rekstrarfyrirkomulagi væri háttað. Hópurinn mun setja sér verkefni og forgangsraða verkefnum eftir því sem við á í samráði við yfirmenn,“ segir í erindisbréfinu. Starfshópinn skipa þau Þórólfur Jónsson, Þorkell Heiðarsson, Hrönn Valdimarsdóttir og Ómar Einarsson. Borgarstjórn Húsnæðismál Reykjavík Hjólhýsabyggð í Reykjavík Tengdar fréttir „Ég væri dauð ef ég væri ekki jákvæð“ Hópur fólks hefst nú við í hjólhýsum í niðurníddu iðnaðarhverfi á Sævarhöfða eftir að þeim var gert að yfirgefa tjaldsvæðið í Laugardal í sumar. Þau gagnrýna skort á svörum frá borginni harðlega og kalla enn og aftur eftir varanlegri staðsetningu. 15. september 2023 21:01 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Fleiri fréttir Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Sjá meira
Frá þessu segir í erindisbréfi hópsins sem kynnt var á fundi umhverfis- og skipulagsráðs á miðvikudaginn. Hjólhýsi fólks sem höfðu hafst við á tjaldsvæðinu í Laugardal um árabil voru flutt á iðnaðarlóð borgarinnar við Sævarhöfða árið 2023. Íbúar hafa lengi kvartað yfir nýju staðsetningunni og kallað eftir því að byggðinni verði fundinn annar og betri samastaður. Starfshópurinn er skipaður til sex mánaða og tekur til starfa nú um mánaðamótin og skulu tillögur liggja fyrir 1. nóvember næstkomandi. Í erindisbréfinu kemur fram að hlutverk starfshópsins sé að raungera tillögu um að fundinn verði betri staðsetningu fyrir „hús á hjólum í stað núverandi staðsetningar á Sævarhöfða“ og skuli tillagan unnin í samráði við Samtök hjólabúa. Vísir/Vilhelm Starfshópurinn á jafnframt að tryggja samstarf skrifstofna og sérfræðinga og viðunandi málsmeðferð og stilla upp að minnsta kosti tveimur áætlunum sem unnt sé að velja úr. „Hópurinn mun tryggja samtal við Samtök hjólabúa, við samtök sveitarfélaga og annað tilfallandi. Hópurinn kannar lagaumgjörð, og þá hvort og hvaða möguleikar eru fyrir hendi til að leysa þörf á langtímastæðum hjólabúa, hvernig aðgangur og öryggi verði tryggt og hvernig rekstrarfyrirkomulagi væri háttað. Hópurinn mun setja sér verkefni og forgangsraða verkefnum eftir því sem við á í samráði við yfirmenn,“ segir í erindisbréfinu. Starfshópinn skipa þau Þórólfur Jónsson, Þorkell Heiðarsson, Hrönn Valdimarsdóttir og Ómar Einarsson.
Borgarstjórn Húsnæðismál Reykjavík Hjólhýsabyggð í Reykjavík Tengdar fréttir „Ég væri dauð ef ég væri ekki jákvæð“ Hópur fólks hefst nú við í hjólhýsum í niðurníddu iðnaðarhverfi á Sævarhöfða eftir að þeim var gert að yfirgefa tjaldsvæðið í Laugardal í sumar. Þau gagnrýna skort á svörum frá borginni harðlega og kalla enn og aftur eftir varanlegri staðsetningu. 15. september 2023 21:01 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Fleiri fréttir Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Sjá meira
„Ég væri dauð ef ég væri ekki jákvæð“ Hópur fólks hefst nú við í hjólhýsum í niðurníddu iðnaðarhverfi á Sævarhöfða eftir að þeim var gert að yfirgefa tjaldsvæðið í Laugardal í sumar. Þau gagnrýna skort á svörum frá borginni harðlega og kalla enn og aftur eftir varanlegri staðsetningu. 15. september 2023 21:01