„Þá leið mér frekar illa eftir leik“ Smári Jökull Jónsson skrifar 29. maí 2025 21:57 Óskar Hrafn var að mæta á Kópavogsvöll í fyrsta sinn síðan hann hætti sem þjálfari Breiðabliks. vísir / diego Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari KR sagði hundfúlt að tapa fyrir Stjörnunni í kvöld en sagðist þó ekki myndu vilja skipta út leikstíl KR-liðsins fyrir stigin þrjú sem Stjarnan fékk úr leiknum. KR tapaði 4-2 gegn Stjörnunni í kvöld eftir martraðarbyrjun Vesturbæjarliðsins. Staðan eftir ellefu mínútna leik var 3-0 fyrir Stjörnuna og staða KR-inga erfið. Eftir það voru KR-ingar hins vegar mun sókndjarfara liðið, fengu töluvert af færum og Óskar Hrafn var að mörgu leyti ánægður með frammistöðu síns liðs í kvöld. „Ég held að Stjörnunni hafi ekki liðið neitt sérstaklega vel í lágblokkinni sinni. Við náðum að þvinga þá í að fara nær eingöngu langt [í langar sendingar]. Það er ég gríðarlega ánægður með. Ef maður skoðar frammistöðuna þá er hún að mörgu leyti mjög góð,“ sagði Óskar Hrafn í viðtali við Aron Guðmundsson á Stöð 2 Sport eftir leik. „Auðvitað er hundfúlt að tapa leik fyrir Stjörnunni og ekki síst í ljósi þess að Stjarnan spilaði ekki frábærlega vel í dag. Það var ekki að það hafi verið svo sturluð gæði í þeirra leik að þeir hafi kafsiglt okkur.“ Mikið hefur verið rætt um leikstíl KR-liðsins í sumar og þrautseigju Óskars að halda sig við þann leikstíl þrátt fyrir öldugang á köflum. „Ef þú hefðir boðið mér að skipta á spilamennsku Stjörnunnar og spilamennsku KR í þessum leik og úrslitunum þá hefði ég sagt nei takk á þessum tímapunkti. KR-liðið er eins og KR-liðið er. Við viljum spila fótbolta, viljum fara hátt og standa hátt með línuna. Þá geta komið fyrir hlutir eins og komu fyrir áðan,“ en tvö af mörkum Stjörnunnar komu eftir einfaldar sendingar í gegnum miðja vörn KR. „Ég myndi vera með óbragð í munninum ef ég væri búinn að predika að spila svona fótbolta, ætla að pressa og þola ekki lágblokk og vinna svo 4-2. Það fannst mér aldrei neitt sérstaklega sætir eða skemmtilegir sigrar þegar ég hef stýrt öðrum liðum sem hafa unnið á þann hátt. Þá leið mér frekar illa eftir leik.“ Besta deild karla KR Stjarnan Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Sjá meira
KR tapaði 4-2 gegn Stjörnunni í kvöld eftir martraðarbyrjun Vesturbæjarliðsins. Staðan eftir ellefu mínútna leik var 3-0 fyrir Stjörnuna og staða KR-inga erfið. Eftir það voru KR-ingar hins vegar mun sókndjarfara liðið, fengu töluvert af færum og Óskar Hrafn var að mörgu leyti ánægður með frammistöðu síns liðs í kvöld. „Ég held að Stjörnunni hafi ekki liðið neitt sérstaklega vel í lágblokkinni sinni. Við náðum að þvinga þá í að fara nær eingöngu langt [í langar sendingar]. Það er ég gríðarlega ánægður með. Ef maður skoðar frammistöðuna þá er hún að mörgu leyti mjög góð,“ sagði Óskar Hrafn í viðtali við Aron Guðmundsson á Stöð 2 Sport eftir leik. „Auðvitað er hundfúlt að tapa leik fyrir Stjörnunni og ekki síst í ljósi þess að Stjarnan spilaði ekki frábærlega vel í dag. Það var ekki að það hafi verið svo sturluð gæði í þeirra leik að þeir hafi kafsiglt okkur.“ Mikið hefur verið rætt um leikstíl KR-liðsins í sumar og þrautseigju Óskars að halda sig við þann leikstíl þrátt fyrir öldugang á köflum. „Ef þú hefðir boðið mér að skipta á spilamennsku Stjörnunnar og spilamennsku KR í þessum leik og úrslitunum þá hefði ég sagt nei takk á þessum tímapunkti. KR-liðið er eins og KR-liðið er. Við viljum spila fótbolta, viljum fara hátt og standa hátt með línuna. Þá geta komið fyrir hlutir eins og komu fyrir áðan,“ en tvö af mörkum Stjörnunnar komu eftir einfaldar sendingar í gegnum miðja vörn KR. „Ég myndi vera með óbragð í munninum ef ég væri búinn að predika að spila svona fótbolta, ætla að pressa og þola ekki lágblokk og vinna svo 4-2. Það fannst mér aldrei neitt sérstaklega sætir eða skemmtilegir sigrar þegar ég hef stýrt öðrum liðum sem hafa unnið á þann hátt. Þá leið mér frekar illa eftir leik.“
Besta deild karla KR Stjarnan Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Sjá meira