Tah til Bayern og sögulegt lið Leverkusen að sundrast Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. maí 2025 12:30 Jonathan Tah er farinn frá Leverkusen, líkt og fleiri sem voru hluti af sögulegum árangri á síðasta tímabili. Lars Baron/Getty Images Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen hafa gengið frá samningi við miðvörðinn Jonathan Tah, sem kemur frítt til félagsins frá Bayer Leverkusen. Tah var hluti af liði Leverkusen sem náði sögulegum árangri á síðasta tímabili og var sterklega orðaður við sölu til Munchen í fyrra, en það gekk ekki eftir. Hann var orðaður við fjölda annarra stórliða í Evrópu en leið hans virtist alltaf liggja til Munchen. Nú hefur verið gengið frá samningi og Tah mun klæðast treyju númer fjögur næstu fjögur árin hjá Bayern. Welcome to the 𝗙𝗖 𝗕𝗔𝗬𝗘𝗥𝗡 𝗙𝗔𝗠𝗜𝗟𝗬, Jona! ❤️🤍#ServusJona #FCBayern #MiaSanMia pic.twitter.com/elovp5Kj9m— FC Bayern München (@FCBayern) May 29, 2025 Sögulegt lið að sundrast Bayern varð í vor Þýskalandsmeistari, í tólfta sinn á þrettán árum, eftir að Leverkusen tók af þeim titilinn í fyrra. Tímabilið var sögulegt þar sem Leverkusen varð fyrsta liðið til að fara ósigrað í gegnum deildina. Eftir það tímabil tókst Leverkusen að halda þjálfaranum, Xabi Alonso, og lykilleikmönnum á borð við Jonathan Tah, Florian Wirtz, Jeremie Frimpong, Alejandro Grimaldo, Granit Xhaka og Victor Boniface. Nú er þetta sögulega lið hins vegar að sundrast. Xabi Alonso er tekinn við þjálfarastörfum hjá Real Madrid. Jonathan Tah er farinn til Bayern. Jeremie Frimpong og Florian Wirtz eru á förum og hafa verið orðaðir sterklega við Englandsmeistara Liverpool. Alejandro Grimaldo er sagður á leið heim til Spánar. Granit Xhaka er að snúa heim til FC Basel í Sviss. Victor Boniface virðist vera á leið til Al Nassr í Sádi-Arabíu. Lítið verður því eftir af meistaraliðinu þegar nýi þjálfarinn, Erik Ten Hag, tekur við störfum. Þýski boltinn Tengdar fréttir Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool virðist ætla að ganga frá kaupum á hægri og vinstri bakverði fyrir næsta tímabil. Hollendingurinn Jeremie Frimpong, hægri vængbakvörður Bayer Leverkusen í Þýskalandi, er sagður hafa staðist læknisskoðun. Serbinn Milos Kerkez, vinstri bakvörður Bournemouth, er sagður í viðræðum við félagið. 20. maí 2025 16:45 Alonso boðar nýja tíma hjá Real Madrid „Þetta er byrjunin á næsta kafla í sögu félagsins,“ sagði Xabi Alonso á blaðamannafundi félagsins sem haldinn á æfingasvæði Real Madrid, Valdebebas, í dag. 26. maí 2025 20:17 Ten Hag tekinn við af Alonso Hollendingurinn Erik ten Hag, sem rekinn var frá Manchester United í vetur, var í dag kynntur sem nýr þjálfari Leverkusen. 26. maí 2025 09:15 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjá meira
Tah var hluti af liði Leverkusen sem náði sögulegum árangri á síðasta tímabili og var sterklega orðaður við sölu til Munchen í fyrra, en það gekk ekki eftir. Hann var orðaður við fjölda annarra stórliða í Evrópu en leið hans virtist alltaf liggja til Munchen. Nú hefur verið gengið frá samningi og Tah mun klæðast treyju númer fjögur næstu fjögur árin hjá Bayern. Welcome to the 𝗙𝗖 𝗕𝗔𝗬𝗘𝗥𝗡 𝗙𝗔𝗠𝗜𝗟𝗬, Jona! ❤️🤍#ServusJona #FCBayern #MiaSanMia pic.twitter.com/elovp5Kj9m— FC Bayern München (@FCBayern) May 29, 2025 Sögulegt lið að sundrast Bayern varð í vor Þýskalandsmeistari, í tólfta sinn á þrettán árum, eftir að Leverkusen tók af þeim titilinn í fyrra. Tímabilið var sögulegt þar sem Leverkusen varð fyrsta liðið til að fara ósigrað í gegnum deildina. Eftir það tímabil tókst Leverkusen að halda þjálfaranum, Xabi Alonso, og lykilleikmönnum á borð við Jonathan Tah, Florian Wirtz, Jeremie Frimpong, Alejandro Grimaldo, Granit Xhaka og Victor Boniface. Nú er þetta sögulega lið hins vegar að sundrast. Xabi Alonso er tekinn við þjálfarastörfum hjá Real Madrid. Jonathan Tah er farinn til Bayern. Jeremie Frimpong og Florian Wirtz eru á förum og hafa verið orðaðir sterklega við Englandsmeistara Liverpool. Alejandro Grimaldo er sagður á leið heim til Spánar. Granit Xhaka er að snúa heim til FC Basel í Sviss. Victor Boniface virðist vera á leið til Al Nassr í Sádi-Arabíu. Lítið verður því eftir af meistaraliðinu þegar nýi þjálfarinn, Erik Ten Hag, tekur við störfum.
Þýski boltinn Tengdar fréttir Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool virðist ætla að ganga frá kaupum á hægri og vinstri bakverði fyrir næsta tímabil. Hollendingurinn Jeremie Frimpong, hægri vængbakvörður Bayer Leverkusen í Þýskalandi, er sagður hafa staðist læknisskoðun. Serbinn Milos Kerkez, vinstri bakvörður Bournemouth, er sagður í viðræðum við félagið. 20. maí 2025 16:45 Alonso boðar nýja tíma hjá Real Madrid „Þetta er byrjunin á næsta kafla í sögu félagsins,“ sagði Xabi Alonso á blaðamannafundi félagsins sem haldinn á æfingasvæði Real Madrid, Valdebebas, í dag. 26. maí 2025 20:17 Ten Hag tekinn við af Alonso Hollendingurinn Erik ten Hag, sem rekinn var frá Manchester United í vetur, var í dag kynntur sem nýr þjálfari Leverkusen. 26. maí 2025 09:15 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjá meira
Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool virðist ætla að ganga frá kaupum á hægri og vinstri bakverði fyrir næsta tímabil. Hollendingurinn Jeremie Frimpong, hægri vængbakvörður Bayer Leverkusen í Þýskalandi, er sagður hafa staðist læknisskoðun. Serbinn Milos Kerkez, vinstri bakvörður Bournemouth, er sagður í viðræðum við félagið. 20. maí 2025 16:45
Alonso boðar nýja tíma hjá Real Madrid „Þetta er byrjunin á næsta kafla í sögu félagsins,“ sagði Xabi Alonso á blaðamannafundi félagsins sem haldinn á æfingasvæði Real Madrid, Valdebebas, í dag. 26. maí 2025 20:17
Ten Hag tekinn við af Alonso Hollendingurinn Erik ten Hag, sem rekinn var frá Manchester United í vetur, var í dag kynntur sem nýr þjálfari Leverkusen. 26. maí 2025 09:15