Tah til Bayern og sögulegt lið Leverkusen að sundrast Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. maí 2025 12:30 Jonathan Tah er farinn frá Leverkusen, líkt og fleiri sem voru hluti af sögulegum árangri á síðasta tímabili. Lars Baron/Getty Images Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen hafa gengið frá samningi við miðvörðinn Jonathan Tah, sem kemur frítt til félagsins frá Bayer Leverkusen. Tah var hluti af liði Leverkusen sem náði sögulegum árangri á síðasta tímabili og var sterklega orðaður við sölu til Munchen í fyrra, en það gekk ekki eftir. Hann var orðaður við fjölda annarra stórliða í Evrópu en leið hans virtist alltaf liggja til Munchen. Nú hefur verið gengið frá samningi og Tah mun klæðast treyju númer fjögur næstu fjögur árin hjá Bayern. Welcome to the 𝗙𝗖 𝗕𝗔𝗬𝗘𝗥𝗡 𝗙𝗔𝗠𝗜𝗟𝗬, Jona! ❤️🤍#ServusJona #FCBayern #MiaSanMia pic.twitter.com/elovp5Kj9m— FC Bayern München (@FCBayern) May 29, 2025 Sögulegt lið að sundrast Bayern varð í vor Þýskalandsmeistari, í tólfta sinn á þrettán árum, eftir að Leverkusen tók af þeim titilinn í fyrra. Tímabilið var sögulegt þar sem Leverkusen varð fyrsta liðið til að fara ósigrað í gegnum deildina. Eftir það tímabil tókst Leverkusen að halda þjálfaranum, Xabi Alonso, og lykilleikmönnum á borð við Jonathan Tah, Florian Wirtz, Jeremie Frimpong, Alejandro Grimaldo, Granit Xhaka og Victor Boniface. Nú er þetta sögulega lið hins vegar að sundrast. Xabi Alonso er tekinn við þjálfarastörfum hjá Real Madrid. Jonathan Tah er farinn til Bayern. Jeremie Frimpong og Florian Wirtz eru á förum og hafa verið orðaðir sterklega við Englandsmeistara Liverpool. Alejandro Grimaldo er sagður á leið heim til Spánar. Granit Xhaka er að snúa heim til FC Basel í Sviss. Victor Boniface virðist vera á leið til Al Nassr í Sádi-Arabíu. Lítið verður því eftir af meistaraliðinu þegar nýi þjálfarinn, Erik Ten Hag, tekur við störfum. Þýski boltinn Tengdar fréttir Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool virðist ætla að ganga frá kaupum á hægri og vinstri bakverði fyrir næsta tímabil. Hollendingurinn Jeremie Frimpong, hægri vængbakvörður Bayer Leverkusen í Þýskalandi, er sagður hafa staðist læknisskoðun. Serbinn Milos Kerkez, vinstri bakvörður Bournemouth, er sagður í viðræðum við félagið. 20. maí 2025 16:45 Alonso boðar nýja tíma hjá Real Madrid „Þetta er byrjunin á næsta kafla í sögu félagsins,“ sagði Xabi Alonso á blaðamannafundi félagsins sem haldinn á æfingasvæði Real Madrid, Valdebebas, í dag. 26. maí 2025 20:17 Ten Hag tekinn við af Alonso Hollendingurinn Erik ten Hag, sem rekinn var frá Manchester United í vetur, var í dag kynntur sem nýr þjálfari Leverkusen. 26. maí 2025 09:15 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Sjá meira
Tah var hluti af liði Leverkusen sem náði sögulegum árangri á síðasta tímabili og var sterklega orðaður við sölu til Munchen í fyrra, en það gekk ekki eftir. Hann var orðaður við fjölda annarra stórliða í Evrópu en leið hans virtist alltaf liggja til Munchen. Nú hefur verið gengið frá samningi og Tah mun klæðast treyju númer fjögur næstu fjögur árin hjá Bayern. Welcome to the 𝗙𝗖 𝗕𝗔𝗬𝗘𝗥𝗡 𝗙𝗔𝗠𝗜𝗟𝗬, Jona! ❤️🤍#ServusJona #FCBayern #MiaSanMia pic.twitter.com/elovp5Kj9m— FC Bayern München (@FCBayern) May 29, 2025 Sögulegt lið að sundrast Bayern varð í vor Þýskalandsmeistari, í tólfta sinn á þrettán árum, eftir að Leverkusen tók af þeim titilinn í fyrra. Tímabilið var sögulegt þar sem Leverkusen varð fyrsta liðið til að fara ósigrað í gegnum deildina. Eftir það tímabil tókst Leverkusen að halda þjálfaranum, Xabi Alonso, og lykilleikmönnum á borð við Jonathan Tah, Florian Wirtz, Jeremie Frimpong, Alejandro Grimaldo, Granit Xhaka og Victor Boniface. Nú er þetta sögulega lið hins vegar að sundrast. Xabi Alonso er tekinn við þjálfarastörfum hjá Real Madrid. Jonathan Tah er farinn til Bayern. Jeremie Frimpong og Florian Wirtz eru á förum og hafa verið orðaðir sterklega við Englandsmeistara Liverpool. Alejandro Grimaldo er sagður á leið heim til Spánar. Granit Xhaka er að snúa heim til FC Basel í Sviss. Victor Boniface virðist vera á leið til Al Nassr í Sádi-Arabíu. Lítið verður því eftir af meistaraliðinu þegar nýi þjálfarinn, Erik Ten Hag, tekur við störfum.
Þýski boltinn Tengdar fréttir Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool virðist ætla að ganga frá kaupum á hægri og vinstri bakverði fyrir næsta tímabil. Hollendingurinn Jeremie Frimpong, hægri vængbakvörður Bayer Leverkusen í Þýskalandi, er sagður hafa staðist læknisskoðun. Serbinn Milos Kerkez, vinstri bakvörður Bournemouth, er sagður í viðræðum við félagið. 20. maí 2025 16:45 Alonso boðar nýja tíma hjá Real Madrid „Þetta er byrjunin á næsta kafla í sögu félagsins,“ sagði Xabi Alonso á blaðamannafundi félagsins sem haldinn á æfingasvæði Real Madrid, Valdebebas, í dag. 26. maí 2025 20:17 Ten Hag tekinn við af Alonso Hollendingurinn Erik ten Hag, sem rekinn var frá Manchester United í vetur, var í dag kynntur sem nýr þjálfari Leverkusen. 26. maí 2025 09:15 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Sjá meira
Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool virðist ætla að ganga frá kaupum á hægri og vinstri bakverði fyrir næsta tímabil. Hollendingurinn Jeremie Frimpong, hægri vængbakvörður Bayer Leverkusen í Þýskalandi, er sagður hafa staðist læknisskoðun. Serbinn Milos Kerkez, vinstri bakvörður Bournemouth, er sagður í viðræðum við félagið. 20. maí 2025 16:45
Alonso boðar nýja tíma hjá Real Madrid „Þetta er byrjunin á næsta kafla í sögu félagsins,“ sagði Xabi Alonso á blaðamannafundi félagsins sem haldinn á æfingasvæði Real Madrid, Valdebebas, í dag. 26. maí 2025 20:17
Ten Hag tekinn við af Alonso Hollendingurinn Erik ten Hag, sem rekinn var frá Manchester United í vetur, var í dag kynntur sem nýr þjálfari Leverkusen. 26. maí 2025 09:15