Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Auðun Georg Ólafsson skrifar 28. maí 2025 13:11 Snorri Jakobsson segir Samkeppniseftirlitið líklegt til að setja skilyrði um sameiningu Kvika banka við annaðhvort Íslandsbanka eða Arion banka. Vísir/Arnar Snorri Jakobsson, hagfræðingur og eigandi Jakobsson Capital segir að Íslandsbanki sé líklegri en Arion banki að sameinast Kviku banka, einfaldlega vegna þess að Íslandsbanki býður betur. Væntanleg sameining mun taka marga mánuði, líklega ár, segir Snorri. Íslandsbanki telur að viðræður um sameiningu eigi að byggja á markaðsvirði beggja félaga og segir í tilkynningu bankans til Kauphallar að Íslandsbanki sé reiðubúinn að bjóða tíu prósent ofan á markaðsvirði Kviku við útreikning á skiptihlutföllum. Stjórn Arion banka óskaði eftir því í gær við stjórn Kviku að hafnar yrðu samrunaviðræður milli Arion og Kviku. Í lok febrúar afþakkað stjórn Íslandsbanka boð um samrunaviðræður við Arion banka. „Líkurnar á sameiningu Kviku við viðskiptabanka eru meiri en ef tveir viðskiptabankar eru sameinaðir. Það er samt líklegt að það verða einhver skilyrði frá Samkeppniseftirlitinu varðandi sameininguna,“ segir Snorri og bætir því við að báðir viðskiptabankarnir, Arion og Íslandsbanki eru umtalsvert stærri en Kvika banki. Heildareignir Kviku banka eru 342,8 milljarðar króna en heildareignir Íslandsbanka 1.667 milljarðar og Arion 1.668 milljarðar króna. Enn stærri munur sé ef horft er til útlána. Hjá Kviku nema útlán 160,6 milljörðum króna, hjá Íslandsbanka nema útlán til viðskipta 1.299 milljörðum og hjá Arion nema útlán 1.234 milljörðum króna. Hvor bankinn er þá líklegri til að sameinast Kviku? „Það verður að koma í ljós enda er það stjórnenda og stjórnar að meta það. Hinsvegar er það þannig að ef þeir eiga að sinna hagsmunum hluthafa þá er hærra verðið örugglega það sem þeir munu horfa til. Hvort sem viðræður hefjast við Arion eða Íslandsbanka þá er ljóst að þetta mun taka töluvert langan tíma. Þetta er langt ferli sem er ekki að fara að gerast á næstu mánuðum heldur frekar nær heilu ári. Það er samt töluvert líklegra að Samkeppniseftirlitið blessi þetta frekar en sameiningu tveggja viðskiptabanka. Það er samt einhver skörun þar sem Kvika hefur verið að koma sér meira fyrir á einstaklingsmarkaði núna en var fyrir nokkrum mánuðum og er þá í samkeppni við viðskiptabankana. Samkeppniseftirlitið mun horfa til þess,“ segir Snorri. Kvika býður óverðtryggð húsnæðislán Auður, fjármálaþjónusta Kviku banka, hóf í morgun innreið sína á húsnæðislánamarkað. Fram kom í tilkynningu að Auður bjóði upp á húsnæðislán á „bestu kjörum sem bjóðast á breytilegum óverðtryggðum vöxtum“. Um er að ræða óverðtryggð húsnæðislán fyrir þau sem eiga meira en 45% í sinni eign. Vextir verða breytilegir, 8,5% til að byrja með, og eru það lægstu vextir sambærilegra lána á markaðnum í dag, segir í tilkynningu bankans. Við þessi tíðindi hækkuðu bréf í Kviku um 8,8% fyrir hádegi í dag. „Það kemur ekki sérstaklega á óvart að Kvika sé að bjóða lægri vexti fyrir þá sem eiga meira eigið fé,“ segir Snorri. „Það er til samræmis við reglugerðabreytingar þar sem eiginfjár binding er minni fyrir áhættulítil íbúðalán. Þá myndast ákveðið svigrúm til þess að bjóða upp á hagstæðari kjör fyrir þá sem eiga mikið eigið fé. Varðandi fasteignamarkaðinn þá er ekki að sjá að þetta hafi sérstaklega mikil áhrif á hann heldur frekar á neyslu. Einhverjir munu færa sig yfir í þessi hagstæðari kjör og eiga þá meira á milli handana.“ Þannig að þetta eru ekki lán fyrir fyrstu kaupendur? „Nei, þetta er ekki fyrir þann hóp og mun ekki ýta upp verði fyrir minni íbúðum. Fyrir stærri íbúðir, þegar kaupendur þurfa væntanlega að skuldsetja sig mikið, þá horfa þeir væntanlega til ódýrasta lánsins sem er verðtryggt eða mögulega fasta óverðtryggða vexti sem eru á örlítið betri kjörum.“ Kvika banki Fjármálafyrirtæki Íslandsbanki Arion banki Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Sjá meira
Íslandsbanki telur að viðræður um sameiningu eigi að byggja á markaðsvirði beggja félaga og segir í tilkynningu bankans til Kauphallar að Íslandsbanki sé reiðubúinn að bjóða tíu prósent ofan á markaðsvirði Kviku við útreikning á skiptihlutföllum. Stjórn Arion banka óskaði eftir því í gær við stjórn Kviku að hafnar yrðu samrunaviðræður milli Arion og Kviku. Í lok febrúar afþakkað stjórn Íslandsbanka boð um samrunaviðræður við Arion banka. „Líkurnar á sameiningu Kviku við viðskiptabanka eru meiri en ef tveir viðskiptabankar eru sameinaðir. Það er samt líklegt að það verða einhver skilyrði frá Samkeppniseftirlitinu varðandi sameininguna,“ segir Snorri og bætir því við að báðir viðskiptabankarnir, Arion og Íslandsbanki eru umtalsvert stærri en Kvika banki. Heildareignir Kviku banka eru 342,8 milljarðar króna en heildareignir Íslandsbanka 1.667 milljarðar og Arion 1.668 milljarðar króna. Enn stærri munur sé ef horft er til útlána. Hjá Kviku nema útlán 160,6 milljörðum króna, hjá Íslandsbanka nema útlán til viðskipta 1.299 milljörðum og hjá Arion nema útlán 1.234 milljörðum króna. Hvor bankinn er þá líklegri til að sameinast Kviku? „Það verður að koma í ljós enda er það stjórnenda og stjórnar að meta það. Hinsvegar er það þannig að ef þeir eiga að sinna hagsmunum hluthafa þá er hærra verðið örugglega það sem þeir munu horfa til. Hvort sem viðræður hefjast við Arion eða Íslandsbanka þá er ljóst að þetta mun taka töluvert langan tíma. Þetta er langt ferli sem er ekki að fara að gerast á næstu mánuðum heldur frekar nær heilu ári. Það er samt töluvert líklegra að Samkeppniseftirlitið blessi þetta frekar en sameiningu tveggja viðskiptabanka. Það er samt einhver skörun þar sem Kvika hefur verið að koma sér meira fyrir á einstaklingsmarkaði núna en var fyrir nokkrum mánuðum og er þá í samkeppni við viðskiptabankana. Samkeppniseftirlitið mun horfa til þess,“ segir Snorri. Kvika býður óverðtryggð húsnæðislán Auður, fjármálaþjónusta Kviku banka, hóf í morgun innreið sína á húsnæðislánamarkað. Fram kom í tilkynningu að Auður bjóði upp á húsnæðislán á „bestu kjörum sem bjóðast á breytilegum óverðtryggðum vöxtum“. Um er að ræða óverðtryggð húsnæðislán fyrir þau sem eiga meira en 45% í sinni eign. Vextir verða breytilegir, 8,5% til að byrja með, og eru það lægstu vextir sambærilegra lána á markaðnum í dag, segir í tilkynningu bankans. Við þessi tíðindi hækkuðu bréf í Kviku um 8,8% fyrir hádegi í dag. „Það kemur ekki sérstaklega á óvart að Kvika sé að bjóða lægri vexti fyrir þá sem eiga meira eigið fé,“ segir Snorri. „Það er til samræmis við reglugerðabreytingar þar sem eiginfjár binding er minni fyrir áhættulítil íbúðalán. Þá myndast ákveðið svigrúm til þess að bjóða upp á hagstæðari kjör fyrir þá sem eiga mikið eigið fé. Varðandi fasteignamarkaðinn þá er ekki að sjá að þetta hafi sérstaklega mikil áhrif á hann heldur frekar á neyslu. Einhverjir munu færa sig yfir í þessi hagstæðari kjör og eiga þá meira á milli handana.“ Þannig að þetta eru ekki lán fyrir fyrstu kaupendur? „Nei, þetta er ekki fyrir þann hóp og mun ekki ýta upp verði fyrir minni íbúðum. Fyrir stærri íbúðir, þegar kaupendur þurfa væntanlega að skuldsetja sig mikið, þá horfa þeir væntanlega til ódýrasta lánsins sem er verðtryggt eða mögulega fasta óverðtryggða vexti sem eru á örlítið betri kjörum.“
Kvika banki Fjármálafyrirtæki Íslandsbanki Arion banki Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Sjá meira