Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar 28. maí 2025 13:31 Fá orð eru meira áberandi í almennri umræðu þessa dagana en þjóðarmorð en stundum virðist gæta nokkurs misskilnings um merkingu þess og notkun. Í Íslenskri nútímamálsorðabók er það skýrt ʻmarkviss útrýming þjóðarʼ. Á vef UNRIC, Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur-Evrópu, segir: „Pólski lögfræðingurinn Raphäel Lemkin bjó til hugtakið “þjóðarmorð” (genocide) árið 1944. Lemkin reyndi með því að finna orð yfir Helförina. Einnig vildi hann lýsa þeim verknaði þegar heilum þjóðum, kynþáttum og trúarhópum hafði verið útrýmt. […] Þjóðarmorð var í fyrsta skipti skráð sem sérstakur glæpur samkvæmt alþjóðalögum í Sáttmálanum um þjóðarmorð árið 1948 en hann gekk í gildi árið 1951.“ Það sem þarna segir um uppruna hugtaksins og enska orðsins genocide er án efa rétt en það er mikilvægt að halda því til haga að íslenska orðið þjóðarmorð er ekki tilkomið sem þýðing á enska orðinu, heldur er hálfri öld eldra. Elsta dæmi um orðið er í Þjóðviljanum unga 1897, þar sem segir: „þjóðarmorðið á ekki, og má ekki, fremur en mannsmorðið haldast óhegnt.“ Þarna er orðið notað í óeiginlegri merkingu um það athæfi stjórnvalda „að smá-pína kjarkinn og lifsþrekið úr þjóð sinni með gjörræðisfullri misbrúkun stjórnar- og embættis-valdsins“, en í Ísafold 1919 er orðið notað í nútímamerkingu: „Er þar fyrst Armenía, þetta margkúgaða og hrjáða land, sem hefir staðið hinar mörgu þjóðarmorðstilraunir Tyrkja og ótrúlega grimd.“ Fáein dæmi eru um orðið fram til 1945, en elsta dæmi um að þjóðarmorð sé notað um skipulega útrýmingu Gyðinga í Þýskalandi í seinni heimsstyrjöldinni er í Þjóðviljanum 1955 þar sem fjallað er um athæfi Breta í Kenýa: „Þar er verið að framkvæma sams konar þjóðarmorð eins og stríðsglæpamenn nazista voru dæmdir fyrir í Nürnberg fyrir níu árum.“ Síðan hefur það verið notað um ýmis voðaverk sem sum hver yrðu þó varla kölluð þjóðarmorð nú – á sínum tíma töluðu íslensk blöð t.d. iðulega um „þjóðarmorð á Ungverjum“ í uppreisninni árið 1956 en þar er talið að 2500-3000 manns hafi fallið. Í seinni tíð er þjóðarmorðið í Rúanda árið 1994 þekktast en það var sannarlega þjóðarmorð samkvæmt öllum viðmiðum – meira en hálf milljón drepin. Stundum er deilt um hvort réttlætanlegt sé að nota orðið þjóðarmorð um það sem er að gerast á Gaza – t.d. sagði utanríkisráðherra um áramótin: „Það er bara lagatæknileg skilgreining á alþjóðavísu sem þú þarft að falla undir. Ég veit bara ekki hvort það falli undir.“ En ráðherrann sagði jafnframt: „ef að þjóðarmorð er það til þess að lýsa yfir hryllilegum aðstæðum, gríðarlegu ofbeldi þá getur fólk talað um að það sé þjóðarmorð.“ Þetta er lykilatriði. Í íslenskum lögum er orðið þjóðarmorð ekki notað, heldur hópmorð. Um þau er fjallað í lögum nr. 2018, þar sem skilgreindir eru þeir verknaðir sem „teljast hópmorð þegar þeir eru framdir í þeim tilgangi að útrýma með öllu eða að hluta þjóð, þjóðernishópi, kynstofni eða trúflokki sem slíkum“. Þess vegna er ástæðulaust – og þýðingarlaust – að bíða með notkun orðsins þjóðarmorð um athæfi Ísraelshers á Gaza þangað til Alþjóðadómstóllinn hafi kveðið upp úr um það hvort um þjóðarmorð sé að ræða. Dómstóllinn mun nefnilega ekki gera það vegna þess að það er ekki á hans verksviði að skilgreina merkingu og notkun íslenskra orða. Orðið þjóðarmorð er íslenskt orð sem við getum notað ef okkur finnst það eiga við, óháð lagatæknilegri skilgreiningu – orðiðkemur nefnilega ekki fyrir í alþjóðalögum þótt orðið genocide geri það, og þjóðarmorð er ekki sú samsvörun við genocide sem notuð er í íslenskum lögum. Hikum ekki við að tala um þjóðarmorð á Gaza – það er í fullkomnu samræmi við notkun orðsins í íslensku. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslenskri málfræði og málfarslegur aðgerðasinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Rögnvaldsson Íslensk tunga Mest lesið Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Sjá meira
Fá orð eru meira áberandi í almennri umræðu þessa dagana en þjóðarmorð en stundum virðist gæta nokkurs misskilnings um merkingu þess og notkun. Í Íslenskri nútímamálsorðabók er það skýrt ʻmarkviss útrýming þjóðarʼ. Á vef UNRIC, Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur-Evrópu, segir: „Pólski lögfræðingurinn Raphäel Lemkin bjó til hugtakið “þjóðarmorð” (genocide) árið 1944. Lemkin reyndi með því að finna orð yfir Helförina. Einnig vildi hann lýsa þeim verknaði þegar heilum þjóðum, kynþáttum og trúarhópum hafði verið útrýmt. […] Þjóðarmorð var í fyrsta skipti skráð sem sérstakur glæpur samkvæmt alþjóðalögum í Sáttmálanum um þjóðarmorð árið 1948 en hann gekk í gildi árið 1951.“ Það sem þarna segir um uppruna hugtaksins og enska orðsins genocide er án efa rétt en það er mikilvægt að halda því til haga að íslenska orðið þjóðarmorð er ekki tilkomið sem þýðing á enska orðinu, heldur er hálfri öld eldra. Elsta dæmi um orðið er í Þjóðviljanum unga 1897, þar sem segir: „þjóðarmorðið á ekki, og má ekki, fremur en mannsmorðið haldast óhegnt.“ Þarna er orðið notað í óeiginlegri merkingu um það athæfi stjórnvalda „að smá-pína kjarkinn og lifsþrekið úr þjóð sinni með gjörræðisfullri misbrúkun stjórnar- og embættis-valdsins“, en í Ísafold 1919 er orðið notað í nútímamerkingu: „Er þar fyrst Armenía, þetta margkúgaða og hrjáða land, sem hefir staðið hinar mörgu þjóðarmorðstilraunir Tyrkja og ótrúlega grimd.“ Fáein dæmi eru um orðið fram til 1945, en elsta dæmi um að þjóðarmorð sé notað um skipulega útrýmingu Gyðinga í Þýskalandi í seinni heimsstyrjöldinni er í Þjóðviljanum 1955 þar sem fjallað er um athæfi Breta í Kenýa: „Þar er verið að framkvæma sams konar þjóðarmorð eins og stríðsglæpamenn nazista voru dæmdir fyrir í Nürnberg fyrir níu árum.“ Síðan hefur það verið notað um ýmis voðaverk sem sum hver yrðu þó varla kölluð þjóðarmorð nú – á sínum tíma töluðu íslensk blöð t.d. iðulega um „þjóðarmorð á Ungverjum“ í uppreisninni árið 1956 en þar er talið að 2500-3000 manns hafi fallið. Í seinni tíð er þjóðarmorðið í Rúanda árið 1994 þekktast en það var sannarlega þjóðarmorð samkvæmt öllum viðmiðum – meira en hálf milljón drepin. Stundum er deilt um hvort réttlætanlegt sé að nota orðið þjóðarmorð um það sem er að gerast á Gaza – t.d. sagði utanríkisráðherra um áramótin: „Það er bara lagatæknileg skilgreining á alþjóðavísu sem þú þarft að falla undir. Ég veit bara ekki hvort það falli undir.“ En ráðherrann sagði jafnframt: „ef að þjóðarmorð er það til þess að lýsa yfir hryllilegum aðstæðum, gríðarlegu ofbeldi þá getur fólk talað um að það sé þjóðarmorð.“ Þetta er lykilatriði. Í íslenskum lögum er orðið þjóðarmorð ekki notað, heldur hópmorð. Um þau er fjallað í lögum nr. 2018, þar sem skilgreindir eru þeir verknaðir sem „teljast hópmorð þegar þeir eru framdir í þeim tilgangi að útrýma með öllu eða að hluta þjóð, þjóðernishópi, kynstofni eða trúflokki sem slíkum“. Þess vegna er ástæðulaust – og þýðingarlaust – að bíða með notkun orðsins þjóðarmorð um athæfi Ísraelshers á Gaza þangað til Alþjóðadómstóllinn hafi kveðið upp úr um það hvort um þjóðarmorð sé að ræða. Dómstóllinn mun nefnilega ekki gera það vegna þess að það er ekki á hans verksviði að skilgreina merkingu og notkun íslenskra orða. Orðið þjóðarmorð er íslenskt orð sem við getum notað ef okkur finnst það eiga við, óháð lagatæknilegri skilgreiningu – orðiðkemur nefnilega ekki fyrir í alþjóðalögum þótt orðið genocide geri það, og þjóðarmorð er ekki sú samsvörun við genocide sem notuð er í íslenskum lögum. Hikum ekki við að tala um þjóðarmorð á Gaza – það er í fullkomnu samræmi við notkun orðsins í íslensku. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslenskri málfræði og málfarslegur aðgerðasinni.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun