Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. maí 2025 06:43 Geimfarinu Starship skotið á loft í Texas í gærkvöldi. AP Starship-geimfarið sem fyrirtækið SpaceX, sem er í eigu Elons Musk, splundraðist 45 mínútum eftir að því var skotið á sporbaug um jörðu í gærkvöld. Geimskotið var það níunda í röð hjá SpaceX sem stefna á að komast til tunglsins og síðan til annarra reikistjarna. Geimskutlan er um 123 metrar að lengd og samanstendur af eldflaug á stærð við Hallgrímskirkju og um fimmtíu metra löngu geimfari sem ber nafnið Starship. Sjá einnig: Annað Starship sprakk í loft upp Síðustu tvö geimskot SpaceX fyrir daginn í gær misheppnuðust og sprungu geimförin þá í loft upp. Geimskipin sjálf Starship 8 og Starship 7 sprungu en það gerðu Super Heavy-eldflaugarnar ekki og tókst starfsmönnum SpaceX að grípa þær með sérstökum vélarörmum. Eldsneytisleki og sprenging yfir Indlandshafi Níunda geimfarið ferðaðist lengra en fyrri geimför SpaceX en varð stjórnlaust þegar eldsneyti tók að leka úr farinu. Geimfarið hafði þá verið 45 mínútur í loftinu og var búið að ferðast hálfan hring um jörðina. Geimfarið hringsnerist stjórnlaust og sprakk loks yfir Indlandshafi. Ekki tókst heldur að hleypa gervitunglum út úr geimfarinu þar sem dyr farsins opnuðust ekki rétt. Í tilkynningu frá SpaceX sagði að geimfarið hefði þolað „snögga óskipulagða sundurhlutun“ eða sprungið í sundur. Musk sjálfur lýsti því yfir á X (áður Twitter) að geimskotið hefði verið „mikil bæting“ frá síðustu tveimur geimskotum. Starship’s ninth flight test marked a major milestone for reuse with the first flight-proven Super Heavy booster launching from Starbase, and once more returned Starship to space → https://t.co/Gufroc2kUz pic.twitter.com/RNJkj5OobP— SpaceX (@SpaceX) May 28, 2025 SpaceX Elon Musk Bandaríkin Geimurinn Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Geimskutlan er um 123 metrar að lengd og samanstendur af eldflaug á stærð við Hallgrímskirkju og um fimmtíu metra löngu geimfari sem ber nafnið Starship. Sjá einnig: Annað Starship sprakk í loft upp Síðustu tvö geimskot SpaceX fyrir daginn í gær misheppnuðust og sprungu geimförin þá í loft upp. Geimskipin sjálf Starship 8 og Starship 7 sprungu en það gerðu Super Heavy-eldflaugarnar ekki og tókst starfsmönnum SpaceX að grípa þær með sérstökum vélarörmum. Eldsneytisleki og sprenging yfir Indlandshafi Níunda geimfarið ferðaðist lengra en fyrri geimför SpaceX en varð stjórnlaust þegar eldsneyti tók að leka úr farinu. Geimfarið hafði þá verið 45 mínútur í loftinu og var búið að ferðast hálfan hring um jörðina. Geimfarið hringsnerist stjórnlaust og sprakk loks yfir Indlandshafi. Ekki tókst heldur að hleypa gervitunglum út úr geimfarinu þar sem dyr farsins opnuðust ekki rétt. Í tilkynningu frá SpaceX sagði að geimfarið hefði þolað „snögga óskipulagða sundurhlutun“ eða sprungið í sundur. Musk sjálfur lýsti því yfir á X (áður Twitter) að geimskotið hefði verið „mikil bæting“ frá síðustu tveimur geimskotum. Starship’s ninth flight test marked a major milestone for reuse with the first flight-proven Super Heavy booster launching from Starbase, and once more returned Starship to space → https://t.co/Gufroc2kUz pic.twitter.com/RNJkj5OobP— SpaceX (@SpaceX) May 28, 2025
SpaceX Elon Musk Bandaríkin Geimurinn Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira