Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. maí 2025 20:02 Aðalsteinn Baldursson segir áhrifin af lokun kísilversins á Bakka ná langt út fyrir verið sjálft. Vísir/Egill Verkalýðsforingi á Húsavík segir fyrirhugaða lokun kísilversins á Bakka reiðarslag fyrir samfélagið. Það sé með ólíkindum að íslenskir framleiðendur velji frekar ódýran kínverskan kísilmálm. PCC BakkiSilicon hf. tilkynnti í gærkvöldi um tímabundna rekstrarstöðvun verksmiðju sinnar á Húsavík frá og með miðjum júlí. Um áttatíu munu missa vinnuna en um hundrað og fimmtíu vinna í verksmiðjunni. „Það er bara mjög slæmt hljóðið í mönnum, eðlilega, vegna þess að þarna er verið að tala um að segja upp áttatíu starfsmönnum. Þetta er mikilvægasti vinnustaðurinn okkar hér á Húsavík og þó víðar væri leitað,“ segir Aðalsteinn Baldursson formaður Framsýnar. Stór skatt- og útsvarsgreiðandi Lokunin hafi einnig áhrif á viðgerðarmenn sem komi frá Akureyri nánast daglega, undirverktaka og fjölmarga aðra vinnustaði á Húsavík. „Það verður náttúrulega verulegt atvinnuleysi og ég er ekki að sjá það að einhverjar aðrar atvinnugreinar grípi þetta fólk. Svo er annað að þetta er mjög hár skattgreiðandi og útsvarsgreiðandi vegna þess að þarna eru langbestu launin sem ég er að sjá á svæðinu. Þetta eru hálaunastörf, sem kallast á okkar mælikvarða,“ segir Aðalsteinn. Störfin séu jafnframt fjölbreytt. Þarna starfi sérfræðigar á ýmsum sviðum, efnaverkfræðingar, almennir starfsmenn, iðnaðarmenn og fleiri. „Svo eru allir þessir þjónustuaðilar sem eru að sjá um matinn, sá um þrifin, þrífa sloppa og tölvumálin,“ segir Aðalsteinn. „Það eru mikil umsvif í kring um höfnina, tvö til þrjú skip í hverri viku. Þetta er grátbölvað.“ Þingið hætti nú að ræða tappa á gosflöskur Fram kom í tilkynningunni frá fyrirtækinu að ódýr innflutningur a niðurgreiddum kísilmálmi, sér í lagi frá Kína, hafi haft mikil áhrif á markaðsverð á Íslandi. Eins hafi tollastríð haft áhrif. „Það sem er náttúrulega algjörlega út í hött að það sé verið að flytja kísilmálm frá Kína til að vinna hér í verksmiðjunum í stað þess að kaupa hann héðan frá Húsavík,“ segir Aðalsteinn. PCC kærði innflutning á kísilmálmi á undirverði til fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Ég treysti því að stjórnvöld, þingmenn ráðherrar hætti að tala um tappa á gosflöskur á þingi og snúi sér að alvörunni - sem er að koma í veg fyrir að það sé verið að flytja málm yfir hafið sem er til sölu hér á Íslandi.“ Ráðuneytið hefur málið nú til skoðunar. „Alþjóðaviðskipti þurfa að vera sanngjörn. Við erum auðvitað talsmenn sanngjarnra viðskipta,“ sagði Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Hvernig blasir þessi framleiðsla í Kína við þér, er hún ósanngjörn? „Eins og ég segi ég bíð niðurstöðu þessarar rannsóknar áður en ég tjái mig um það.“ Norðurþing Stóriðja Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Áttatíu missa vinnuna í kísilverinu á Bakka ef verður af tímabundinni rekstrarstöðvun, sem tilkynnt var í gær. Forseti sveitarstjórnar heldur í vonina að lausn finnist en til þess þurfi stjórnvöld að grípa til aðgerða gegn ódýrum innfluttum kínverskum kísilmálmi. 27. maí 2025 12:02 Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum PCC BakkiSilicon hf. hefur tilkynnt um tímabundna rekstrarstöðvun verksmiðju sinnar á Húsavík, frá og með miðjum júlí. Ástæðan er sögð erfiðleikar á mörkuðum fyrir kísilmálm og raskanir sem rekja megi til tollastríðs. Um 80 manns munu missa vinnuna. 26. maí 2025 22:40 Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Nýsjálenskt lambakjöt miklu ódýrara en það íslenska Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
PCC BakkiSilicon hf. tilkynnti í gærkvöldi um tímabundna rekstrarstöðvun verksmiðju sinnar á Húsavík frá og með miðjum júlí. Um áttatíu munu missa vinnuna en um hundrað og fimmtíu vinna í verksmiðjunni. „Það er bara mjög slæmt hljóðið í mönnum, eðlilega, vegna þess að þarna er verið að tala um að segja upp áttatíu starfsmönnum. Þetta er mikilvægasti vinnustaðurinn okkar hér á Húsavík og þó víðar væri leitað,“ segir Aðalsteinn Baldursson formaður Framsýnar. Stór skatt- og útsvarsgreiðandi Lokunin hafi einnig áhrif á viðgerðarmenn sem komi frá Akureyri nánast daglega, undirverktaka og fjölmarga aðra vinnustaði á Húsavík. „Það verður náttúrulega verulegt atvinnuleysi og ég er ekki að sjá það að einhverjar aðrar atvinnugreinar grípi þetta fólk. Svo er annað að þetta er mjög hár skattgreiðandi og útsvarsgreiðandi vegna þess að þarna eru langbestu launin sem ég er að sjá á svæðinu. Þetta eru hálaunastörf, sem kallast á okkar mælikvarða,“ segir Aðalsteinn. Störfin séu jafnframt fjölbreytt. Þarna starfi sérfræðigar á ýmsum sviðum, efnaverkfræðingar, almennir starfsmenn, iðnaðarmenn og fleiri. „Svo eru allir þessir þjónustuaðilar sem eru að sjá um matinn, sá um þrifin, þrífa sloppa og tölvumálin,“ segir Aðalsteinn. „Það eru mikil umsvif í kring um höfnina, tvö til þrjú skip í hverri viku. Þetta er grátbölvað.“ Þingið hætti nú að ræða tappa á gosflöskur Fram kom í tilkynningunni frá fyrirtækinu að ódýr innflutningur a niðurgreiddum kísilmálmi, sér í lagi frá Kína, hafi haft mikil áhrif á markaðsverð á Íslandi. Eins hafi tollastríð haft áhrif. „Það sem er náttúrulega algjörlega út í hött að það sé verið að flytja kísilmálm frá Kína til að vinna hér í verksmiðjunum í stað þess að kaupa hann héðan frá Húsavík,“ segir Aðalsteinn. PCC kærði innflutning á kísilmálmi á undirverði til fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Ég treysti því að stjórnvöld, þingmenn ráðherrar hætti að tala um tappa á gosflöskur á þingi og snúi sér að alvörunni - sem er að koma í veg fyrir að það sé verið að flytja málm yfir hafið sem er til sölu hér á Íslandi.“ Ráðuneytið hefur málið nú til skoðunar. „Alþjóðaviðskipti þurfa að vera sanngjörn. Við erum auðvitað talsmenn sanngjarnra viðskipta,“ sagði Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Hvernig blasir þessi framleiðsla í Kína við þér, er hún ósanngjörn? „Eins og ég segi ég bíð niðurstöðu þessarar rannsóknar áður en ég tjái mig um það.“
Norðurþing Stóriðja Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Áttatíu missa vinnuna í kísilverinu á Bakka ef verður af tímabundinni rekstrarstöðvun, sem tilkynnt var í gær. Forseti sveitarstjórnar heldur í vonina að lausn finnist en til þess þurfi stjórnvöld að grípa til aðgerða gegn ódýrum innfluttum kínverskum kísilmálmi. 27. maí 2025 12:02 Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum PCC BakkiSilicon hf. hefur tilkynnt um tímabundna rekstrarstöðvun verksmiðju sinnar á Húsavík, frá og með miðjum júlí. Ástæðan er sögð erfiðleikar á mörkuðum fyrir kísilmálm og raskanir sem rekja megi til tollastríðs. Um 80 manns munu missa vinnuna. 26. maí 2025 22:40 Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Nýsjálenskt lambakjöt miklu ódýrara en það íslenska Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Áttatíu missa vinnuna í kísilverinu á Bakka ef verður af tímabundinni rekstrarstöðvun, sem tilkynnt var í gær. Forseti sveitarstjórnar heldur í vonina að lausn finnist en til þess þurfi stjórnvöld að grípa til aðgerða gegn ódýrum innfluttum kínverskum kísilmálmi. 27. maí 2025 12:02
Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum PCC BakkiSilicon hf. hefur tilkynnt um tímabundna rekstrarstöðvun verksmiðju sinnar á Húsavík, frá og með miðjum júlí. Ástæðan er sögð erfiðleikar á mörkuðum fyrir kísilmálm og raskanir sem rekja megi til tollastríðs. Um 80 manns munu missa vinnuna. 26. maí 2025 22:40