Springur Starship í þriðja sinn í röð? Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2025 22:00 Starshipt og Super heavy eldflaugin á skotpalli í Texas. SpaceX Starfsmenn SpaceX munu í kvöld gera tilraun til að skjóta Starship geimfarinu á loft í níunda sinn. Þó nokkrar breytingar hafa verið gerðar á geimfarinu sem ætlað er að bæta líkurnar á því að tilraunaskotið heppnist. Þetta níunda tilraunaskot Starship er framkvæmt í kjölfar þess að þau tvö síðustu misheppnuðust og geimförin sprungu í loft upp. Geimskipin sjálf Starship 8 og Starship 7 sprungu en það gerðu Super Heavy eldflaugarnar ekki og tókst starfsmönnum SpaceX að grípa þær með sérstökum vélarörmum. Það er þrátt fyrir að eldflaugarnar séu á stærð við hallgrímskirkjuturn. Sjá einnig: Annað Starship sprakk í loft upp Í þessu tiltekna geimskoti er verið að notast við Super heavy eldflaug sem áður hefur verið notuð en það er í fyrsta sinn sem slíkt er gert. Eldflaugin á að lenda í sjónum í Mexíkóflóa. Starship geimfarið á að líkja eftir lendingu á Indlandshafi. Starship-kerfið samanstendur af gríðarstórri eldflaug og af um fimmtíu metra löngu geimfari sem ber nafnið Starship. Bæði stig kerfisins eru hönnuð til að geta verið notuð fljótt aftur, eins og SpaceX hefur gert með Falcon-eldflaugarnar. Stæða Super Heavy eldflaugarinnar og Starship er 120 metrar á hæð. Eldflaugin er búin 33 Raptor hreyflum sem brenna metan og fljótandi súrefni. Útsending SpaceX hefst klukkan 22:50 að íslenskum tíma en skotglugginn svokallaði opnast klukkan hálf tólf. Spilari SpaceX er hér að neðan en þar að neðan geta áhugasamir fylgst með útsendingu SpaceFlight Now. Watch Live! SpaceX's Starship Flight 9 launch https://t.co/m8Uu5QZfIl— SPACE.com (@SPACEdotcom) May 27, 2025 Starship geimskipið mun bera átta eftirlíkingar Starlink gervihnatta eins og í síðustu tilraunaskotum, og á að reyna að koma þeim á braut um jörðu. Einnig stendur til að gera tilraunir með hreyfla geimskipsins í geimnum og þá stendur einnig til að reyna að lenda geimfarinu. Samkvæmt upplýsingum á vef SpaceX stendur þó til að skoða markvisst hvað geimskipið getur þolað og eru því líkur á því að það muni tapast, eins og einkennir flest tilraunaskot SpaceX. Bandaríkin Geimurinn SpaceX Tengdar fréttir Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Starfsmenn Amazon og United Launch Alliance skutu í gær upp fyrstu 27 gervihnöttunum í nýrri gervihnattaþyrpingu Amazon. Þyrping þessi ber nafnið Kuiper og á á endanum að vera mynduð með að minnsta kosti 3.236 gervihnöttum sem gera eiga fólki á jörðu niðri kleift að fá aðgang að netinu. 29. apríl 2025 10:07 Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk Starfsmenn geimfyrirtækisins SpaceX gerðu í gærkvöldi nýja tilraun með Starship geimfarið og eldflaugina Super Heavy. Geimskotið fór vel af stað en nokkrum mínútum eftir aðskilnað Starship og Super Heavy í háloftunum sprakk geimskipið í loft upp og leiddi það til mikils sjónarspils. 17. janúar 2025 09:27 Gripu eldflaugarþrep á stærð við Hallgrímskirkju með vélarmi Geimferðafyrirtækinu SpaceX tókst í fyrsta skipti að grípa risavaxið eldflaugarþrep með vélarmi á skotpallinum við tilraunaflug í dag. Eldflaugarþrepið er 71 metri á hæð, örlítið lægra en Hallgrímskirkjuturn. 13. október 2024 13:56 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Sjá meira
Þetta níunda tilraunaskot Starship er framkvæmt í kjölfar þess að þau tvö síðustu misheppnuðust og geimförin sprungu í loft upp. Geimskipin sjálf Starship 8 og Starship 7 sprungu en það gerðu Super Heavy eldflaugarnar ekki og tókst starfsmönnum SpaceX að grípa þær með sérstökum vélarörmum. Það er þrátt fyrir að eldflaugarnar séu á stærð við hallgrímskirkjuturn. Sjá einnig: Annað Starship sprakk í loft upp Í þessu tiltekna geimskoti er verið að notast við Super heavy eldflaug sem áður hefur verið notuð en það er í fyrsta sinn sem slíkt er gert. Eldflaugin á að lenda í sjónum í Mexíkóflóa. Starship geimfarið á að líkja eftir lendingu á Indlandshafi. Starship-kerfið samanstendur af gríðarstórri eldflaug og af um fimmtíu metra löngu geimfari sem ber nafnið Starship. Bæði stig kerfisins eru hönnuð til að geta verið notuð fljótt aftur, eins og SpaceX hefur gert með Falcon-eldflaugarnar. Stæða Super Heavy eldflaugarinnar og Starship er 120 metrar á hæð. Eldflaugin er búin 33 Raptor hreyflum sem brenna metan og fljótandi súrefni. Útsending SpaceX hefst klukkan 22:50 að íslenskum tíma en skotglugginn svokallaði opnast klukkan hálf tólf. Spilari SpaceX er hér að neðan en þar að neðan geta áhugasamir fylgst með útsendingu SpaceFlight Now. Watch Live! SpaceX's Starship Flight 9 launch https://t.co/m8Uu5QZfIl— SPACE.com (@SPACEdotcom) May 27, 2025 Starship geimskipið mun bera átta eftirlíkingar Starlink gervihnatta eins og í síðustu tilraunaskotum, og á að reyna að koma þeim á braut um jörðu. Einnig stendur til að gera tilraunir með hreyfla geimskipsins í geimnum og þá stendur einnig til að reyna að lenda geimfarinu. Samkvæmt upplýsingum á vef SpaceX stendur þó til að skoða markvisst hvað geimskipið getur þolað og eru því líkur á því að það muni tapast, eins og einkennir flest tilraunaskot SpaceX.
Bandaríkin Geimurinn SpaceX Tengdar fréttir Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Starfsmenn Amazon og United Launch Alliance skutu í gær upp fyrstu 27 gervihnöttunum í nýrri gervihnattaþyrpingu Amazon. Þyrping þessi ber nafnið Kuiper og á á endanum að vera mynduð með að minnsta kosti 3.236 gervihnöttum sem gera eiga fólki á jörðu niðri kleift að fá aðgang að netinu. 29. apríl 2025 10:07 Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk Starfsmenn geimfyrirtækisins SpaceX gerðu í gærkvöldi nýja tilraun með Starship geimfarið og eldflaugina Super Heavy. Geimskotið fór vel af stað en nokkrum mínútum eftir aðskilnað Starship og Super Heavy í háloftunum sprakk geimskipið í loft upp og leiddi það til mikils sjónarspils. 17. janúar 2025 09:27 Gripu eldflaugarþrep á stærð við Hallgrímskirkju með vélarmi Geimferðafyrirtækinu SpaceX tókst í fyrsta skipti að grípa risavaxið eldflaugarþrep með vélarmi á skotpallinum við tilraunaflug í dag. Eldflaugarþrepið er 71 metri á hæð, örlítið lægra en Hallgrímskirkjuturn. 13. október 2024 13:56 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Sjá meira
Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Starfsmenn Amazon og United Launch Alliance skutu í gær upp fyrstu 27 gervihnöttunum í nýrri gervihnattaþyrpingu Amazon. Þyrping þessi ber nafnið Kuiper og á á endanum að vera mynduð með að minnsta kosti 3.236 gervihnöttum sem gera eiga fólki á jörðu niðri kleift að fá aðgang að netinu. 29. apríl 2025 10:07
Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk Starfsmenn geimfyrirtækisins SpaceX gerðu í gærkvöldi nýja tilraun með Starship geimfarið og eldflaugina Super Heavy. Geimskotið fór vel af stað en nokkrum mínútum eftir aðskilnað Starship og Super Heavy í háloftunum sprakk geimskipið í loft upp og leiddi það til mikils sjónarspils. 17. janúar 2025 09:27
Gripu eldflaugarþrep á stærð við Hallgrímskirkju með vélarmi Geimferðafyrirtækinu SpaceX tókst í fyrsta skipti að grípa risavaxið eldflaugarþrep með vélarmi á skotpallinum við tilraunaflug í dag. Eldflaugarþrepið er 71 metri á hæð, örlítið lægra en Hallgrímskirkjuturn. 13. október 2024 13:56
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“