Í tilkynningu segir að Halla búi yfir víðtækri reynslu á sviði alþjóðaréttar og viðskipta.
„Hún starfaði síðast sem lögmaður hjá JBT Marel Corporation, áður Marel, en hefur áður gegnt lögfræðistörfum hjá MP banka og lögmannsstofunni LOGOS. Halla er með BA og ML gráður í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún er með réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi og hefur lokið verðbréfaréttindaprófi.
„Við bjóðum Höllu velkomna í frábæran hóp stjórnenda hjá félaginu. Þekking hennar á alþjóðlegum viðskiptum og reynsla mun styðja við vöxt félagsins og framkvæmd stefnu okkar á alþjóðamarkaði,“ segir Sveinn Sölvason, forstjóri Emblu Medical.
Halla tekur til starfa 1. júlí n.k. með aðsetur í höfuðstöðvum félagsins á Íslandi,“ segir í tilkynningunni.