Veður

Víða skýjað, væta og hiti að þrettán stigum

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti á landinu verður á bilinu fimm til þrettán stig.
Hiti á landinu verður á bilinu fimm til þrettán stig. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan gerir ráð fyrir breytilegri átt í dag, þremur til átta metrum á sekúndu, en norðvestantil er hins vegar spáð átta til þrettán metrum fram á kvöld.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að það verði skýjað og dálítil væta norðaustan- og austanlands en annars yfirleitt bjart en víða skúrir síðdegis.

Hiti verður á bilinu fimm til þrettán stig.

„Á morgun og fimmtudag verður síðan hægviðri og skúraveður í öllu landshlutum,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag, fimmtudag (uppstigningardagur) og föstudag: Breytileg átt 3-8 m/s og allvíða skúrir, einkum síðdegis. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast sunnantil.

Á laugardag: Fremur hæg norðlæg átt, en norðaustan 5-10 m/s við suðausturströndina. Bjartviðri, en víða síðdegisskúrir, einkum norðantil. Hiti 8 til 15 stig.

Á sunnudag (sjómannadagurinn): Norðvestlæg eða breytileg átt. Skýjað með köflum og líkur á síðdegisskúrum. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á Suðausturlandi.

Á mánudag: Norðlæg átt og skúrir, en hvessir með rigningu um kvöldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×