„Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. maí 2025 22:20 Lovísa Thompson skoraði fimm mörk í kvöld. Vísir/Ernir „Ég veit bara ekki hvar ég á að byrja,“ sagði Lovísa Thompson, leikmaður Vals, eftir að liðið tryggði sér sinn þriðja Íslandsmeistaratitil í röð í kvöld. „Þetta er búið að vera ótrúlega langt og strangt tímabil og við erum búnar að vera að spila mjög þétt í allan vetur. Þvílíkur stígandi í hópnum,“ bætti Lovísa við. Hún segir einnig að þetta hafi verið fínasta leið til að kveðja þjálfarann Ágúst Þór Jóhannsson, sem tekur við þjálfun karlaliðs Vals í haust, en liðið varð Íslands-, deildar- og Evrópubikarmeistari á tímabilinu. „Jú, ég held það og ég held að hann hefði ekki getað fengið mikið betri endi. Hann er örugglega mjög ánægður og þvílík vegferð sem þetta er búið að vera. Að halda þessum stöðugleika í svona mörg ár - bara kudos á hann - hann er bara frábær.“ Lovísa er þó sammála Ágústi í því að það sitji í þeim að hafa misst af bikarmeistaratitlinum í ár. „Ég er reyndar pínu sammála honum þar. Það var kannski okkar eini leikur, fyrir utan kannski tvo deildarleiki, þar sem við vorum bara ekki alveg með þetta. Það er bara stutt á milli í þessu og því fór sem fór.“ Varðandi leik kvöldsins segir hún að Valsliðið hafi náð að finna svör við því sem Haukarnir gerðu. „Mér fannst við bara vera aðeins áræðnari og finna einhvern aukakraft. Ég held að við hefðum ekki nennt að fara í annan leik þannig að ég er frekar ánægð með að við höfum fundið innri styrk og vilja til að klára þetta hér í kvöld á okkar heimavelli.“ „Mér finnst við alltaf halda áfram þó svo að það gangi ekki alltaf allt upp. Við finnum ró og erum að fylgja skipulagi. Þetta er allt vel æft og við erum með okkar hluti á hreinu. Þó svo að það gangi ekki upp þá reynum við að laga það hinum megin á vellinum. Þetta er bara ein sókn í einu og ein vörn í einu. Þetta er bara agað skipulag.“ Að lokum vildi Lovísa ekki gera of mikið úr komandi fagnaðarlátum Vals í kvöld. „Guð minn góður. Við ætlum bara að fagna þessu vel, en maður er samt alveg dauðþreyttur. Ég er bara ótrúlega ánægð,“ sagði Lovísa að lokum. Olís-deild kvenna Valur Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Valur varð í kvöld Íslandsmeistari kvenna í handbolta er liðið vann fimm marka sigur gegn Haukum, 30-25. Valur vann úrslitaeinvígið 3-0 og er þetta þriðji Íslandsmeistaratitill liðsins í röð. 26. maí 2025 18:47 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Sjá meira
„Þetta er búið að vera ótrúlega langt og strangt tímabil og við erum búnar að vera að spila mjög þétt í allan vetur. Þvílíkur stígandi í hópnum,“ bætti Lovísa við. Hún segir einnig að þetta hafi verið fínasta leið til að kveðja þjálfarann Ágúst Þór Jóhannsson, sem tekur við þjálfun karlaliðs Vals í haust, en liðið varð Íslands-, deildar- og Evrópubikarmeistari á tímabilinu. „Jú, ég held það og ég held að hann hefði ekki getað fengið mikið betri endi. Hann er örugglega mjög ánægður og þvílík vegferð sem þetta er búið að vera. Að halda þessum stöðugleika í svona mörg ár - bara kudos á hann - hann er bara frábær.“ Lovísa er þó sammála Ágústi í því að það sitji í þeim að hafa misst af bikarmeistaratitlinum í ár. „Ég er reyndar pínu sammála honum þar. Það var kannski okkar eini leikur, fyrir utan kannski tvo deildarleiki, þar sem við vorum bara ekki alveg með þetta. Það er bara stutt á milli í þessu og því fór sem fór.“ Varðandi leik kvöldsins segir hún að Valsliðið hafi náð að finna svör við því sem Haukarnir gerðu. „Mér fannst við bara vera aðeins áræðnari og finna einhvern aukakraft. Ég held að við hefðum ekki nennt að fara í annan leik þannig að ég er frekar ánægð með að við höfum fundið innri styrk og vilja til að klára þetta hér í kvöld á okkar heimavelli.“ „Mér finnst við alltaf halda áfram þó svo að það gangi ekki alltaf allt upp. Við finnum ró og erum að fylgja skipulagi. Þetta er allt vel æft og við erum með okkar hluti á hreinu. Þó svo að það gangi ekki upp þá reynum við að laga það hinum megin á vellinum. Þetta er bara ein sókn í einu og ein vörn í einu. Þetta er bara agað skipulag.“ Að lokum vildi Lovísa ekki gera of mikið úr komandi fagnaðarlátum Vals í kvöld. „Guð minn góður. Við ætlum bara að fagna þessu vel, en maður er samt alveg dauðþreyttur. Ég er bara ótrúlega ánægð,“ sagði Lovísa að lokum.
Olís-deild kvenna Valur Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Valur varð í kvöld Íslandsmeistari kvenna í handbolta er liðið vann fimm marka sigur gegn Haukum, 30-25. Valur vann úrslitaeinvígið 3-0 og er þetta þriðji Íslandsmeistaratitill liðsins í röð. 26. maí 2025 18:47 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Valur varð í kvöld Íslandsmeistari kvenna í handbolta er liðið vann fimm marka sigur gegn Haukum, 30-25. Valur vann úrslitaeinvígið 3-0 og er þetta þriðji Íslandsmeistaratitill liðsins í röð. 26. maí 2025 18:47