Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar 27. maí 2025 08:00 Okkur er of tamt að horfa bara á það sem aðskilur okkur og á þá hluti sem við erum ósammála um. Við drögum hvert annað sjálfrátt, eða ósjálfrátt, í dilka. Þetta er engum að kenna, heldur bara mannlegt eðli held ég. Því ber hins vegar ekki að neita að ýmislegt í ört breytilegu samskiptalandslaginu ýtir frekar undir þessa tilhneigingu í okkur. Hvort sem fólk er úr Vesturbænum (eins og ég) eða austan af fjörðum, úthverfum eða milli heiða, er staðreyndin sú að við eigum miklu meira sameiginlegt en margir halda og það er miklu meira sem sameinar okkur en sundrar. Við hjá Bændasamtökunum vildum minna á þessa einföldu staðreynd með auglýsingunum okkar en slagorðið „Við erum öll úr sömu sveit“ er ekki bara nostalgísk vísun í íslenska sögu, menningu eða einhverja baðstofurómantík. Ísland er lítið land, eyja í Atlantshafi, og Íslendingar eru lítil þjóð í stóra samhenginu og við eigum sameiginlega hagsmuni. Í ákveðnum skilningi er Ísland bara ein stór sveit og við sem hér búum, hvort sem við erum nýflutt til landsins eða getum rakið ættir okkar til Landnámu, eigum tengsl við þessa sömu sveit. Þetta bindur þræði okkar saman á marga vegu og þýðir líka að þótt oft megi skilja annað á opinberri umræðu höfum við sömu hagsmuna að gæta - líka þegar kemur að landbúnaði. Við erum að sjálfsögðu að taka þetta samtal út frá sjónarhóli bænda og þeirra sem starfa í matvælaframleiðslu á Íslandi. Mörgum bændum þykir sem skilningur og þekking á þeirra starfi mætti vera meiri meðal almennings og eflaust gengur það í báðar áttir. Bændasamtökin vilja því gera tilraun til að færa samtalið upp úr hefðbundnum farvegi þar sem fólk fer í kunnuglegar stellingar. Við viljum gera okkar til að stuðla að því að skilningur og þekking aukist. Við viljum draga úr fjarlægðinni og draga fram í ljósið það sem við eigum sameiginlegt, því fólkið sem starfar við landbúnað er alls konar. Það samanstendur af fjölbreyttum hópi sem fellur ekki að úreltum staðalímyndum. Margbreytileiki þess er mikill, hvort sem litið er til uppruna, aldurs, kyns eða stjórnmálaskoðana. Þess vegna stígum við þetta skref og viljum gera okkar til að styrkja á ný tengsl bænda og almennings. Ég hvet líka fólk og fyrirtæki til að taka þátt í umræðunni á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Reynum að sjá það góða hvert í öðru og hvernig við reiðum okkur öll hvert á annað. Við sjáum strax hvað þessi nálgun getur haft mikil áhrif, til dæmis á góðum viðbrögðum framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda við auglýsingunni. Jákvæð samskipti byggð á grunni sameiginlegra hagsmuna eru miklu líklegri til árangurs, bæði fyrir bændur og neytendur sem hafa sömu hagsmuna að gæta. Bændum er of oft stillt upp gegn neytendum á meðan sannleikurinn er sá, að sambandið er nánara en margur gerir sér grein fyrir. Hvert mjólkurglas, gúrkusneiðin, eggin, skinkusamlokan eða lærissneiðin á grillinu eru allt þræðir sem tengja okkur saman. Við erum öll í sama liði - úr sömu sveitinni. Höfundur er framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Margrét Ágústa Sigurðardóttir Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Okkur er of tamt að horfa bara á það sem aðskilur okkur og á þá hluti sem við erum ósammála um. Við drögum hvert annað sjálfrátt, eða ósjálfrátt, í dilka. Þetta er engum að kenna, heldur bara mannlegt eðli held ég. Því ber hins vegar ekki að neita að ýmislegt í ört breytilegu samskiptalandslaginu ýtir frekar undir þessa tilhneigingu í okkur. Hvort sem fólk er úr Vesturbænum (eins og ég) eða austan af fjörðum, úthverfum eða milli heiða, er staðreyndin sú að við eigum miklu meira sameiginlegt en margir halda og það er miklu meira sem sameinar okkur en sundrar. Við hjá Bændasamtökunum vildum minna á þessa einföldu staðreynd með auglýsingunum okkar en slagorðið „Við erum öll úr sömu sveit“ er ekki bara nostalgísk vísun í íslenska sögu, menningu eða einhverja baðstofurómantík. Ísland er lítið land, eyja í Atlantshafi, og Íslendingar eru lítil þjóð í stóra samhenginu og við eigum sameiginlega hagsmuni. Í ákveðnum skilningi er Ísland bara ein stór sveit og við sem hér búum, hvort sem við erum nýflutt til landsins eða getum rakið ættir okkar til Landnámu, eigum tengsl við þessa sömu sveit. Þetta bindur þræði okkar saman á marga vegu og þýðir líka að þótt oft megi skilja annað á opinberri umræðu höfum við sömu hagsmuna að gæta - líka þegar kemur að landbúnaði. Við erum að sjálfsögðu að taka þetta samtal út frá sjónarhóli bænda og þeirra sem starfa í matvælaframleiðslu á Íslandi. Mörgum bændum þykir sem skilningur og þekking á þeirra starfi mætti vera meiri meðal almennings og eflaust gengur það í báðar áttir. Bændasamtökin vilja því gera tilraun til að færa samtalið upp úr hefðbundnum farvegi þar sem fólk fer í kunnuglegar stellingar. Við viljum gera okkar til að stuðla að því að skilningur og þekking aukist. Við viljum draga úr fjarlægðinni og draga fram í ljósið það sem við eigum sameiginlegt, því fólkið sem starfar við landbúnað er alls konar. Það samanstendur af fjölbreyttum hópi sem fellur ekki að úreltum staðalímyndum. Margbreytileiki þess er mikill, hvort sem litið er til uppruna, aldurs, kyns eða stjórnmálaskoðana. Þess vegna stígum við þetta skref og viljum gera okkar til að styrkja á ný tengsl bænda og almennings. Ég hvet líka fólk og fyrirtæki til að taka þátt í umræðunni á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Reynum að sjá það góða hvert í öðru og hvernig við reiðum okkur öll hvert á annað. Við sjáum strax hvað þessi nálgun getur haft mikil áhrif, til dæmis á góðum viðbrögðum framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda við auglýsingunni. Jákvæð samskipti byggð á grunni sameiginlegra hagsmuna eru miklu líklegri til árangurs, bæði fyrir bændur og neytendur sem hafa sömu hagsmuna að gæta. Bændum er of oft stillt upp gegn neytendum á meðan sannleikurinn er sá, að sambandið er nánara en margur gerir sér grein fyrir. Hvert mjólkurglas, gúrkusneiðin, eggin, skinkusamlokan eða lærissneiðin á grillinu eru allt þræðir sem tengja okkur saman. Við erum öll í sama liði - úr sömu sveitinni. Höfundur er framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun