Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 29. maí 2025 07:02 Sjómenn Íslands fyrr og nú eiga heiður skilinn fyrir framlag sitt til íslensks samfélags. Það þarf sterk bein til að sækja sjó því það er ekki alltaf logn og blíða og veður geta oft verið válynd og æðruleysi og dugnaður hefur einkennt íslenska sjómannastétt. Gífurleg framþróun hefur verið á undanförnum áratugum í fullkomnari skipakosti bæði stórum sem smáum og hefur það bætt allt vinnuumhverfi og öryggi til sjós. Öryggi sjómanna Öryggismál sjómanna hafa tekið miklum framförum með tilkomu Slysavarnarskóla sjómanna árið 1985 og síðan hefur slysum og dauðsföllum fækkað mjög mikið til sjós og enginn getur í dag stundað sjómennsku nema hafa farið á námskeið hjá skólanum sem er vel. Sjóslys og skipsskaðar voru miklir við strendur landsins öldum saman og langt fram á síðustu öld og dánartíðni sjómanna mikil og sjómannsfjölskyldur misstu ástvini sína bæði feður og syni og fyrirvinnu sem setti stór skörð í samfélögin og tók sinn toll sem ekki var bætt en lífið hélt áfram. Þrautsegja á raunastund! Sem betur fer gafst fólk ekki upp og það er þessi þrautsegja sem einkennt hefur sjómenn, sjómannskonur,sjómannsfjölskyldur og sjávarbyggðir landsins að halda áfram með því að treysta vinnuumhverfið og öryggismál sjómanna sem tekist hefur vel þó alltaf sé hægt að gera enn betur. Við sem höfum alist upp í sjávarbyggðum og búum þar gleðjumst með sjómönnum og fjölskyldum þeirra á sjómannadaginn og höfum haldið upp á sjómannadaginn hér heima á Suðureyri eins lengi og ég man eftir eins og víða um land sem haldið er líka upp á daginn með glæsibrag og vonandi verður það um ókomna tíð.. Fjölbreytt útgerðarform Sjómannsstörf hafa breyst eins og öll önnur störf með tækniframförum og tekjur þeirra eru í flestum tilfellum góðar sem á að vera. Mínar áhyggjur hafa verið þær að of mikil samþjöppun hafi verið í sjávarútvegi sem komi í veg fyrir fjölbreytt útgerðarform og atvinnuöryggi sjávarbyggðanna. Við þurfum að byggja áfram á litlum og meðalstórum sjávarútvegsfyrirtækjum og tryggja atvinnufrelsi í greininni í stað þess að þrengja svo að með samþjöppun að ómögulegt er fyrir eðlilega nýliðun ungs fólks sem vill hefja sjósókn og byggja sig upp í sjávarútvegi á eigin forsendum. Strandmenning Íslands Þar hef ég ásamt öðrum talað fyrir eflingu strandveiða ,koma grásleppunni úr kvóta og stækka þann hluta kerfisins sem er utan kvótakerfisins og það er verið að gera í þessu stjórnarsamstarfi og því þarf að fylgja fast eftir. Þessi hluti kerfisins er orðinn eini möguleikinn fyrir ungt fólk að byrja í sjómennsku ef þau eru ekki stórir fjármagnseigendur eða kvótaerfingjar eins og staðan er í dag. Strandmenning við Íslandsstrendur er saga íslenskrar þjóðar og hana eigum við að efla með fram öflugum stórskipaflota okkar þetta tvennt á að geta farið saman. Úrvals hráefni Fjölbreyttni í útgerð og möguleikar á nýliðun eru í smábátaútgerð og afurðir þeirra hafa verið mjög eftirsóttar á erlendum mörkuðum eins og afurðir íslensks sjávarútvegs sem hefur fengið gæðastimpil sem fyrsta flokks vara víða um heim.. Sjómenn og sjómannsfjölskyldur innilega til hamingju með sjómannadaginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Sjávarútvegur Strandveiðar Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Sjómenn Íslands fyrr og nú eiga heiður skilinn fyrir framlag sitt til íslensks samfélags. Það þarf sterk bein til að sækja sjó því það er ekki alltaf logn og blíða og veður geta oft verið válynd og æðruleysi og dugnaður hefur einkennt íslenska sjómannastétt. Gífurleg framþróun hefur verið á undanförnum áratugum í fullkomnari skipakosti bæði stórum sem smáum og hefur það bætt allt vinnuumhverfi og öryggi til sjós. Öryggi sjómanna Öryggismál sjómanna hafa tekið miklum framförum með tilkomu Slysavarnarskóla sjómanna árið 1985 og síðan hefur slysum og dauðsföllum fækkað mjög mikið til sjós og enginn getur í dag stundað sjómennsku nema hafa farið á námskeið hjá skólanum sem er vel. Sjóslys og skipsskaðar voru miklir við strendur landsins öldum saman og langt fram á síðustu öld og dánartíðni sjómanna mikil og sjómannsfjölskyldur misstu ástvini sína bæði feður og syni og fyrirvinnu sem setti stór skörð í samfélögin og tók sinn toll sem ekki var bætt en lífið hélt áfram. Þrautsegja á raunastund! Sem betur fer gafst fólk ekki upp og það er þessi þrautsegja sem einkennt hefur sjómenn, sjómannskonur,sjómannsfjölskyldur og sjávarbyggðir landsins að halda áfram með því að treysta vinnuumhverfið og öryggismál sjómanna sem tekist hefur vel þó alltaf sé hægt að gera enn betur. Við sem höfum alist upp í sjávarbyggðum og búum þar gleðjumst með sjómönnum og fjölskyldum þeirra á sjómannadaginn og höfum haldið upp á sjómannadaginn hér heima á Suðureyri eins lengi og ég man eftir eins og víða um land sem haldið er líka upp á daginn með glæsibrag og vonandi verður það um ókomna tíð.. Fjölbreytt útgerðarform Sjómannsstörf hafa breyst eins og öll önnur störf með tækniframförum og tekjur þeirra eru í flestum tilfellum góðar sem á að vera. Mínar áhyggjur hafa verið þær að of mikil samþjöppun hafi verið í sjávarútvegi sem komi í veg fyrir fjölbreytt útgerðarform og atvinnuöryggi sjávarbyggðanna. Við þurfum að byggja áfram á litlum og meðalstórum sjávarútvegsfyrirtækjum og tryggja atvinnufrelsi í greininni í stað þess að þrengja svo að með samþjöppun að ómögulegt er fyrir eðlilega nýliðun ungs fólks sem vill hefja sjósókn og byggja sig upp í sjávarútvegi á eigin forsendum. Strandmenning Íslands Þar hef ég ásamt öðrum talað fyrir eflingu strandveiða ,koma grásleppunni úr kvóta og stækka þann hluta kerfisins sem er utan kvótakerfisins og það er verið að gera í þessu stjórnarsamstarfi og því þarf að fylgja fast eftir. Þessi hluti kerfisins er orðinn eini möguleikinn fyrir ungt fólk að byrja í sjómennsku ef þau eru ekki stórir fjármagnseigendur eða kvótaerfingjar eins og staðan er í dag. Strandmenning við Íslandsstrendur er saga íslenskrar þjóðar og hana eigum við að efla með fram öflugum stórskipaflota okkar þetta tvennt á að geta farið saman. Úrvals hráefni Fjölbreyttni í útgerð og möguleikar á nýliðun eru í smábátaútgerð og afurðir þeirra hafa verið mjög eftirsóttar á erlendum mörkuðum eins og afurðir íslensks sjávarútvegs sem hefur fengið gæðastimpil sem fyrsta flokks vara víða um heim.. Sjómenn og sjómannsfjölskyldur innilega til hamingju með sjómannadaginn.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar