Sendir í leyfi fyrir að vinna ekki nógu mikið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. maí 2025 18:18 Af þeim 160 flugumferðarstjórum sem eru í Félagi íslenskra flugumferðarstjóra starfa 100 hjá Isavia ANS. Vísir/Vilhelm Fimm flugumferðarstjórar hafa verið sendir í leyfi frá störfum vegna gruns um að þeir hefðu ekki unnið tilskilinn fjölda vinnustunda til að halda réttindum sínum. Samgöngustofa rannsakar mál þeirra. Í samtali við fréttastofu segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, að málið varði fimm flugumferðarstjóra, og hafi komið upp eftir að ráðist var í skoðun á tímaskráningu þeirra. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá málinu. Samkvæmt reglum þurfa flugumferðarstjórar að vinna lágmarksfjölda tíma í svokallaðri vinnustöðu, svo þeir haldi hæfi sínu til starfans. Í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu segir að hjá Isavia ANS, sem er dótturfélag Isavia sem annast flugleiðsög hér á landi og yfir Norður-Atlantshafi, starfi 100 flugumferðarstjórar, af þeim 160 sem séu í Félagi íslenskra flugumferðarstjóra. Þar er haft eftir Kjartani Briem, framkvæmdastjóra félagsins, að málið hafi verið tilkynnt til Samgöngustofu og flugumferðarstjórarnir fimm verið sendir í ótímabundið leyfi. „Isavia ANS sinnir flugleiðsögu á Íslandi og yfir Norður-Atlantshafi og hefur veitt þessa þjónustu um áratugaskeið. Öll frávik frá hefðbundinni starfsemi sem koma upp eru tekin alvarlega og er fyrirtækið með ferla til að kanna þau og vinna að úrbótum. Skýrar reglur gilda um hæfi flugumferðarstjóra og þurfa þeir að uppfylla ýmis skilyrði til að viðhalda sínu hæfi. Eitt af þeim er lágmarkskrafa um setu í vinnustöðu,“ er haft eftir Kjartani. Isavia ANS muni ekki tjá sig frekar um málið meðan rannsókn stendur yfir. Samgöngur Fréttir af flugi Isavia Vinnumarkaður Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Sjá meira
Í samtali við fréttastofu segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, að málið varði fimm flugumferðarstjóra, og hafi komið upp eftir að ráðist var í skoðun á tímaskráningu þeirra. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá málinu. Samkvæmt reglum þurfa flugumferðarstjórar að vinna lágmarksfjölda tíma í svokallaðri vinnustöðu, svo þeir haldi hæfi sínu til starfans. Í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu segir að hjá Isavia ANS, sem er dótturfélag Isavia sem annast flugleiðsög hér á landi og yfir Norður-Atlantshafi, starfi 100 flugumferðarstjórar, af þeim 160 sem séu í Félagi íslenskra flugumferðarstjóra. Þar er haft eftir Kjartani Briem, framkvæmdastjóra félagsins, að málið hafi verið tilkynnt til Samgöngustofu og flugumferðarstjórarnir fimm verið sendir í ótímabundið leyfi. „Isavia ANS sinnir flugleiðsögu á Íslandi og yfir Norður-Atlantshafi og hefur veitt þessa þjónustu um áratugaskeið. Öll frávik frá hefðbundinni starfsemi sem koma upp eru tekin alvarlega og er fyrirtækið með ferla til að kanna þau og vinna að úrbótum. Skýrar reglur gilda um hæfi flugumferðarstjóra og þurfa þeir að uppfylla ýmis skilyrði til að viðhalda sínu hæfi. Eitt af þeim er lágmarkskrafa um setu í vinnustöðu,“ er haft eftir Kjartani. Isavia ANS muni ekki tjá sig frekar um málið meðan rannsókn stendur yfir.
Samgöngur Fréttir af flugi Isavia Vinnumarkaður Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Sjá meira