Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum Árni Sæberg skrifar 26. maí 2025 15:16 Sjókvíar í Ísafjarðardjúpi. Vísir/Anton Brink Óinnleyst tap Ísfélagsins og Síldarvinnslunnar af fjárfestingum í fiskeldisfélögum hleypur á fleiri milljörðum króna. Félögin hafa hins vegar ákveðið að bókfæra virði fjárfestinganna miklum mun hærra en ef miðað væri við markaðsverð. Síldarvinnslan festi kaup á 34,2 prósenta hlut í Arctic Fish Holding AS, sem er eini eigandi Arctic fish ehf., sem er eitt af stærstu laxeldisfyrirtækjum á Íslandi og rekur eldisstöðvar á Vestfjörðum, árið 2022. Bókfært verð nánast tvöfalt hærra en markaðsverð Kaupverðið fyrir hlutunum, sem voru alls 10.899.684, var 1.089.968.400 norskra króna, sem samsvarar um 13,66 milljörðum króna á gengi dagsins í dag. Markaðsvirði félagsins er 1,737 milljarðar norskra króna og hlutur Síldarvinnslunnar því 594 milljónir norskra króna virði. Það gerir markaðsvirði hluta Síldarvinnslunnar því rétt tæplega 7,5 milljarðar króna. Það gerir um 6,16 milljarða króna óinnleyst tap á tæpum þremur árum. Í ársreikningi Síldarvinnslunnar fyrir síðasta ár segir aftur á móti að í lok síðasta árs hafi bókfært verð hlutar félagsins í Arctic fish numið 111 milljónum Bandaríkjadala, sem félagið gerir upp í. Það gerir 14,1 milljarð króna. Svipuð saga af Ísfélaginu og Kaldvík Svipaða sögu er að segja af fjárfestingu Ísfélagsins í Kaldvík árið 2023. Þá keypti Ísfélagið 16 prósenta hlut í Ice Fish Farm AS fyrir um 8,6 milljarða króna. Verðið í viðskiptunum miðaði við 43 norskar krónur á hlut, sem var tæplega sjötíu prósentum yfir markaðsgengi þá. Nafni félagsins var síðar breytt í Kaldvík. Gengi félagsins stendur nú í 16,5 norskum krónum á hlut, sem er tæplega 62 prósentum lægra en þegar Ísfélagið keypti í félaginu. Markaðsvirði þess er nú 27,5 milljarðar króna og hlutar Ísfélagsins því 4,4 milljarða króna. Það gerir óinnleyst tap Ísfélagsins um 4,2 milljarða á tveimur árum. Með skýringar á reiðum höndum Í ársreikningi Ísfélagsins fyrir árið 2024 segir að eignarhlutur félagsins í Kaldvík sé bókfærður á 66 milljónir dala, ríflega 8,4 milljarða króna á gengi dagsins, og sé færður samkvæmt hlutdeildaraðferð. Markaðsgengi Kaldvíkur í árslok 2024 hafi verið 28,6 norskar krónur á hlut. Það sé mat stjórnenda að markaðsverð félagsins endurspegli ekki raunvirði félagsins þar sem um sé að ræða óskilvirkan markað, lítil velta sé og framboð á bréfum mjög takmarkað, þar sem eignarhald Kaldvík sé þröngt. Félagið hafi framkvæmt virðisrýrnunarpróf vegna vísbendinga um mögulega virðisrýrnun vegna mismunar á bókfærðu verði og verði á markaði í árslok 2024 en mismunurinn hafi numið 17 milljónum dala. Niðurstaða virðisrýrnunarprófsins hafi verið að bókfært verð standi undir virði eignarinnar. Mat stjórnenda Ísfélagsins sé því að ekki sé þörf á að færa virðisrýmun vegna eignarhlutans. Fiskeldi Sjókvíaeldi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Síldarvinnslan í Neskaupstað hagnaðist um milljarð króna á fyrsta ársfjórðungi ársins, sem er meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra. Þrátt fyrir þetta hefur félagið sett allar fjárfestingar á ís og sér fram á að draga saman seglin í Fjarðabyggð vegna boðaðrar hækkunar veiðigjalda. 23. maí 2025 16:04 Telur Kaldvík verulega vanmetið á markaði og útlit sé fyrir hraðan vöxt Ef rétt er haldið á spilunum eftir þá miklu uppbyggingu sem hefur verið í fiskeldi undanfarin áratug þá ætti Ísland, meðal annars vegna hægstæðs orkuverðs og aðgangs að nægu ferskvatni, að hafa samkeppnisforskot á helstu keppinauta í atvinnugreininni, að mati hlutabréfagreinenda, en hann verðmetur Kaldvík langt yfir núverandi markaðsgengi. Eftir miklar fjárfestingar hjá Kaldvík að undanförnu er útlit fyrir að framleitt magn á eldislaxi muni halda áfram að stóraukast á næsta ári sem eigi að skila sér í nærri tvöfalt meiri tekjum og verulega bættri rekstrarafkomu. 10. desember 2024 14:30 Mest lesið Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Play tekur flugið til Agadir Viðskipti innlent Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Viðskipti innlent Ætla ekki að láta norska olíusjóðinn sniðganga Ísrael Viðskipti Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Viðskipti innlent Arion vill sameinast Kviku Viðskipti innlent Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum Viðskipti innlent Bein útsending: Ársfundur Samáls Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Sjá meira
Síldarvinnslan festi kaup á 34,2 prósenta hlut í Arctic Fish Holding AS, sem er eini eigandi Arctic fish ehf., sem er eitt af stærstu laxeldisfyrirtækjum á Íslandi og rekur eldisstöðvar á Vestfjörðum, árið 2022. Bókfært verð nánast tvöfalt hærra en markaðsverð Kaupverðið fyrir hlutunum, sem voru alls 10.899.684, var 1.089.968.400 norskra króna, sem samsvarar um 13,66 milljörðum króna á gengi dagsins í dag. Markaðsvirði félagsins er 1,737 milljarðar norskra króna og hlutur Síldarvinnslunnar því 594 milljónir norskra króna virði. Það gerir markaðsvirði hluta Síldarvinnslunnar því rétt tæplega 7,5 milljarðar króna. Það gerir um 6,16 milljarða króna óinnleyst tap á tæpum þremur árum. Í ársreikningi Síldarvinnslunnar fyrir síðasta ár segir aftur á móti að í lok síðasta árs hafi bókfært verð hlutar félagsins í Arctic fish numið 111 milljónum Bandaríkjadala, sem félagið gerir upp í. Það gerir 14,1 milljarð króna. Svipuð saga af Ísfélaginu og Kaldvík Svipaða sögu er að segja af fjárfestingu Ísfélagsins í Kaldvík árið 2023. Þá keypti Ísfélagið 16 prósenta hlut í Ice Fish Farm AS fyrir um 8,6 milljarða króna. Verðið í viðskiptunum miðaði við 43 norskar krónur á hlut, sem var tæplega sjötíu prósentum yfir markaðsgengi þá. Nafni félagsins var síðar breytt í Kaldvík. Gengi félagsins stendur nú í 16,5 norskum krónum á hlut, sem er tæplega 62 prósentum lægra en þegar Ísfélagið keypti í félaginu. Markaðsvirði þess er nú 27,5 milljarðar króna og hlutar Ísfélagsins því 4,4 milljarða króna. Það gerir óinnleyst tap Ísfélagsins um 4,2 milljarða á tveimur árum. Með skýringar á reiðum höndum Í ársreikningi Ísfélagsins fyrir árið 2024 segir að eignarhlutur félagsins í Kaldvík sé bókfærður á 66 milljónir dala, ríflega 8,4 milljarða króna á gengi dagsins, og sé færður samkvæmt hlutdeildaraðferð. Markaðsgengi Kaldvíkur í árslok 2024 hafi verið 28,6 norskar krónur á hlut. Það sé mat stjórnenda að markaðsverð félagsins endurspegli ekki raunvirði félagsins þar sem um sé að ræða óskilvirkan markað, lítil velta sé og framboð á bréfum mjög takmarkað, þar sem eignarhald Kaldvík sé þröngt. Félagið hafi framkvæmt virðisrýrnunarpróf vegna vísbendinga um mögulega virðisrýrnun vegna mismunar á bókfærðu verði og verði á markaði í árslok 2024 en mismunurinn hafi numið 17 milljónum dala. Niðurstaða virðisrýrnunarprófsins hafi verið að bókfært verð standi undir virði eignarinnar. Mat stjórnenda Ísfélagsins sé því að ekki sé þörf á að færa virðisrýmun vegna eignarhlutans.
Fiskeldi Sjókvíaeldi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Síldarvinnslan í Neskaupstað hagnaðist um milljarð króna á fyrsta ársfjórðungi ársins, sem er meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra. Þrátt fyrir þetta hefur félagið sett allar fjárfestingar á ís og sér fram á að draga saman seglin í Fjarðabyggð vegna boðaðrar hækkunar veiðigjalda. 23. maí 2025 16:04 Telur Kaldvík verulega vanmetið á markaði og útlit sé fyrir hraðan vöxt Ef rétt er haldið á spilunum eftir þá miklu uppbyggingu sem hefur verið í fiskeldi undanfarin áratug þá ætti Ísland, meðal annars vegna hægstæðs orkuverðs og aðgangs að nægu ferskvatni, að hafa samkeppnisforskot á helstu keppinauta í atvinnugreininni, að mati hlutabréfagreinenda, en hann verðmetur Kaldvík langt yfir núverandi markaðsgengi. Eftir miklar fjárfestingar hjá Kaldvík að undanförnu er útlit fyrir að framleitt magn á eldislaxi muni halda áfram að stóraukast á næsta ári sem eigi að skila sér í nærri tvöfalt meiri tekjum og verulega bættri rekstrarafkomu. 10. desember 2024 14:30 Mest lesið Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Play tekur flugið til Agadir Viðskipti innlent Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Viðskipti innlent Ætla ekki að láta norska olíusjóðinn sniðganga Ísrael Viðskipti Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Viðskipti innlent Arion vill sameinast Kviku Viðskipti innlent Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum Viðskipti innlent Bein útsending: Ársfundur Samáls Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Sjá meira
Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Síldarvinnslan í Neskaupstað hagnaðist um milljarð króna á fyrsta ársfjórðungi ársins, sem er meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra. Þrátt fyrir þetta hefur félagið sett allar fjárfestingar á ís og sér fram á að draga saman seglin í Fjarðabyggð vegna boðaðrar hækkunar veiðigjalda. 23. maí 2025 16:04
Telur Kaldvík verulega vanmetið á markaði og útlit sé fyrir hraðan vöxt Ef rétt er haldið á spilunum eftir þá miklu uppbyggingu sem hefur verið í fiskeldi undanfarin áratug þá ætti Ísland, meðal annars vegna hægstæðs orkuverðs og aðgangs að nægu ferskvatni, að hafa samkeppnisforskot á helstu keppinauta í atvinnugreininni, að mati hlutabréfagreinenda, en hann verðmetur Kaldvík langt yfir núverandi markaðsgengi. Eftir miklar fjárfestingar hjá Kaldvík að undanförnu er útlit fyrir að framleitt magn á eldislaxi muni halda áfram að stóraukast á næsta ári sem eigi að skila sér í nærri tvöfalt meiri tekjum og verulega bættri rekstrarafkomu. 10. desember 2024 14:30