Oscar hafi veitt takmörkuð svör Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. maí 2025 12:01 Oscars og Sonja Magnúsdóttir fósturmóðir hans. Kærunefnd útlendingamála hefur birt umdeildan úrskurð sinn þar sem umsókn hins sautján ára gamla Oscar Anders Florez Bocanegra um landvistarleyfi er hafnað. Boðað hefur verið til mótmæla við upphaf þingfundar við Austurvöll í dag en fósturforeldrar Oscars segjast ráðalaus vegna málsins, engin svör fáist frá ráðamönnum og embættismenn ráði för. Í úrskurði kærunefndar útlendingamála þar sem umsókn hins sautján ára gamla Oscars um landvistarleyfi er hafnað, segir meðal annars að strákurinn eigi fjölskyldu í heimalandi sínu Kólumbíu og að þar sé til staðar félagslegt kerfi auk barnaverndarkerfis. Ljóst sé að honum verði veitt móttaka barnaverndaryfirvalda og ekki sé sýnt fram á að drengurinn sæti ofsóknum í heimalandinu. Segir að Oscar hafi auk þess tjáð sig að takmörkuðu leyfi um aðstæður sínar í Kólumbíu. Segir í úrskurðinum að hann hafi óskað eftir því að gögn úr viðtali hans við barnaverndarþjónustu Suðurnesjabæja þar sem hann lýsi ofbeldi í sinn garð yrðu ekki lögð fram við afgreiðslu málsins. Standi ákvörðunin verður drengnum vísað úr landi í byrjun júní. Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir fósturforeldrar Oscars ræddu mál hans í Bítinu í morgun og segja að síðustu daga hafa verið mikla rússíbanareið. „Síðasta vika var eiginlega svart og hvítt. Við fengum fyrst fréttir frá Barnavernd Suðurnesja að þeir legðu til að Oscar fengi vernd og að þeir teldu enganveginn óhætt að senda hann til Kólumbíu aftur, við héldum að það myndi nú trompa flestallar aðrar ákvarðanir en nei nei Kærunefnd Útlendingamála virti þessa ákvörðun Barnaverndar algjörlega að vettugi og sagði bara jú jú við ætlum samt að senda hann út og nú er kominn lokaákvörðun, lokaúrskurður Kærunefndar Útlendingamála og það á semsagt að senda Oscar einan út.“ Þau Sonja og Svavar segja ráðamenn engin svör hafa gefið en Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra hefur ekki gefið fréttastofu kost á viðtali vegna málsins í dag, þar sem hann sé staddur í útlöndum. „Okkur líður pínu þannig að það séu einhverjir embættismenn sem eru bara fúlir að hann sé kominn hingað aftur og að þeir ætli ekki að gefa sig í því að samþykkja hann á Íslandi. Eins og þeir hafi tapað málinu? Já eins og þetta sé þeirra persónulega tap að hann hafi komist hingað aftur og sé aftur orðinn vandamál fyrir Útlendingastofnun af því að það eru engin rök sem hníga til þess að lofa honum ekki að vera hérna, við erum tilbúin að hafa hann, það er enginn tilkostnaður.“ Flóttafólk á Íslandi Kólumbía Mál Oscars frá Kólumbíu Hælisleitendur Börn og uppeldi Tengdar fréttir Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Fósturforeldrar sautján ára kólumbísks drengs, sem hefur verið synjað um dvalarleyfi, segja stjórnvöld koma fram við hann eins og fullorðinn mann en ekki barn. Hann þori vart út úr húsi af ótta við að lögregla handtaki hann og fylgi honum úr landi. 22. apríl 2025 18:59 Faðirinn hafi ætlað að skilja hann eftir á flugvellinum Kona sem sótti um að verða fósturforeldri sextán ára pilts sem vísað var úr landi í dag segir að brösuglega hafi gengið að fá að kveðja hann í úrræði ríkislögreglustjóra fyrir brottför piltsins. Hún óttast að ekkert bíði hans í Kólumbíu. 15. október 2024 23:54 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Sjá meira
Í úrskurði kærunefndar útlendingamála þar sem umsókn hins sautján ára gamla Oscars um landvistarleyfi er hafnað, segir meðal annars að strákurinn eigi fjölskyldu í heimalandi sínu Kólumbíu og að þar sé til staðar félagslegt kerfi auk barnaverndarkerfis. Ljóst sé að honum verði veitt móttaka barnaverndaryfirvalda og ekki sé sýnt fram á að drengurinn sæti ofsóknum í heimalandinu. Segir að Oscar hafi auk þess tjáð sig að takmörkuðu leyfi um aðstæður sínar í Kólumbíu. Segir í úrskurðinum að hann hafi óskað eftir því að gögn úr viðtali hans við barnaverndarþjónustu Suðurnesjabæja þar sem hann lýsi ofbeldi í sinn garð yrðu ekki lögð fram við afgreiðslu málsins. Standi ákvörðunin verður drengnum vísað úr landi í byrjun júní. Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir fósturforeldrar Oscars ræddu mál hans í Bítinu í morgun og segja að síðustu daga hafa verið mikla rússíbanareið. „Síðasta vika var eiginlega svart og hvítt. Við fengum fyrst fréttir frá Barnavernd Suðurnesja að þeir legðu til að Oscar fengi vernd og að þeir teldu enganveginn óhætt að senda hann til Kólumbíu aftur, við héldum að það myndi nú trompa flestallar aðrar ákvarðanir en nei nei Kærunefnd Útlendingamála virti þessa ákvörðun Barnaverndar algjörlega að vettugi og sagði bara jú jú við ætlum samt að senda hann út og nú er kominn lokaákvörðun, lokaúrskurður Kærunefndar Útlendingamála og það á semsagt að senda Oscar einan út.“ Þau Sonja og Svavar segja ráðamenn engin svör hafa gefið en Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra hefur ekki gefið fréttastofu kost á viðtali vegna málsins í dag, þar sem hann sé staddur í útlöndum. „Okkur líður pínu þannig að það séu einhverjir embættismenn sem eru bara fúlir að hann sé kominn hingað aftur og að þeir ætli ekki að gefa sig í því að samþykkja hann á Íslandi. Eins og þeir hafi tapað málinu? Já eins og þetta sé þeirra persónulega tap að hann hafi komist hingað aftur og sé aftur orðinn vandamál fyrir Útlendingastofnun af því að það eru engin rök sem hníga til þess að lofa honum ekki að vera hérna, við erum tilbúin að hafa hann, það er enginn tilkostnaður.“
Flóttafólk á Íslandi Kólumbía Mál Oscars frá Kólumbíu Hælisleitendur Börn og uppeldi Tengdar fréttir Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Fósturforeldrar sautján ára kólumbísks drengs, sem hefur verið synjað um dvalarleyfi, segja stjórnvöld koma fram við hann eins og fullorðinn mann en ekki barn. Hann þori vart út úr húsi af ótta við að lögregla handtaki hann og fylgi honum úr landi. 22. apríl 2025 18:59 Faðirinn hafi ætlað að skilja hann eftir á flugvellinum Kona sem sótti um að verða fósturforeldri sextán ára pilts sem vísað var úr landi í dag segir að brösuglega hafi gengið að fá að kveðja hann í úrræði ríkislögreglustjóra fyrir brottför piltsins. Hún óttast að ekkert bíði hans í Kólumbíu. 15. október 2024 23:54 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Sjá meira
Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Fósturforeldrar sautján ára kólumbísks drengs, sem hefur verið synjað um dvalarleyfi, segja stjórnvöld koma fram við hann eins og fullorðinn mann en ekki barn. Hann þori vart út úr húsi af ótta við að lögregla handtaki hann og fylgi honum úr landi. 22. apríl 2025 18:59
Faðirinn hafi ætlað að skilja hann eftir á flugvellinum Kona sem sótti um að verða fósturforeldri sextán ára pilts sem vísað var úr landi í dag segir að brösuglega hafi gengið að fá að kveðja hann í úrræði ríkislögreglustjóra fyrir brottför piltsins. Hún óttast að ekkert bíði hans í Kólumbíu. 15. október 2024 23:54