„Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Siggeir Ævarsson skrifar 25. maí 2025 22:32 Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks þar sem honum líður best, á rennisléttu gervigrasi Vísir/Pawel Breiðablik tapaði í kvöld gegn FH í áttundu umferð Bestu deildar karla. FH skoraði tvö mörk þrátt fyrir að Blikar héldu meira í boltann. Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks ræddi við Gunnlaug Jónsson hjá Stöð 2 Sport eftir leik og var að vonum svekktur. „Klikkum á dekkningu inní teig tvisvar sinnum. Fyrir utan það vorum við með öll völd á leiknum hér í fyrri hálfleik. Planið var að halda Rosenord eins langt frá sínum vallarhelmingi og hægt væri, það gekk vel. Þeir komast tvisvar inní teiginn okkar og þeir skora úr öðru skiptinu.“ - Sagði Halldór um hvað klikkaði í dag og bætti við. „Það var hrikalega svekkjandi síðan þegar þeir skora. Sóknarlega var þetta ekki nógu gott en það er ekkert grín á þessum velli að fara í gegnum þennan varnarmúr. Komumst samt í nokkur fín færi í fyrri hálfleik en gerum bara ekki nægilega vel. Það var mjög þungt að vera undir í hálfleik miðað við hvernig hann spilaðist. Þeir falla síðan enþá aftar í seinni hálfleik. Við vorum mjög lélegir og hægir í byrjun seinni hálfleiks. Þegar við náðum að færa okkur í breiddina og finna stóru mennina okkar í krossum vorum við loksins hættulegir.“ Halldór vildi ekki samþykkja það að liðið hefði átt meira skilið þrátt fyrir að hann sagði liðið hafa stjórnað leiknum. „Þegar þú gefur tvo krossa, sem þeir lifa á þá eigum við ekki meira skilið. Við vorum frábærir í að halda þeim frá þessum stöðum heilt yfir en Kjartan fær tvær fyrirgjafir og þeir skora í bæði skiptin. Þá áttu ekkert skilið.“ - Sagði Halldór og bætti við um framhaldið hjá blikum. „Við þurfum bara að halda áfram. Það vantar allavega ekki andann vorum yfir í baráttunni heilt yfir og héldum þeim frá sínu. Það er jákvætt.“ Völlurinn í Kaplakrika var blautur og ójafn sem virtist henta heimamönnum betur og viðurkenndi Halldór það. „Það má alveg gera fyrirsögn úr þessu og kalla það væl en það er bara erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum sem er ekki búið að slá heldur en á gervigrasi. Það er bara hluti af þessu, þá þurfum við bara að breyta okkar leikstíl og vera meira direct. Það er allt annar leikur á fimmtudaginn á gervigrasi gegn ÍA svo það er bara áfram gakk.“ Besta deild karla Íslenski boltinn Breiðablik Mest lesið Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Sjá meira
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks ræddi við Gunnlaug Jónsson hjá Stöð 2 Sport eftir leik og var að vonum svekktur. „Klikkum á dekkningu inní teig tvisvar sinnum. Fyrir utan það vorum við með öll völd á leiknum hér í fyrri hálfleik. Planið var að halda Rosenord eins langt frá sínum vallarhelmingi og hægt væri, það gekk vel. Þeir komast tvisvar inní teiginn okkar og þeir skora úr öðru skiptinu.“ - Sagði Halldór um hvað klikkaði í dag og bætti við. „Það var hrikalega svekkjandi síðan þegar þeir skora. Sóknarlega var þetta ekki nógu gott en það er ekkert grín á þessum velli að fara í gegnum þennan varnarmúr. Komumst samt í nokkur fín færi í fyrri hálfleik en gerum bara ekki nægilega vel. Það var mjög þungt að vera undir í hálfleik miðað við hvernig hann spilaðist. Þeir falla síðan enþá aftar í seinni hálfleik. Við vorum mjög lélegir og hægir í byrjun seinni hálfleiks. Þegar við náðum að færa okkur í breiddina og finna stóru mennina okkar í krossum vorum við loksins hættulegir.“ Halldór vildi ekki samþykkja það að liðið hefði átt meira skilið þrátt fyrir að hann sagði liðið hafa stjórnað leiknum. „Þegar þú gefur tvo krossa, sem þeir lifa á þá eigum við ekki meira skilið. Við vorum frábærir í að halda þeim frá þessum stöðum heilt yfir en Kjartan fær tvær fyrirgjafir og þeir skora í bæði skiptin. Þá áttu ekkert skilið.“ - Sagði Halldór og bætti við um framhaldið hjá blikum. „Við þurfum bara að halda áfram. Það vantar allavega ekki andann vorum yfir í baráttunni heilt yfir og héldum þeim frá sínu. Það er jákvætt.“ Völlurinn í Kaplakrika var blautur og ójafn sem virtist henta heimamönnum betur og viðurkenndi Halldór það. „Það má alveg gera fyrirsögn úr þessu og kalla það væl en það er bara erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum sem er ekki búið að slá heldur en á gervigrasi. Það er bara hluti af þessu, þá þurfum við bara að breyta okkar leikstíl og vera meira direct. Það er allt annar leikur á fimmtudaginn á gervigrasi gegn ÍA svo það er bara áfram gakk.“
Besta deild karla Íslenski boltinn Breiðablik Mest lesið Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Sjá meira